Færsluflokkur: Bloggar
13.8.2007 | 13:17
090802-090807
Í dag eru nákvæmlega 5 ár síðan ég flutti til Dallaz (var að skrifa þetta á fimmtudaginn)... og innan fárra daga flyt ég héðan aftur með trega í hjarta segir maður það ekki?? Já mér er sko búið að líða vel hér kynnst fullt af yndislegu fólki og eignast góða vini eins mikið og mig hlakkar til að flytja á selfoss og komast nær fjölskyldunni minni þá á ég eftir að sakna Dalvíkur og allra mjög mikið...*grát*
Netið enþá í lamagsleysi heima hjá mér og það er bara pirrandi!!!! er komin með svo mikið af myndum sem ég á eftir að setja inn á síðu einkasonarins endar með því að ég skelli þeim á usb lykill og set inn myndir í annari tölvu!!!!!! Straxveikin mín þolir ekki svona lagað...
Já nú þurfum við að fara að pakka vantar kassa og meiri kassa Bjarmi byrjar að vinna á miðvikudaginn og fer á morgun suður og við Ari Hrannar verðum ein í koti vá eigum við eftir að sakan hans
Hann kemur svo aftur á föstudaginn og fer á sunnudaginn sem sagt kemur til okkar um helgar þangað til við flytjum svo... og við erum ekki enþá kominn með íbúð en ég trúi því að við lukkumst til að finna eina góða á næstu dögum.
ætlum að halda kveðjuparty/dinner og Íris mín er veislustjóri
vei vei gaman gaman.
svo er ég kominn með vinnur það rignir alveg inn atvinnutilboðum í kelluna ætla að vera heima með prinsinn meðan kallinn vinnur.. já það verður allavega nóg að gera hjá okkur hjúum
jæja þetta er gott í bili allavega "nýtt" blogg..
knús
Helgan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.8.2007 | 15:38
halló allíúppa:)
Já kellan ekki geta bloggað netið ekki lagi þú kvitta samt!!!
Ég segja bara bless
og þið fara varlega um helgina og þú ekki fullur...
leitEr
Helgan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.7.2007 | 13:40
Fjallakonan fór í fjallgöngu:)
Haldiði að kellan hafi ekki bara skellt sér í fjallgöngu/skokk eldsnemma fyrir hádegi með tónlisti í eyrunum, ekkert að því.
Já ræs klukkan 07:15 og ég hafði mig á lappir. Klappið fyrir mér
Loksins!! veit ekki hvað ég er oft búin að láta klukkuna hringja og held svo bara áfram að sofa. ZZZZzzzzzZZZZzzz
Meira hvað maður getur verið mikill haugur!!! Já meðan strákarnir mínir sváfu hristi ég á mér allar kinnar og fleira hristanlegt
Hljóp ca helminginn af leiðinni og ég get ekki sagt annað en að ég sé stolt af mér
. Fallegt veður og mjög hressandi. Uppí fjalli hitt ég eina lóu og hún argaði á mig og flaug fyrir framan mig, gerði sér svo lítið fyrir og labbaði á göngustígnum fyrir framan mig örugglega 200 metra hehe bara fyndin og alltaf gólaði hún á mig..
ég var farin að óttast lóuárás svo labba ég og labba og kem að laut þá takast á loft 15-20 lóur hehe forustulóan verið að vara við mér
Ég hélt för minni áfram þá hitti ég nokkra spóa þeir voru mun spakari og létu mig ekki trufla sig. Kom heim rúmlega átta og þá voru strákarnir mínir vaknaðir.
Einkasonurinn alveg í skýjunum með að sjá mömmuna sína alltaf, alveg dásamlegt að fá svona góðar móttökur frá þessari elsku
. Svo heyrist í kallinum hvar varst þú??(hissa) ég: ég fór upp í fjall (voða ánægð með mig) hann: EIN???? (meira hissa) Ég: já (enþá meira ánægð með mig) Hann: jahá hehe ég er nebla svo mikil félagsvera og fer helst ekki út að labba, í ræktina eða í bæinn bara hvert sem er nema með einhverjum. Þannig það var afrek útaf fyrir sig að fara ein. Nú er sko markmiðið að fara 3-4 sinnnum í viku fyrir vinnu og helst á hverjum degi.
Úff ég á örugglega eftir að fá stengi eftir morgunlabb/skokkið. En strengirnir eru af hinu góða
Erum svo að leggja í hann suður snemma í fyrramálið litla famelían. Það á að jarða elsku afa minn á laugardaginn og svo heim aftur á sunnudaginn. Kannski á nýjum bíl Ég segji því góð helgi og farið varlega gott fólk og munið að vera góð við hvert annað.
*knúsið ykkur frá mér*
Leiter
Helgan Morgunhani og kinnahristir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.7.2007 | 22:05
Minning um einstaklega góðann mann lifir
Já elsku afi minn var að kveðja þennan heim. Hann var að verða 91.árs. Var búin að vera veikur í nokkra mánuði en fram að því var hann ótrúlega hress. Undir það seinasta þekkti hann ekki fólkið sitt og var orðinn mikið lasinn, var það því léttir að hann fékk hvíldina. Afi sagði mér alltaf að hann ætlaði að verða 97 ára. Ég var alltaf að vona að hann myndi ná því og trúði að hann myndi lifa svo lengi en svona er lífið víst. Seinast þegar ég heimsótti hann sagði ég við hann þegar ég kvaddi hann "bless afi minn og hafðu það gott" hann varð skrítin á svip og sagði "þú átt nú eftir að hitta mig aftur þú mannst að ég ætla að verða 97 ára gamall"
Sumarfríið var því ekki eins og við vonuðumst til en ég var samt búin að búast við að fá þessar fréttir hvenær sem er.
Sem krakki var ég mikið hjá afa og ömmu, Hann sagði mér sögur úr æsku sinni og ferðasögur af ferðum sem amma og afi fóru í, ég hjálpaði afa að gróðursetja, vökva og merkja hvaða plöntur væru í hvaða bökkum, hjálpaði honum að taka upp kartöflur, reita arfa og fleira og fleira alltaf nóg að gera. ótrúlega gaman Hann sagði alltaf að ég væri svo lík ömmu svo dugleg og hjálpsöm enda nafna hennar
Afi kenndi mér öll þau spil sem ég kann á venjuleg spil (52) eins og: kana, manna, tíu, marías, ólsen ólsen, spaða og fleiri svo spilaði hann endalaust við okkur krakkana. Afi vildi kenna mér bridge því honum fannst ég svo góð í hugareikningi
verð því miður að læra það hjá einhverjum öðrum
Afi átti sko stóran og hlýjan faðm og tók alltaf á móti manni opnum örmum. Hann átti sko nóg af ást og hlýju handa öllum sínum afkomendum og þeir eru sko ansi margir
+Hvíldu í friði elsku afi minn +
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
11.7.2007 | 14:42
sviti og næstum því tár;)
Já hvað haldið að kellan hafi ekki bara skellt sér í ræktina á sunnudaginn, fór svo í fjallgöngu í fyrragær djöfulsins harka ha (gerði ekkert í gær samt skamm skamm!!!!) .. en það var sko kominn tími til, meira djöfulsins hreyfingarleysið alltaf á sumrin hjá kellunni
..... ég get svarið það að hormónin mín eru eitthvað kreísí því ég svitnaði bara eins og togarasjómaður og lyktaði eins og skata
!!!!!! Heppin þið að vera ekki um leið og ég í ræktinni....Jammí fór á skíðavélina góðu og ætlði að vera hálftíma, eftir 3 mín var ég alveg búin á því og langði bara að fara að grenja get svo svarið það!!!! Ég móaðist við og náði að vera 25 mín... já ekki vön því að svitna við svona lagað, kannski vegna þess að þetta er í fyrsta skipti ever sem ég er ekki í formi!!!!!!!! En það stendur til bóta ekkert væl
...... **en ekki dugir að skæla Sigríður mín** (hvaðan er þessi?) Gáta handa ykkur:)
Mig vantar svo margt ég á ekki einu sinni bikini sem passa á mig en það stendur vonandi líka til bóta innan tíðar.....
Þá er þokan loksins búin að yfirgefa Dalvíkina en hún hefur legið hér yfir eins og teppi í örugglega 10 daga!!!! (kannski smá ýkt) Og jaðrar við að maður sé orðin þunglyndur í kjölfarið!!! Nei segji svona en ég vil samt fá sólina tanke you very nice:)
Einum of lítið að gera í sparó þessa dagana og í dag bjó ég til verkefnamöppu með Leu handa okkur staffinu hehe þessi mappa innihélt ýmsar þrautir eins og finna 10 villur, tenjga milli talna og finndu réttu leiðina að sandkassanum;) og svo má lita myndirnar bara gaman sko hehe (fyrir 5-9 ára ca hehe) þær voru bara nokkuð ánægðar með þetta framtak kellunnar. Er svo að huxa um að kaupa krossgátu blað og gera nýja verkefnamöppu við tækifæri:) maður deyr sko ekki ráðalaus...
LeiterHelgan í slæmu formi .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.7.2007 | 21:55
Blogg frá Helgunni...
ég legg ekki meira á ykkur. úff það er svo mikið búið að vera að gera undanfarið hjá mér nátla mánaðarmót í sparó og þá er allt kreisí (lengur að vinna).... finnst dagurinn eigilega búin þegar ég kem heim úr vinnu.....eftir vinnu er ég líka eigilega alveg búin á því þá aðalega í grindinni minni, eitthvað sem ég hef aldrei fundið fyrir, fyrr en eftir barnsburðinn mikla, það er bara eins og ég sé í miðjum hríðum!! nei segji það kannski ekki alveg en allaveg er mjaðmagrindin eitthvað að ángra kelluna, held það sé helst skótauinu að kenna því það er nú ekki upp á marga fiska á þessum bæ get ég sagt ykkur...á eigilega bara enga skó, vantar það eins og margt (allt) annað!!!! en það þýðir ekkert að væla yfir því!!!
Við erum búin að selja húsið okkar svo framundan eru flutningar og pakka niður, ætli við pökkum ekki niður áður en við flytjum samt hehe get ekki sagt að ég hlakki til finnst ekki gaman að flytja....fínt þegar maður er búin að koma sér fyrir.. vitum reyndar ekkert hvað við gerum næst, flytjum örugglega tímabundið inn á Ak meðan ég fer í skólann en þetta kemur allt í ljós.. sækjum örugglega um dvalarleyfi hjá tengdó þanngað til við finnum eitthvað annað, kemur allt saman í ljós hef nákvæmlega engar áhyggjur af þessu veit alveg að þetta reddast allt saman
Pollýana.is hehe.... við fengum ásett verð og erum bara mjög ánægð með það, gott að ná aðeins að rétta sig af... þannig ég er einu húsi fátækari en örrfáum aurum ríkari.... stefnan hjá okkur hjúum er að fara eins og eina góða verslunarferð í kjölfar af húsasölunni og þá verður sko verslað af sér rassgatið og gott betur en það
eins gott að vera búin að fá mér almennilega skó áður en ég fer í þessa væntanlegu ferð okkar.. sem er btw ekki ákveðin enþá
mér finnst við eiga það alveg skilið að fara eitthvað út saman og versla og svona aðeins að dekra við okkur. Ég vil hafa Ara Hrannar með veit ekki hvort ég get farið án hans, veit ekki hver er háðari hverjum ég honum eða hann mér
Get ekki beðið eftir að 13 júlí renni upp þá er ég að fara í viku sumarfrí erum að fara í skorradalinn í sumarbústað með fjölskyldunni (tengda) hlökkum mikið til og vonandi fáum við gott veður
LeiTer
Helgan húslausa...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.6.2007 | 21:40
vöðvabólga....
ohhh hvað ég vildi að ég væri í vinnu þar sem ég er alltaf á ferðinni og hamast og hamast jafnvel stjórnandi einhverjum tímum það er sko draumurinn. Maður fær bara bölvaða vöðvabólgu af svona kyrrstöðuvinnu.... en það þýðir ekkert að væla yfir því þetta er líka hreyfingarleysinu að kenna
. Þegar ég er dugleg í ræktinni sem ég er alltaf nema á sumrin merkilegt nokk!!! þá fæ ég ekki vöðvabólgu en núna er þessi sumarletisræktarfílingur í manni svo heimsóknir mínar í heilsuræktinna hafa verið verulega fáar og ekki ein eftir að ég byrjaði að vinna
skamm skamm og þetta gengur ekki lengur nú þarf ég spark í rassinn takk fyrir!!!!!!!!!!!!!!
Ég reyni að hafa mig á lappir og í gymið fyrir vinnu en mikið skelfing er erfitt að koma sér á fætur þessa dagana.....það er svo gott að kúra með strákunum mínum að ég hreinlega tími ekki á fætur og svo eru reyndar augnlokinn stundum helvíti þung og ég vil nú meina að það sé líka sökum þess hvað ég hef verið löt að hreyfa mig undanfarið því ef ég er dugleg þá fæ ég alltaf þessa líka fínu auka orku og á ekki í neinum erfiðleikum með að vakna og vaka fram yfir miðnætti helst með tuskuna á lofti eða moppuna góðu hehe.... ég er búin að byðja kallinn að reka mig í ræktina en ég get ekki sagt að hann standi sig vel í því!! vildi alveg að ég ætti skíðavél eða hjól hérna heima en í framtíðinni ætla ég að byggja mér hús með Bjarmanum mínum og þá verður sko eitt stykki líkamsræktarherbergi tanke you very nice
langa líka í venjulegt hjól..... langar svo að hjóla í og úr vinnu og sveitahringinn og hjóla hjóla hjóla út um allt í staðinn fer ég bílandi sem en notla bölvað rugl en ástæðan fyrir því er einföld... ég fæ hálftíma í mat og á þeim tíma þarf ég að koma mér heim, borða helst, gefa Ara mínum bobba og koma mér aftur í vinnuna og ég get svo svarið það að þetta er ógerlegt á hálftíma held að ég sé alltaf 5 mín of sein sem mér finnst frekar leiðinlegt en enginn segjir neitt við því enþá!!!
Ari Hrannar er samt alveg að hætta á bobba sjálfur, og nákvæmlega þannig vil ég hafa það, í smaráði við gullmolann minn hann drekkur í hádeginu og svo áður en hann fer að sofa og einu sinni yfir nóttina oftast, stundum oftar. þannig þetta fer alveg að verða búið enda styttist í að hann verði eins árs ótrúlegt! og það er markmiðið þó ég mundi alveg vilja hafa hann lengur því þetta eru ákveðin tengsl sem erfitt er að rjúfa en þetta kemur í ljós
ætlaði að vera rosa dúgleg að blogga í sumar en það er víst búið að banna að blogga í sparó svo maður bloggar bara ekkert þessa dagana... þegar ég kem heim nenni ég bara ekki að setjast fyrir framan tölvuna nema núna því kallinn er ekki heima og einkasonurinn sofanaður og við bara með stöð eitt og ég held að litkvörf sé á dagskrá eða eitthvað álika dapurt er búin að sjá sama þáttinn af út og suður 3svar
fjölbreytt og skemmtileg dagskrá ...........................og svo er maður neiddur til að borga fyrir þennan óbjóð... er það nú!!!!! nenni ekki að pirra mig yfir þessu Rúv dæmi en mikið djöfull er þetta einkennilegt ég segji nú ekki annað...
vá þetta er orðið langt blogg örugglega allir hættir að lesa... svona er að standa sig ekki að blogga og hafa svona mikið að segja
Leiter
Helgan með skrifræpuna í botni
Bloggar | Breytt 29.6.2007 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 22:12
huxi, huxi, huxi of mikið að huxa!!
Ég velti því oft fyrir mér hvað ég er ótrúlega heppin, ég á yndislegan unnusta og dásamlegan son. ég er yfir mig ástfanginn og ákaflega stolt móðir, ég er líka endalaust hamingjusöm, finnst ég alltaf verða hamingjusamari með hverjum deginum sem líður ef það er mögulegt ég er heilsuhraust og mér líður vel, ég á frábæra fjölskyldu og frábæra tengdafjölskyldu, góða vini og já marga góða að sem er sko ekki metið til fjár enda alveg ómetanlegt. Finnst ég svo rík að eiga þau öll að og þykir svo vænt um þau
oft huxa ég að mig langi svo til að geta keypt hitt og þetta handa syni mínum, sem mér finnst hann vanta (þurfa að eiga) en hef ekki tök á því og verða að bíta í það að geta ekki keypt hitt og þetta eða farið til dæmis til útlanda með strákana mína getur verið erfitt. En svo má maður ekki gleyma í öllu þessu lífgæðakapphlaupi því mikilvægasta af öllu, mikilvægast í mínum huga er að geta gefið honum skilyrðislausa ást mína, öryggi og að verja sem mestum tíma með honum sem ég geri svo sannalega ekkert er jafn gaman og að vera með strákunum mínum og að fá móttökur frá einkasyninum, fá knús og koss og 150% traust frá þessum yndislega strák mínum ég vona að allir fái að upplifa þetta dásamlega hlutverk að vera mamma eða pabbi
.. þetta er yndislegt.. lífið er yndislegt
....
LeitER
Helgan
*djúpthuxi og rík af öllu öðru en peningum*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2007 | 22:22
Hva þú meina!!!
ég á "vinkonu" sem heitir Rósa og hún kom gjarnan í heimsókn til mín með frekar reglulegu millibili, við Rósa erum ekkert góðar vinkonur, og höfum aldrei verið... ég verð pirruð og viðkvæm (/ari en vanalega) í návist hennar
. Og besta við hana að hún kemur bara alveg óboðin og alveg snar óvelkominn líka mjög skrítin þessi Rósa. Svo allt í einu tók hún upp á því að hætta að heimsækja mig, mér til mikillar gleði og hún hafði bara ekkert sést í bráðum 2 ár þegar hún tók upp á því að koma í heimsókn fyrir stuttu síðan
. Fannst þetta nú algjör óþarfi hjá henni en reyndi samt að vera gestristinn... og hún ákvað því að stoppa stutt og láta fara minna fyrir sér en hún var vön. Ég verð nú að viðurkenna að það var alveg hreint ágætt að vera laus við hana Rósu allan þennan tíma en maður getur víst ekki stjónað þessu, bara partur af prógrammet
**ég er hoppandi glöð með að það skuli vera bleikur dagur á morgunn og ekki skal ég klikka á þvi að klæða mig í bleikt það er sko alveg bókað mál allir í bleikt
LeiTer
Bleikan
Ekki vinkona Rósu
Ekki Rósu Ingólfs samt hún kann sko að klæða sig í bleikt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
14.6.2007 | 23:08
Thanke you og sömuleiðis..........
ég er svo sleip í enskunni að það hálfa væri stundum hellingur!!! ég var að afgreiða útlending fyrir nokkrum dögum sem kveður mig svo og óskar mér góðs sumars og ég svara um hæl thanke you og sömuleiðis!!!! múhahahaha algjör sauðhaus ég er ekki hiss að hún hafi ekki skilið mig tihí.. ég er alveg riðguð í enskunni enda ekki eins og maður sé að halda þessu við, þó skil ég mun meira en ég get svo komið frá mér. Svo er nú bara Dallaz að fyllast af útlendingum sem kemur hingað til að vinna og borða núðlur
já duglegt fólk upp til hópa og sumir kunna bara ekki stakt orð í ensku og tala við mann á fingramáli eða benda hingað og þangað og svo á maður bara að geta í eyðurnar
mér finnst alveg í lagi að þetta fólk geti allavega bjargað sér á ensku þó það væri ekki meira. Ég er ekki viss um að maður fengi góðar móttökur í banka í kína eða póllandi með því að tala fingramál eða íslensku og ætlast til þess að viðkomandi starfsmaður skildi það sem maður væri að reyna að benda á hehe
já það er margt misjafnt fólk í kýrhausnum eða hvernig sem þessi staka hljóðar!!!
fullbókuð helgi framundan, brúðkaup og útskriftarveisla gaman gaman og ætli það verði ekki éti eitthvað sem minnir mig á það að ég þarf að hunskast af stað í gymið aftur búin að vera alltof löt... fer að hlaupa í spek!!!
vikan bókstaflega búin að fljúga áfram og föstudagur á morgunn sem er bara gott tíminn líður svo hratt þegar maður er hamingjusamur og líður vel er enþá að venjast því að vera farin að vinna langar bara að vera með strákunum mínum... samt eru dagarnir rosa fljótir að líða og ég fer alltaf heim í hádeginu (mjaltatíminn) þannig fjarveran er ekki eins erftið. Bjarmi ljómar alveg með að vera heima með gullinu okkar og er Ari Hrannar alltaf að verða meiri og meiri pabba strákur, enda dúlla þeir sér þvílík saman alltaf úti að labba og svona. Hann er notla doldið mikið mömmusjúkur og fór hann að gráta þegar ég var að fara í vinnu aftur í hádeginu í dag og rétti út hendurnar og vildi koma til mömmu sinnar þvílík dúlla.. Hann hefur ekki látið svona áður en er greinilega að átta sig að ég er ekki að skjótast í ræktina eða búðina heldur er ég doldið lengur í burtu... ekki vanur að vera lengi frá mömmu sinni þessi elska og móðirin ekki vön að vera lengi frá gullinu sínu
það er ekkert eins dásamlegt og að vera mamma og fá að upplifa þetta allt dásamleg tilfinning
love it
LeitER
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)