Færsluflokkur: Bloggar

Spenna kominn í kroppinn...

já það er ekki laust við að það sé kominn spenna í mig fyrir Danmerkurferðinni. Það er bara rétt rúm vika í hana og hvað tíminn er fljótur að líða... Jólinn nálgast hratt!!!! svo gaman að heyra jólalög og núna get ég ekki beðið eftir að fara að stússast í jólagjöfum, og öðrum jólaundirbúningiSmile

Langar að óska Hildi minni til hamingju með prinsinn og auðvitað Ingvari líka heheWink gekk eins og í sögu hjá henni. Frábært, Frábært, FrábærtSmile

Óska líka Lóu og Arnari til hamigju með prinsessuna hún er algjör dúllaSmile

Magnea og Krisján eignuðust líka stelpu til hamingju með það. Ekki laust við að maður heyri *kling* *kling* hér í kjallaranumTounge

Er kominn með skíðavél hingað heim og nú er sko tekið á þvíLoL 30 mín í dag, magi + lyfta lóðum ýkt dúglegWink ótrúlega hressandi.

Er að byrja í nýrri vinnu sem ég vinn sjálfstætt er að fara að selja Mirandas, náttúrulegar snyrtivörur og fæðubótarefniSmile tær snilld og svo er bara að bjalla á kellu til að halda kynningu og smá dekur, í saumaklúbb eða bara góðum hópiWink Verý næsCool

get loksins sett myndir aftur í blogg VEI!!!

100_2536 copy

**ég ef þið skylduð ekki muna hvernig kella lýtur útLoL**

100_2535 copy

** Minn heittelskaðiInLove**

100_2522

**Gullið mitt, fallegastur í heimiHeart**

ætla að einbeyta mér að Grey´s ...

sko mig blogg og myndir *klapp* *klapp*

Leiter

*Helgan*


Vá ég..

er farin að hlakka svo til jólannaWink baka, versla jólagjafir,pakka inn, borða góðan mat og allt það *jólaskap*..

 fékk Toys"r" us bækling inn um lúuna áðan og ég er sko búin að skrifa óskalista fyrir einkasoninn. Eins gott að maður er ekki barn í dag alltof mikið úrval af dóti, stöðugar freistingar!!! en þessi toys R us búð er örugglega geggjuð á eftir að fara í hana og hlakka mikið til hehe kemur barnið alveg fram í mér í svona búðum heheLoL Ohh hlakka svo til að sjá Ara Hrannar taka upp pakkana í ár hann er svo mikið krútt og farin að skilja svo mikið þessi elska. Maður getur sko spjallað endalaust við hann og hann svarar og hlær alveg dásamlegurHeart

Ætla sko að vera snemma í því í ár og vera búin með jólagjafirnar fyrir 1.des. Aðeins byrjuð en svo verður tekið á því í Danmörku beibíWink þetta eru 30 gjafir ca nóg að huxa um skoTounge Er  nebla að fara að leysa af eina í skúringunum á leikskólanum svo ég verð að skúra tvöfalt í tvær vikur í des, eigilega 3 falt með Toyota... Þá er ekki mikill tími í jólagjafabras.. finnst ég ekki gera neitt annað en þrífa alla daga allsstaðar!!! 

úff hvað ég get ekki beðið eftir að komast í barnadeilina í HM í dk, Ari Hrannar er sko að vaxa upp úr öllu!!! það á sko eftir að sjá á strákadeildinni eftir mig hehe. Skil kallinn bara eftir á bar í næsta nágrenni og skutla svo pokunum reglulega til hans heheGrin Já svo er notla árshátíðar dinner í Tívolíinu vei og þá verður kellan í gullkjólnum ohh gaman gamanSmile svo gaman að vera uppdressuð og fínWink

*Farin að baka*

HelganKissing


Hið ljúfa líf:)

Sit hér í sófanum mínum góða, og hlusta á uppþvottavélina mína vaska upp fyrir mig og þvottavélina þvo fötin fyrir mig, búin að ryksuga og taka allt til eins og á hverjum degi... pælið í því hvernig þetta var hér áður þegar allt var handþvegið dúddamía vil ekki einu sinni huxa út í það!!! maður hefur það svo gott í dag allskonar vélar til að vinna verkin.. eftir nokkur ár verða örugglega seld vélmenni sem sjá bara alfarið um heimilisstörfin, þvo þvotta, strauja, hengja á snúrnuna, ryksuga og elda matinnSmile svo eitthvað sé nefnt, það er sko nóg að gera heima fyrir það er víst ábyggilegtWink 

Ég átti hreint út sagt yndislega afmælishelgi vá var gaman!!! fékk fullt af gestum og fullt af fallegum gjöfum og þar var ríkjandi bleiki liturinn hehehe kemur á óvartLoL Írisi minni tókst meira að segja að fá mig til að skæla með gjöfinni hennar. Hún gaf mér meðal annars dagatal fyrir 2008 þar sem hún myndskreytti og skipulagði árið fyrir okkur og það lítur út fyrir að við séum á norðurleið aðra hverja helgi allt næsta ár hehe hún bað okkur vinsamlegast að fylgja planinu, því hún lagi mikla vinnu í þetta, þvílíkur demantur hún Íris mínSmile og vá hvað ég sakna hennar mikið!!!!!

Svo var það óvissuferðin á laugardaginn. Minn heittelskaði er notla bara yndislegasturInLove á afmælisdaginn fékk ég umslag, í því stóð að ég ætti að pakka í tösku snyrtidóti, tannbursta, fínum fötum, sundfötum og  þægilegum fötumLoL svo átti ég að vera tilbúin klukkan 3 þá kæmi einkabílstjórinn minn að sækja mig. Ég mátti notla ekki vita hver það var hehe. ég var notla alveg að farast úr spennu, svo kemur Grétar bróðir keyrandi á LExanum mínum og sækir mig. Þegar út í bíl var komið var annað umslag undir sólskygninu mín megin. Í því voru peningar og fyrirmæli um að ég mætti ráða hvort ég færi í kringluna eða smáralind og verslaði mér eitthvað fallegt fyrir og þetta var sko frá einkasyninumWink ég valdi kringluna og verslaði mér: gullkjól, rauðan kjól, aladin buxur, ermar, leggings, svartan bol,hvítt vesti og skó. á mettíma. Aldrei þessu vant keypti ég mér ekkert bleikt. Ætlaði samt að kaupa eina bleika peysu en það gleymdist eigilega hehe... Minn heittelskaði kom svo að sækja mig og þá var haldið í meiri óvissu. Hann keyrir með kelluna smá stund og stoppar svo og fer út úr bílnum og ég átti að bíða. Svo kemur hann aftur og af stað var haldið... allt í einu erum við kominn aftur á sama stað og hann stoppaði á stuttu áður. Þar var aftur stoppað og hann tekur töskuna mína og segjir mér að koma. Labbar með mig inn á Hótel ReykjavíkGrin þá fór hann stuttu áður og tékkaði okkur inn hehe þvílík dúllaInLove svo var farið á 4 hæð og inn á herbergi á tveimur hæðum alveg geggjað skeiðvöllurinn var uppiLoL þá var mér sagt að fara í fín föt. því næst fórum við út að borða og það var magnað og geggjaður maturWink ég var svo södd að ég hafði ekki pláss fyrir eftirrétt og það hefur aldrei gerst áður!!!! eftir notalega dinner ætlaði kallinn með mig á Ladda sýninguna en hún var akkurat komin í pásu..  þannig við vorum að huxa um að fara í kvikmyndahús en ákváðum bara að kikka í heimahús og þar var setið og spjallað fram á nótt og svo var hótelherbergið brúkað. Sváfum út í fyrsta skipti í 15 mánuði hehe. ég var notla vöknuð klukkan 8 en skreið svo aftur uppí þar sem minn heittelskaði svaf eins og ungabarn og sváfum við til 11 og misstum af morgunmatnum!!! ohhh við vorum frekar spæld yfir því.. Bjuggumst bara við að vakna eins og við erum vön. Ég hefði nú potað í kallinn hefði ég vitað af morgunmatnum en ég var í óvissuferð heheWink þannig það var bara tékkað sig út og farið í bakarí og beina leið að sækja gullið okkarSmile fyrsta nóttin mín án hans var ekki eins erfið og ég hélt, þannig ég get haldið ró minni í Danmörku eftir 3 vikur!!!! vá hvað ég hlakka til.. maður bara á hóteli einu sinni í mánuði hehe

já óvissuferðin var tær snilld og leið mér bara eins og prinsessu. á alveg einstaklega yndislegan og rómantískan mann sem kann sko að koma mér á óvartInLove það verður erfitt að toppa þetta en hann á örugglega ekki eftir að vera í vandræðum með það þessi elskaInLove

Jæja gullmolinn minn fallegi að vakna, og ég búin að skirfa eitt stykki ritgerð hér hehe en þeir kvitta sem lesa ekki sattLoL

LeitEr

Bleika prinsessan


ég get allt ég á afmæli í dag:)

Já kellan á afmæli í dag, hálf fimmtug hvorki meira né minnaWink það sagði minn heittelskaði við einkason okkar í morgunn: "ætlaru ekki að kyssa mömmu, hún á afmæli í dag, hún er hálf fimmtug" og hló heheheLoL

Finnst alltaf svo gaman að eiga afmæli love itWink er að fara að græja bakkelsið og tilheyrandi gaman gaman, með smá afmæliskaffi í dagWink Ari Hrannar tók reyndar upp á því að verða veikur á miðvikudagskvöldið, alveg týpísk tímasetning...  annað skipti sem hann er veikur þessi elska....var að hætta með hann á bobba og hann verður veikur um leið....fórum með hann að hitta doctor í gær og hann fékk pensilín sökum hálsbólgu, greyjið litlaHeart það var ekki jákvætt streptakokka (hvernig sem það er skrifað) testið en lækninum fannst það líta það illa út að það væri líklega þrátt fyrir neikvætt test.... það var líka í fyrsta skipti í gær sem hann vildi ekki banana og þá er eitthvað að!! dúllan mín litla, hann var svo að brasa um miðnætti í gær og sofnaði um það leyti og svaf í alla nótt vaknaði við vekjarann hjá pabba sínum, hitalaus og þvílíkt hress. ohh hvað ég er glöð ekki auðvelt að horfa á barnið sitt þegar það er lasið...

Ég er sem sagt að fara í óvissuferð með kallinum á morgun og er vægast sagt að kafna úr spennuLoL var farin að sjá fram á að við kæmumst ekki og þyrfti að fresta óvissuferðinni um óákveðin tíma þar sem demanturinn okkar var orðin lasinn, en það lítur úr fyrir að við getum farið... enda held ég að ég myndi ekki höndla að bíða mikið lengur eftir þessu. Börnin stjórna samt svona löguðu alveg hehe hvort maður kemst eða ekkiSmile framundan fyrsta nóttin mín án Ara míns og ég er sæmilega kvíðin... held og vona að það verði minna mál fyrir hann en migLoL

Jæja best að fara að græja kaloríubomburnar og brauðréttinn og allt það ummmmmmmm

LeitER

ToungeHelgan afmælispæjanWink


Það gengur á með roki og skítkasti!!!!

Það er nú meira hvað getur ringt hérna megin á landinu ég bara veit ekki annað eins...... núna í þessum töluðu eða skrifuðu eru ruslatunnur að fjúka í götunni minni og það rignir bókstaflega bara beint á ská!!! já þetta veður hæfir sko ekki innipúkanum mér!!!!LoL 

jæja einkasonurinn vaknaði um leið og mér datt í hug að blogga hehe týpísktTounge Best að fara að sinna gullmolanum mínum. Hann er svo yndislegur þessi elska veit ekki hvar ég væri án hans hann er mér svo dýrmætur og ég elska hann svo mikið og mikið og mjög mikið og miklu meira en þaðHeartHeartHeart kem með ferskt blogg á morgun...

leiter

Helgan með dökku lokkanaW00t

 


Ég er bara með markmið kallinn minn...

Já já ég er alltaf að blogga!!! hef bara aldrei tíma eða gef mér aldrei tíma til þess kannski... vantar samt zirkabát 6 tíma í sólarhringinn eftir 5 á daginnLoL ég fer að skúra um 5 þegar heim er komið eldar kella matinn, svo er einkasonurinn græjaður í háttinn og þegar gullið litla er farinn að sofa þá nenni ég ekki að tölvast frekar kýs ég að knúsast í kalliInLove

ég er alltaf að skúra, skrúbba og þvo klósett...Þríf að meðaltali 8 tóilett á dag næsDevilog þetta er sæmileg líkamsrækt ef líkamsrækt skyldi kalla samt, svitna í hamagangnum en myndi frekar kjósa að svitna í líkamsræktarsalnum. Kem því ekki fyrir í sólarhringnum að fara í ræktina enda er ég að horast niður, þyrfti að fara áður en kallinn fer að vinna en það er bara spurning um að koma sér af stað og hætta að kúraWink 

Langar svo margt... langar helst í hús með bílskúr og líkamsræktarsal í skúrnum takk, er búin að fá lánaða skíðavél helvíti gott að geta varið í gymið meðan einkasonurinn tekur sinn 2-3 tíma blundLoL á samt eftir að fá græjuna en vonandi fer að styttast í að ég fái tryllitækið á heimilið, er alveg að murkast úr hreifingarleysi!!! skil ekki kyrrsetufólk eða hvað sem það er kallað þegar fólk hreyfir ekki á sér rassgatið meira en út í bil og á wcið. Mér líður bara illa ef ég hef ekki hreyft mig í smá tíma, þreytt og orkulaus don´t like it!!!!

Kellan bráðum afmælisskvíz og planið var að halda afmælispartý en er bara ekki að nenna því að þessu sinni þó mig langi... ætla samt að henda í nokkrar caloríubombur ef einhver kikkar í kaffiLoL allir velkomnirWink Það er nú flöskudagur svo maður fær sér kannski hálft rauðvínsglas eða svoWizard meira fylleríið alltaf á mér!!!!

Langar í föt, föt, föt og meiri föt, Langar í Puma djöfull er til mikið af flottum Puma fötum, langar í skó, og meiri skó er samt að versla 3 pör á ebay heheLoL Langar til útlanda en ég er að fara múhahaha eftir mánuð rúman.. get varla beðið þá ætla ég sko að misssssa það í búðunum og versla og verlsa eins og ég hafi aldrei verslað áður!!! Já ég og ástmaðurinn minn erum að fara með Toyota verý næsWink kvíði því samt of mikið að fara frá einkasyninum í fyrsta skipti úff hef ekki farið frá honum eina einustu nótt.... Við höfum samt mjög gott af því að fara tvö saman hjúinInLove

Má til með að nefna eitt í lokinn ég á LexusLoL og það jeppa kallinn rétti mér lykla af nýja bílnum mínum á föstudaginn og sagði til hamingju með nýja bílinn þinn elskan hehe og ég var ekki einu sinni búin að skoða gripinn.... þess þurfti heldur ekki enda bara geggjaðurWink Þannig ég er bara orðin gella á lexus eða það segir kallinn allavegaCool ef þið sjáið BRÚNHÆRÐA kellu á Lexus þá er það ég hehe já þið lásuð rétt ljósulokkarnir fengu að fjúka... smá extream makeover...

vá þetta er orðið alltof langt blogg verð greinilega að fara að blogga oftar..... Kvitt ef þið nennið að lesa

BrúnhærðalexusjeppagellanLoL


Bloggpenninn kominn á loft!!!

Ekki að spyrja að því kellan bara að blogga.. það er svo langt síðan síðast að ég er alveg riðguð í þessu heheGrin já margt margt margt búið að gerast hjá mér og minum. Flutt á selfoss eins og allir vita allavega flestir hehe. Fluttum tímabundið inn á ma og pa. En erum núna kominn í íbúð og búin að koma okkur vel fyrir. Þessar breytingar leggjast bara vel í okkur og erum við bara ánægð með lífið.Wink Allt góða fólkið okkar sem við eigum að, hefur stutt okkur í öllu þessu brasi, pakka, þrífa, bera kassa og húsgöng fram og til baka, passa Ara Hrannar og keyra búslóðina okkar suður svo eitthvað sé nefnt. Það er sko gott að eiga góða að takk allir samanSmile 

Vinkonur mínar á Dallaz héldu svo snilldar kveðjuparty fyrir kellu og komu færandi hendi með veitingar og gjafir. Alveg magnað svo var kellan búin að gera brauðrétt og skálatertu svo við sátum upp með veitingar fyrir 20 manns hehe ekkert að því. Íris mín kom mér svo til að skæla með skrifum sínum svo yndislegSmile Bjarmi sagði um daginn þegar ég var að skæla yfir korti sem hann var að skrifa, segir hann við son sinn: "hún mamma þín sko.. það eru eitthvað biluð í henni augunn, stundum bara rennur úr þeim vatn" hehe

Gengur bara vel í vinnunum fer að skúra eftir 5 á daginn og er ca 2 tíma stundum lengur og stundum skemur. Svo er ég á símanum á Toyota annan hvern laugardag. Verý næsWink. Mamma búin að vera þvílíkt dúgleg að passa einkasoninn og pabbi líka ef hann er ekki að vinna. Enda er Ari Hrannar orðin ansi mikill ömmu og afa strákur. Það er alveg magnað að komast klukkan 5 og klára vinnuna af og vera búin þegar kallinn kemur heim og eiga kvöldið saman.

Og hei eitt í lokinn fólk þið eruð velkominn í heimsókn við mæðgin erum oftast heima og kellan ætlar að vera dúgleg að baka og svona gaman  gamanLoL svo er gestaherbergið klárt.

lEiteR

Helgan dottin í bloggírinnGrin 

ánægð með nýja lífið, í nýja hverfinu, nýja sófann, nýja rúmið, bráðum nýjan bíl kannskiLoL strákan mína tvo, og bara allt allt allt.


jamm og jæja

bráðum mánuður milli blogga usss usss usss en það stendur til bóta því ég er oðin nettengd íhaGrin kem með blogg bráðum kannski á morgunGrin ef þið eruð að fylgjast með látið mig vita nenni ekki að blogga ef allir eru hættir að fylgjast með kellu.

Helgan


og það var blogg!!!!

og það með punktum:.....

  • Ég er flutt á Selfoss, á hótel mömmu og pabba. Fer ágætlega um okkur hér bara lítið pláss.
  • Erum komin með íbúð svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af plássleysi mikið lengurLoL
  • Íbúðin er ný sem þýðir að enginn hefur kúkað í tojarann eða prumpað í baðinu... nema iðnaðarmennirnir hafi notað tækifærið ohhhh skemmdi alveg sjarman af þessu hehehehehe
  • Ég er að byrja að vinna um mánaðarmótin hlakka til skúra, skrúbba, bóna rífa af öllum skóna hehe það á vel við HelgunaTounge kannski að fara að vinna líka í annari vinnu allt að gerastHappy 
  • Búin að fá mér breiðloku en ekki hvað!!!
  • á eftir að fá mér KFC!!!!!
  • Er þreytt einkasonurinn vaknaði rétt fyrir 6 í morgun..... en ég get bara sofið þegar ég verð gömul!!
  • var að skoða húsið hjá Möggu siss og Ragga mág í gær VÁÁÁÁ eruði ekki í gríniu það er reyndar geðveikt eitt það flottasta sem ég hef séð!!! ég er sko öfundsjúkLoL
  • ætlaði að láta lesa af rafmagi og hita í húsinu okkar á Dallaz (sem verður annarra á morgunnCrying) Það kostar 3500kall að láta mann koma á staðinn og lesa af rafmagni en ég má lesa tölurnar í gegnum síma!!!! skrítið sýstem. Og með hitann þá var mér bara sagt að gera það á netinu... nennir fólk ekki neinu lengur ég bara spyr!! endar með því að allt verður í gegnum þessar tölvur....
  • Fyndið maður má lesa af rafmagni og hita sjálfur en maður getur ekki látið færa símanúmerið sitt í gegnum síma merkilegt nokk....
  • þarf að halda áfram að hringja hingað og þangað!!
  • Sakna ykkar á Dallaz!!
  • Leiter
  • Kvitten sí bitten sí
  • Helgan
  • SelfossmærLoL

Hvað þú gera!!!!

  • Ég er með skrítið lag á heilanum!!.. Það er lagið Stúlkan mín með skímó!! skil ekki afhverju þar sem ég hef ekki heyrt það í mörg ár....
  • Næst seinasti dagurinn minn í sparó í dag jessss og ég ætla sko ekki að koma með köku handa liðinu!!!! (einhver siður) finnst þau eiga að koma með köku handa mér og halda kveðjuparty með bleikum blöðrum!!!
  • gaman að prufa svona punktabloggWink
  • Lea kann spoon hehehehehehehe (einkahúmor)
  • Ég ætla að fara að skrifa dagbókSmile
  • Pakka, pakka, pakka það er framundanWink
  • Þið meigið líka gefa mér pakkaLoL
  • Ekki enþá komin með húsnæði á Selfossi!!!!
  • Sakna Bjarmans míns óendanlega mikiðInLove
  • Ari Hrannar skilur ekkert í því að pabbi hans er ekki hjá honum þegar hann vaknar horfir mikið í pabba síns holu og kallar á hann svo mikið yndiHeart
  • Búin að strauja nokkrar milljónir seinustu 4 dagaGrin
  • ég á bráðum afmæliWizard
  • verð bráðum Selfossmær afturLoL
  • Nýtt líf að hefjast hjá okkur
  • Spennandi tímar framundan
  • leiter
  • þú kvitta já
  • Helgan

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband