Færsluflokkur: Bloggar
11.6.2007 | 22:23
afmælisskvízan í fyrragær:)
Írisin mín átti afmæli í fyrragær og kemur þessi bloggfærsla tveimur dögum of seint eins og glöggir lesendur sjá. En betra er seint en aldrei sagði einhver, kellan hafði sig bara ekki í tölvuna á laugardaginn sökum góðs veðurs
Íris eða Yngri eins og hún kýs að kalla sig varð 21 árs á laugardaginn og þvílíkur gullmoli sem hún er þessi stelpa, yndisleg í alla staði og ég er svo heppin að eiga hana fyrir vinkonu liggaligga lá lá tihí. Innilga til hamingju með daginn um daginn elsku besta vinkona mér þykir endalaust vænt um þig. *RISAKNÚS*
Ætla ekkert að hafa þetta lengra en læt nokkrar vel valdar myndir fljóta með
*Við vinkonurnar á afmælisdaginn hennar*
*góðar saman*
*einn af fjölmörgum svipum sem hún kann að setja upp snillingur*
*svipbrigðasjálfsmyndatökumeistari með meiru*
**vinkonufætur hvor á hvaða???**
Búin að reyna og reyna að setja inn fleiri myndir en ekkert gengur læt þetta duga í bili.. kannski þarf ég bara að blogga annað blogg með myndum af þessum snillingi
Love u Yngri
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2007 | 11:39
dagur tvö....
já bara rólegheit í dag í sparó allavega en sem komið er enda klukkan bara að verða 10. Mátti ekkert vera að því að blogga alveg í gær, þannig ég gleymdi notla að segja frá nafninu á frænda mínum Hann fékk fallegt nafn sá stutti eða Jakob Franz passar honum mjög vel fallegt nafn á fallegan strák
og mín var skírnarvottur
það var nú dolið fyndið hvernig bróðir minn sagði mér það, ég var að brasa í eldhúsinu að leggja diska og glös á borð og hann kemur og segjir: "Helga bara svo þú vitir það þá ertu skírnarvottur" hehehe þetta var bara gaman og Jakob Franz var alveg eins og ljós í skírninni sinni svaf bara meðan prestley gaf honum nafnið
finn alltaf svo undarlega tilfinningu þegar ég fæ að heyra nafnið þegar ég er viðstödd svona viðburði og sérstaklega þegar það er svona tengt mér, finnst þetta svo spennandi og dásamlegt
fannst líka svo gaman þegar við vorum að skíra Ara Hrannar því það vissi enginn hvað hann átti að heita nema við Bjarmi og svo presturinn og Birna fengu að heyra það rétt áður en hann var skírður
bara gaman
leiter
Helgan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2007 | 13:58
Mætt í vinnu!!!!
Já þá er fyrsti vinnudagurinn gengin í garð og er þetta mjög skrítið allt saman ég er notla ekki alveg í sambandi alltaf að huxa um strákana mína fer í mat á eftir og hlakka mikið til
ég hélt að ég væri alveg út úr kú í þessu sýstemi öllu en þetta er allt saman bara í puttunum á mér og bara eins og ég hafi verið seinast í vinnunni í gær næstum því hehe ekki málið sko samt eitthvað nýtt sem ég þarf að læra notla alltaf verið að breyta og "bæta"
Jæja má ekkert vera að því að blogga nóg að gera..
LeiTer
Vinnandi Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2007 | 17:19
suðuland hér kem ég
klukkan 12:25 á morgun eigum ég og einkasonurinn bókað flug til Rvk og ætlum við að fara á selfoss og sjá litla frænda og auðvitað alla hina jibbý hlakka svo til það á að fara að skíra prinsinn á laugardaginn og svona, verður gaman að fá að heyra nafnið hans. Ætla nú ekkert að skrifa hvaða nafn ég held að hann verði skírður hehe en allir eru notla að spá í það núna í famelíunni
kellan bara á fullu að þvo þvott og þurka í þessu líka fína veðri sem er hér á Dallaz (pant ekki rigningu á suðurlandinu næstu daga) byrjuð að pakka, það er svo margt sem maður þarf að muna eftir að taka með sér þegar maður er að ferðast með ungan sinn
vildi nú helst hafa Bjarmann minn með en hann kemur kannski að sækja okkur
það er ekki alveg ákveðið en vonandi verður það þannig
vil hafa kallinn með
það verður allavega notað tímann og knúsað hann rækilega þangað til í fyrró
jæja best að halda áfram að pakka ég er orðin litl spennta sjáumst ef við sjáumst vonandi sem flest
ætla ekki að lofa heimsóknum sem ég kemst svo kannski ekki í en ætla að reyna að komast yfir meira en seinast þetta er reyndar bara stutt stopp því ég er að byrja að vinna á mánudaginn
Leiter
**Helgan á ferð og flugi**
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2007 | 14:27
Það var klukkan 23:55
í gærkvöldi sem Grétar bróðir hringdi og sagði mér að fæddur væri lítill prins og hann orðin 3faldur pabbi ohhh ég var svo glöð að fá fréttirnar og enþá glaðari að fá þær fréttir að þetta hafi tekið 30 mín og engin sogklukka í þetta skipti, sem er frábært
Helga lenti í því með hin tvö að vera gripið til sogklukku sem er eitthvað sem enginn vill lenda í sama hvort maður hefur lent í því eða ekki...en við nöfnurnar þekkjum það báðar... Þessar fréttir færðu mér líka von um að ég gæti átt "auðvelda" fæðingu með næsta barn já eða þar næsta
það fór allt að klingja þegar ég heyrði hljóð í glænýja frænda mínum í símanum í gær
prinsinn var 16 merkur og 53cm algjör moli Hlakka svo til að sjá hann og knúsa hann og þefa af honum hehe ungbarnalykt er svo dásamleg
aldrei að vita nema við skellum okkur suður styttist í að ég fari að vinna og þá er ekki svo auðvelt að skella sér suður... ohhh get ekki beðið eftir að fá að sjá elsku frænda
Já fjölskyldan stækkar og stækkar og maður verður alltaf ríkari og ríkari af ættingjum sem er yndislegt
Elsku Grétar, Helga, Gunnar og Birgitta til hamingju með prinsinn *risaknús*
**Stolta frænka**
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.5.2007 | 18:38
Verka Serduchka
**Danzing**
Nú er kellan kominn með nokkur ný lög og nokkur júrólög á mp3/símann minn nýja (fékk sko nýjan nýjan síma) algjör snilld. Gott að eiga góða að, aðaltakkinn á símanum mínum var búin að vera til trafala frá því ég fékk hann og Pétur mágur vinnur í símanum og kella fékk barasta glænýjan Bara gaman að vera í ræktinni og með svona sérdeilis mögnuð lög í eyrunum þar eru Mika, Bobbarinn, Úkraína, Grikkland, Tyrkland fremst í flokki hélt sko með Verku í júró í ár, spóaleggur með meiru og með jólatrésstjörnu á headpakkningunni gargandi alveg hreint
Danzing....
merkilegt hvað tónlist skiptir miklu máli þegar maður er í ræktinni ég fér alltaf á fúll sving ef gott lag kemur í eyrun mín, hraðar í viðlaginu oftast og má oft minnstu muna að ég syngi ekki með eða dansi hreinlega var sem betur fer bara ein um daginn í elræktos þegar ég gómaði sjálfa mig af því að dilla mér við tónlistinni sem ég ein heyrði hehe algjör sauðhaus
shake it
Er alltaf að spá í hvað ég á að læra finnst doldið erfitt að vita ekki fyrir víst hvað ég vil, langar tvennt og held að ég geti ekki valið verði bara að gera hvort tveggja eða hreinlega láta einhvern velja fyrir mig býður einhver sig fram???? get sko alveg komist yfir bæði og held að ég stefni bara á það.. Námið sem ég er búin að vera að spá mikið í að drífa mig í verður ekki kennt í Vma fyrr en haust ´08 fram að því gæti ég náð mér í hitt sem mér langar til að verða en það er styttra nám/námskeið ég er líka mjög glöð með það að vinkona mín á Ak er að spá í að fara í sama nám haust ´08 ekki amalegt að þekkja einhvern
LeiTer
Helgan Serduchka hehe
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.5.2007 | 15:17
**Geysp**
Kella doldið lúin þessa dagana.. Einkasonurinn búin að vera lasinn og vill ekkert sofa á nóttunni þessi elska. Til marks um svefnleysið þá vorum við famelían að snæða morgunmat í gærmorgun eftir svefnlitla nótt. Ég var búin að hella morgunkorni í skál og er að sækja mjólk í ísskápinn og missi hana í golfið, hún var samt næstum tóm, kláraði úr henni útá morgunkornið og staulaðist eftir annarri og bang hún fór líka í golfið múhahhaaha ferska ég!!! .... held ég sé búin að sofa 12-13 tíma í mjög slitnum svefni síðustu 5 nætur... og mikið er maður vonlaus svona ósofin fannst ég svo vonlaus í nótt að lá við að ég færi að skæla en hugurinn er svo sterkur að hann stoppaði táraflóðið!! Ari Hrannar var vakandi frá 11 til að ganga 4 og var þá búin að ganga með hann um golf og svona, endaði með því að ég lagði hann í kerruna og þar sofnaði hann og svaf til 6 þá var ræs í smá tíma og hann svaf svo til rúmlega 8 svo geispar bara þessi elska algjör sko
Maður er aldrei of þreyttur til að huxa um barnið sitt enda ekki af ástæðulausu sem hann sefur ekki, eitthvað er að plaga hann sem hann getur ekki sagt mér, maður verður bara að geta í eyðurnar
vonandi fer þetta að ganga yfir því hann er ekki með hita lengur og orðin líkur sjálfum sér alltaf kátur og hlæjandi allan daginn og á nóttunni líka hehe
Ég get ekki neitað því að ég væri alveg til í að sofa í svona 4-6 tíma það væri ágætis hleðsla en svona eridda bara get sko ekki kvartað hann er svo mikið yndi. Fyrsta skipti sem hann er lasinn og nokkrar andvökunætur fyrst eftir 9 mán það er sko ekki slæmt.. Get bara sofið þegar ég verð gömul
úff svo styttist og styttist í að ég fer aftur að vinna *kvíðahnútur* er ekki tilbúin í það en hann verður hjá pabba sínum svo ég get verið rólegri, kem heim í hádeginu og svona þannig þetta verður örugglega ekkert mál bara tilhuxunin um það sem er erfið.. þeir feðgarnir eiga eftir að hafa það gott í sumar dúlla sér saman og fara í sund og svona
Jæja best að fara að hengja út
lEiter
"Þyrnirós"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.5.2007 | 11:15
ó nei sagði hann....
Eiki Bleiki ekki áfram!!! hefði hann verið í bleikum leddara hefði hann komist áfram er ég viss um En það var svo sem auðvitað búið að reikna með þessu maður heldur alltaf í vonina samt....
Einkasonurinn lasinn og lítil svefn búin að vera hjá kellu svaf nánast ekkert fimmtudagsnóttina þannig heilinn er ekki alveg i sambandi.
Þannig ég er bara Dr. Sigríður þessa dagana og held að ég bloggi bara síðar þegar heilinn er kominn í gagnið aftur.....
Leiter
Dr. Sigríður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.5.2007 | 14:21
Þetta er júróvísion lag, þetta er júróvísion lag, þetta er alveg týpískt júróvísion lag...
Júró júró júró júró júró júró júró júró júró júró júró
újé muniði eftir þessu hehe
jæja undankeppnin í kvöld og ég var búin að gleyma því áðan hehe svona er ég spennt nei ég er sko alveg spennt
get ég sagt ykkur, bara hef ekki tima til að pæla í hvaða dagur er, eða öllu heldur pæli ekki í hvaða dagur er hehe.... þar sem allir dagar eru með svipuðu sniði hjá kellu, fannst eitthvað svo langt í þetta enþá en er víst bara að bresta á og mikið ætla ég að vona að við komumst upp úr undankeppninni í ár. Eiki Bleiki
eins og ég kýs að kalla hann á eftir að rokka í kveld og rífur okkur vonandi upp úr þessu
. Go Eiki Bleiki go Eiki Bleiki *klapp* *klapp*
finnst ykkur Eiki Bleiki ekki hljóma vel????
já það verður gaman að horfa í kvöld og enþá meira gaman á laugardaginn ef Eiki kallinn kemst áfram. Maður kannski skellir sér í kostninga/júrópartý (þá sjaldan maður lyftir sér) sem verða líklegast út um allar trissur
LeitEr
****Helgan í júró gírnum****
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.5.2007 | 08:49
kjósum hvað???
já þessa dagana rignir inn kosningaáróðri frá öllum flokkum sóun á trjám í mörgum tilfellum að mér finnst... fólk í fyrirrúmi, veldu þetta veldu hitt og bla bla bla og svo er manni boðið í kaffi hingað og þangað eða pylsur og svo er meira að segja hringt í mann!!! og hvað á maður að kjósa??????? ég vill: hækkun barnabóta, lengra mun lengra fæðingarorlof, hækkun skattleysismarka svo eitthvað sé nefnt það skal tekið fram að ég kýs ekki Omma Ragnars og co ekki séns!!!!!!!! og hei ég er fúl við x-B sem sendu mér í gær gleraugnaklút merktan x-B og ég nota ekki gleraugu!! glatað sendið frekar eitthvað sem allir geta notað t.d uppþvottabursta, tannbursta, batterí í reykskynjarann já eða flugnaspaða
ég er reyndar ekki mikið fyrir að pæla í pólitík en maður verður samt aðeins að pæla í þessu og kjósa "rétt" ekki satt hvað segið þið hvað er "rétt" að kjósa og hvað ætlaru að kjósa????
svo hef ég velt einu mikið fyrir mér af hverju enginn flokkur er með bleika litinn fyrir flokkslit já þegar einhver flokkur veður bleikur þá kýs ég hann klárlega X-E (eðalbleikur) kannski ég helli mér út í pólitík og stofna mér bleikan flokk hver er game????
LeiTer
Bleikan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)