Færsluflokkur: Bloggar
11.1.2008 | 20:52
Skilaboðaskjóðan!!!
það biðu mín skilaboð þegar ég mætti í vinnu í gær. Alltaf gaman að fá handskrifuð skilaboð en þessi voru ekkert svo skemmtileg. Ég reyndar hafði húmor fyrir þeim eftirá
á A4 miða á klósetthurðinni stóð: Kæri ræstitæknir (akkurat titillinn sem ég þráði að hafa þegar ég yrði stór hehe) Það var gubbað á golfið inn á baði fyrir innan hurðina. Það fór einnig gubb á hurðina hérna megin. Það var líka gubbað inn í litlustofu.
Frábært!!!! fyrsta sem ég huxaði ekki beint spennandi og ég sá alveg fyrir mér æluna á golfinu þegar ég myndi opna hurðina. En það var nú ekki svo slæmt en lyktin maður minn!! hélt ég myndi sjálf gubba!!!!!!! byrjaði notla á að dúndra vellyktandi á tojarann áður en ég tók þvílíku þrifin hátt og látt þarna inni. Það var notla búið að þrífa æluna upp en það þurfti notla að ræsta og það gera bara ræstitæknar eins og Helgan
Svo fór ég að spá ég kann ekki nöfnin á öllum herbergjunum á leikskólanum svo ég byrjaði á að giska á það hafi verið gubbað inn í púðaherberginu og þar þreyf ég hátt og látt. Opna svo næstu hurð við hliðina og þar lá A4 miði á golfinu á honum stóð bláum stöfum Gubbað Hér!
Vildi að ég hefði verið með mynda vél til að mynda skilaboðin Gat ekki annað en hlegið upphátt vantaði bara hvítu línurnar í kringum þar sem ælan hafði lent eins og í bíómyndunum þegar einhver deyr
Leiter
Helgan
Löggiltur
RÆSTITÆKNIR
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2008 | 16:55
Gleðilegt árið krúttin mín:)
Já komið 2008 legg ekki meira á ykkur!!! vá hvað tíminn er fljótur að líða alveg undarlegt. En 2007 var bara ágætis ár ætla ekkert að fara með neinn annál, samt eitt og annað sem gerðist á síðasta ári bæði gott og slæmt. Vona bara að 2008 verði magnað fyrir mig og mína og alla sem mér þykir vænt um. Á þessu ári ætla ég meðal annars að koma mér aftur í toppform ætla að vinna í Lottóinu og losa mig við vondu skuldirnar!!! Ætla að fara til útlanda, eignast Hjól, fara í trilljón heimsóknir, skoða skólamálin eða ná mér í réttindin sem mér er búið að langa í svo lengi (gerist um leið og ég vinn í lottó hehe), kynnast nýju fólki alltaf gaman að því og fleira og fleira. Lít mjög svo björtum augum á þetta ár
þrátt fyrir að árið hafi ekki byrjað sérlega vel. Fékk eitlabólgu reyndar á seinasta ári sem náði að teyja sig yfir á þetta, hitti doctor Saxa á öðrum degi þessa árs, sem sagði mig vera með "stækkandi eitla beggja vegna og það all myndarlega" (og það sökum munnangurs,fannst það líka heldur verra en vanalega) aldrei áður borðað ristaðbrauð með hnífapörum og drukkið allan vökva með röri dr. Saxi sendi mig heim með rótsterk sýklalyf og munnskol. Ekki skánaði ástandið við það því lyfjunum fylgdu mjög svo óskemmtilegar aukaverkanir, niðurgangur, dúndrandi höfuðverkur og svimi. Stóð nú ekki alveg á sama í gærkvöldi þegar ég var stödd upp á Toyota þar sem verið var að frumsýna nýja Land Cruiser 200 bílinn og þar var fullt af fólki, ég var með einkasoninn með mér og elti hann um allt. Fékk svona svima allt í einu þegar ég stend hjá leikhorninu og fylgist með Ara Hrannari, Huxaði strax hvar er Bjarmi!!! kom auga á hann í mannfjöldanum og sá fram á það að það þýddi ekkert fyrir mig að öskra/kalla á hann nema hafa gjallarhorn... hélt í smá stund að ég myndi bara enda í golfinu en þetta leið hjá sem betur fer og ég dreif mig bara heim. Fjúff!!!! ætlaði svo að kikka á Saxa aftur í dag, kannski fá önnur lyf, sem myndu kannski láta mér líða betur ekki verr!!!! en er miklu skárri af þessum aukaverkunum, þannig ég ákvað að halda áfram að gleypa þessar fémetis töflur sem kostuðu litlar 3500krónur
Kallinn heimsótti svo dr. Saxa á þriðja degi þessa árs sökum mikilla verkja í baki. hann átti sko erfitt með að anda. En hann lét sig samt hafa það að fara í vinnu þrátt fyrir að komast varla í sokka!! sammviksusemin alveg að ganga frá sumum dr. Saxa leyst nú ekkert á kauða og sprautaði minn heittelskaða í bakið, sendi hann svo heim með 3 krukkur af bólgueyðandi og 2 kassa af parkodín forte!! Bjarmi átti ekki orð yfir skammtastærðina hehe. Held að þetta sé byrjun á mögnuð ári, fall er farar heill ekki satt
verið góð við hvert annað og vonandi verður 2008 ykkur öllum gæfuríkt og gott.
*knús*
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2007 | 14:56
Gleðileg Jólin
Já þetta eru sko búin að vera gleðileg jól. Við litla fjölskyldan héldum fyrstu jólin okkar saman þrjú. Það var alveg dásamlegt. Maturinn hjá húsbóndanum heppnaðist svona líka glimrandi vel það var sko frekar rólegt og notalegt hjá okkur. Borðuðum klukkan 7 til að halda rútínunni hjá Ara Hrannari. Eftir alltof margar sneiðar af hamborgarahryggnum (vá langt orð) var farið að skoða pakkana. 40 og eitthvað pakkar voru undir trénu að þessu sinni og nokkrir bíða okkar svo fyrir norðan, gaman gaman alltaf gaman að fá pakka þó mér finnist mun skemmtilegra að gefa pakka meirihluti pakkanna var notla handa einkasyninum. Ég er ekki frá því að ég hafi verið spenntari fyrir pökkunum hans en mínum hehe. Við hjúin vorum í fullu starfi við að opna pakkana fyrir Ara Hrannar hehe ótrúlega gaman. Fyrsti pakkinn innihélt sápukúlulest frekar spennandi en vantaði batterí svo við eigum eftir að prufa græjun veit hann verður sko glaður að sjá sápukúlurnar. Næsti pakki innihélt meðal annars 4 bolta og þá var minn maður sko sáttur og leit ekki við restinni af pökkunum. Já það þarf ekki mikið. Ég er eigilega viss um að hann verður íþróttastrákur og giska á að fótbolti verði fyrir valinu en það kemur allt saman í ljós. Við hjúin gáfum gullinu okkar sparkbíl og minn maður var sko ekkert alltof sáttur með gripinn í fyrstu, gaf frá sér allskonar hjóð og honum stóð ekki alveg á sama. Eftir smá stund var hann farin að færi sig nær bílnum en hann fer sko varlega í allt sem hann gerir. Vona að hann verði alltaf þannig
**jólamyndataka, Sápukúlur =boltar = ekki horft í myndavélina**
ÉG man nú varla hvað ég fékk upp úr pökkum vegna spennu yfir pökkum sonarins hehe en ég fékk fullt af fallegum gjöfum, mest mjúkt enda eru það uppáhalds pakkarnir mínir fékk meðal annars, geggjaðan kjól, ermar, peysu, flíspeysu, dúnversti, sokka handklæði og svo fengum við nokkrar gjafir saman. Fengum 2 risa konfekt kassa frá Nóa að sjálfsögðu ummmmm besta konfekt í heimi svo fékk ég 3ju seríu af Greys og Næturvaktina á Dvd fékk DKNY ilmvatn í stíl við úrið mitt flotta og meira man ég ekki jú ég fékk silkináttbuxur í skóinn kertasníkir er sko minn uppáhalds jólasveinn enda númer 13 í röðinni**FALLEGASTUR í jólafötunum**
**ég og fallegi sonur minn, með svona er ég sætur svipinn sinn**
Þegar einkasonurinn sofnaði á aðfangadagskvöld græjaði kallinn eftirrétt handa okkur ummmmmm eigum við eitthvað að ræða það eða hehe ég var bara eins og ég væri kominn 4 mánuði á leið eftir allt átið, slapp sem betur fer við að vera flutt á sjúkrahús eins og 100 manns lentu í, í DanmörkuÁ jóladag var svo skellt sér í 2 jólaboð og svo erum við bara búin að hafa það gott, borða mikið og meira og meira og nóg af konfekti shittt hvað það er gott
Í gær var ég að huxa um að skella mér á Dansiball, var samt ekki í miklu stuði þar sem ég vissi að Það yrði ræs klukkan ca 8, kallinn að fara að vinna og ekkert sofa út sko hehe. Ég kikkaði samt til Grétars og Helgu og keyrði svo liðið á ball og ætlaði að skella mér inn en það var uppselt!!! greinilega átti ekki að fara á ball. Hefði samt verið til í að hitta allt fólkið og sjá suma sem maður hefur ekki séð svo mánuðum og árum skiptir. Mundi líka þegar ég var kominn fyrir utan dansiballið að mér þótti alltaf annan í jólum böllinn á Selló hvað skemmtilegust skelli mér bara á næsta ári
***Vá hvað ég blogga alltaf langt, spurning um að blogga oftar!!***
Jólakveðja
Helgan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.12.2007 | 23:35
já sælll
vá hvað tíminn flýgur áfram. Maður ætlar að vera rosa dugleg og koma svo miklu í verk, þrífa hitt og þrífa þetta og taka til þarna og baka og svo verður eitthvað lítið úr öllu saman.... En hvað um það jólin mega sko koma hjá okkur þó það sé smá ryk og puttaför hehe. Ég er nú þrífandi hátt og látt alla daga 12-15 klósett á dag og maður getur nú fengið leið á þessu sko!!!! ekki alveg alltaf í stuði til að þrífa, þegar maður vinnur við það!!! Það eru nú einu sinni litlir puttar á þessu heimili svo ég hef hvort eð er þurft að slaka aðeins á Monicu töktunum síðan englabossinn minn fæddist annars þyrfti ég að hafa tuskuna og klósettburstan fastan við mig Toni vinur okkar kallaði mig oft Monicu ef ég var t.d. að passa upp á allir gestir væru nú örugglega með glasamottu undir glösunum og fleira í þeim dúr
Búin að skirfa á öll jólakortin sem voru of mörg og tók alltof mikinn tíma... barasta nokkur kvöld og nokkra dagsparta. mikið búið þegar jólakortin eru búin. Já ég þarf líka alltaf að skirfa svo mikið með skrif/munnræpu og vera með eitthvað glens og grín. Finnst sjálfri miklu skemmtilegra að fá kort þar sem slegið er á léttu stengina og ekki bara þetta klassíska: "gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, þökkum liðið. jólakveðja Helga, Bjarmi og Ari Hrannar." Fannst til dæmis alltaf svo gaman að fá jólakort frá Helga og Hlyn (sem eiga btw afmæli í dag til hamingu strákar) þá var alltaf eitthvað grín, með Volvo og mansester og Tottenham. Man sérstaklega eftir einu korti sem stóð á umslaginu. "Dóra Jamica Möller Gunnarsdóttir" hehe og inn í kortinu var mynd að bjarnabófunum og eitthvað fleira grín og svona kortum man maður sko eftir meira að segja á það einhverstaðar í kortakassanum mínum sem inniheldur meðal annars jólakort frá því í 5.bekk þar sem allir í bekknum áttu póstkassa og svo skrifaði maður til allra og bara til og frá ekkert flókið hehe. Svo skrifaði maður kannski 2 til einhvers stráks sem manni fannst sætur. og 10 til bestu vinkonunnar. Góðir tímar
Er að huxa um að tölvuvæða jólakortin að ári. Því ég var orðin ansi illa skrifandi eftir 30 kort. Enda ekki í mikilli skrifþjálfun sem stendur en samt finnst mér svo skemmtilegt að hafa þau handskrifuð það er svo persónulegt ætli endi ekki með því eftir nokkur ár að maður sendir bara tölvupóst á línuna. Hehehehe
Kellan búin að kaupa allar gjafir utan við eina sem kallinn ætlar að redda um leið og hann kaupir eitthvað handa kellu búin að pakka inn og alles. Allt að verða klárt á samt eftir að kaupa smá meira handa mínum heittelskaða. þarf alltaf að hafa eitthvað meira með. Eins og hann segir stundum við mig: "Helga mín er ekki hægt að gefa bara einn hlut?" hef þetta beint frá múttu túttu sem hefur alltaf gefið eitthvað með eins og hún segir. Bara svona til að stinga með hehe
Jæja best að sturta sig og koma sér í bólið. Hárlagning á morgun=lagfæring á ljótu eða minnkandi ljóta. Þarf svo að fara að dúndra á mig brúnkukremi ca 3 umferðir og lita ósýnilegu augabrúninarar svo eitthvað sé nefnt alltof mikið af ljótu hjá mér þessa dagana. Þegar þetta er klárt þá meiga jólin koma agalega leiðinlegt að vera uppfull af ljótu á jólunum. Nó þeikjú sör!!!
jólin jólin lömbin góð
Kem svo með jólabloggið á aðfangadag sem verður ekki eins krassandi og í fyrra. Maður fær ekki bónorð á hverjum aðfangadegi hehe sú skógjöf verður seint toppuð
Helgan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2007 | 22:22
Vorum á norðurleið
Já við vorum á leiðinni norður í dag en komumst ekki vegna veðurs sem er alveg kreisý... Fúlt ég er fúl út í veðurguðina langaði svo norður að sjá alla þar og komast aðeins í norðlenska andrúmsloftið... búin að hamast við að pakka inn öllum norðurlandspökkunum og þarf svo líklegast að senda þá norður...**pirrrr*
Jæja það þýðir ekkert að skæla yfir því alltaf að lýta á björtuhliðarnar og vera jákvæð
Það er sko mjög ósmekklegt veður hér núna í augnablikinu...
Kellan er á fullu að skirfa jólakort, jólkortamyndin kominn í hús og allt að verða klárt. Nokkrar gjafir eftir og eftir að baka 12 sortir eða svo hehe ætli ég baki ekki bara með honum Jóhannesi vini mínum í Bónus. Ótrúlega þægilegt að kaupa þetta bara klárt í gogginn. Þó það sé ákveðin fílíngur í jólabakstri þá hentar hitt vel þegar maður hefur ekki nóg af tíma
En ætla að einbeita mér að jólakortaskrifum...
Leiter
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.12.2007 | 23:07
Ég er svo reið í hjartanu mínu!!!!!
Kærur berast!!!
Ari bróðir var sem sagt fluttur alblóðugur í þessum sjúkrabíl eftir að menn réðust á hann og börðu á laugardagskvöldið. Hann er illa farin í andliti með glóðarauga á báðum, stokkbolgið andlit og sauma í augabrún. Allur marinn á hryggnum. Svo skemmdu þeir leðurjakkan hans en það er aukaatriði enda dauður hlutur....OG ég get ekki lýst því hvað ég er reið ógeðis pakk sem kemur á hina ýmsu staði aðeins með einn tilgang og það er að berja fólk, saklaust fólk!! þeir lögðu víst kaffi krús í rúst helgina á undan..Svona mönnum á einfaldlega bara að útrýma ásamt nauðgurum og barnaperrum!!!!!!!!!!
Ari er svo góður strákur og á svonalagað aldrei skilið og langt því frá. Bara hjálpsamur og einstakur strákur
Ari var að skemmta sér með vinnufélögunum og þessir menn leita bara eftir slagsmálum og byrja að vera með eitthvað bögg við Ara og hann var alveg rólegur þá ráðist þeir á yfirmann Ara og hann er alltaf svo hjálpsamur og passar vel upp á sína að hann fór eitthvað að hjálpa honum. Svo ráðast þeir bara seinna allir á Ara einan. Greinilegt að það borgar sig ekki alltaf að hjálpa öðrum því miður...
Þakka guði fyrir að ekki fór verr. það er nebla þannig að það þarf bara eitt högg bara eitt til að bana manni!!
Seinna tóku þessir menn víst fram hafnarboltakylfur hvað vakir fyrir svona fólki!!!! hefðu betur endað í lakinu..............
Verið góð við hvert annað
Helgan
Slagsmál við Draugahúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2007 | 15:54
Ari Hrannar minn 16. mánaða Vá:)
Hann er orðin svo sjúkur í imbakassan, kannski af því það er alltof mikið kveikt á tv-inu á þessum bæ... maður þarf helst að byrja daginn á að kveikja á tv-inu og ef við förum eitthvað þá labbar hann beint að sjónvarpinu þegar við komum heim og reynir að kveikja... Eftir að við gáfum honum söngvaborg nennir hann ekkert að kúra lengur eins og hann gerði stundum til að verða 10. (Ljúft) Heldur fer hann beint á fætur og vill sjá söngvaborg svo dansar hann og raular og reynir að gera eins þvílíkt mikið krútt
Bloggar | Breytt 8.12.2007 kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.11.2007 | 15:42
Snilldar helgi að baki
Já ég er kominn heim og heima er alltaf best. þó það hafi verið dásamlegt að fara til Danmerkur er alltaf gott að komast aftur heim. Tala nú ekki um til að knúsa englabossann minn Við hjúin gátum verið róleg og notið okkar í útlandinu því það gekk svo rosa vel hjá tengdó og Ara Hrannari. Hann svaf allar nætur og kom svo bara uppí og kúrði hjá ömmu sinni og ekkert mál. Hann er svo yndislegur Hún sagði það vera lítið mál að passa hann, hann er svo duglegur að leika sér maður þarf bara að vera til staðar ég er ekkert smá ánægð með þetta allt saman. Var doldið stressuð yfir þessu og sérstaklega hvernig hann myndi vera við ömmu sína þegar hann færi að sofa. En það gekk svona líka vel að ég gat haldið ró minni í útlandinu og verslað og verslað. Týndi mér alveg í barnadeildinni ohhh hvað þetta var gaman langar bara aftur og aftur og sé eigilega eftir að hafa ekki keypt meira samt keypti ég alveg nóg sko hehe. Keypti fullt af jólagjöfum og fullt fullt á einkason minn og slatta á mig líka, hefði þurft að versla meira á sjálfa mig þar sem fataskápurinn minn er frekar dapur...en það er bara svo ólíkt skemmtilegra að kaupa á prinsinn minn. Bjarminn minn verslaði sér fáeinar flíkur annars var hann meira að einbeyta sér að danska bjórnum með strákunum meðan ég og stelpurnar versluðum, mjög góð skipting það
Kallinn var svo ljómandi ánægður með eina peysu sem hann keypti að hann fór út úr búðinni í henni. Og shittt mér tókst að skemma hana í gær í fyrsta þvotti arrrrg mér langaði bara að fara að skæla.... þá var þetta sem sagt ullarpeysa (leyt samt ekki út fyrir það) sem mátti bara handþvo ég gáði ekkert að því hvað ég var að þvo tók bara dökkan þvott og skellti í vélina á 30° og það fór ekki betur en svo.. að hún passar sennilega á mig eða á Ara Hrannar eftir nokkur ár..... Ég er búin að vera á netinu að leyta að nýrri EINS peysu og ég skal finna hana!!!! við erum að tala um að þetta er 3ja peysan sem ég skemmi frá kallinum síðan við byrjuðum saman... vá ömurleg kona!!! ekki eins og hann sé alltaf að kaupa sér föt þessi elska æj bömmmer en hann fyrirgaf mér þetta alveg dúllan en ég er ekki að fyrirgefa mér þetta klúður!!!!!
Já það var annars bara geggjað í Dk. Maður talaði bara íslensku í H&M enda nánast hver kjaftur þar inni frá Íslandinu góða hehe svo sagði maður bara æj fyrirgefðu ef maður rakst í einhvern virkaði samt ekki alltaf þá sagði maður bara æj ég meinti SORRY hehe... Eina sem mér finnst alltaf jafn einkennilegt að það eru engar körfur nema á stærð við A5 blað sem rúmar ca 1 bobbahaldara og eina brók!! þannig maður var alltaf með fullt fang að reyna að skoða með annari hendi og hin nánast blóðlaus.. en maður lét það ekki stoppa sig hehe
Jæja orðið alltof langt segji meira frá ferðinni í næsta bloggi
**Jólakortamyndin 2007**
Við hjúin með Svíninu Bjarmey hehe sem var aðal skemmtiefnið fyrsta kvöldið
Helgan sem
**keypti 51%hlut í H&M**
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2007 | 15:23
eftir 12 tíma
Verðum ég og ástmaður minn á leið til keflavíkur og þaðan til köben íha!!!
H&M hér kem ég!!!!!
Ekki laust við að kellan sé með kvíðaspennutilhlökkunarhnút í mallakút...
Blogg þegar ég kem heim frá köben með troðnar töskur og flöðeskumm hehe
Helga mágkona á afmæli í dag. Innilega til hamingju með daginn elskan. Kem og knúsa þig með danska afmælisgjöf
DanskaHelgan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2007 | 11:43
Allir elska Dalvíkina:)
Dan hjá Google elskar Dalvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)