Færsluflokkur: Bloggar
3.5.2007 | 14:39
Hei hó
Jæja kellan kominn í samband við bloggheiminn aftur eftir nánast viku hlé
ætla að blogga á eftir eða í kvöld má ekki vera að því núna en ég rakst á þetta hér og kafnaði næstum úr hlátri... Kikkið á þetta hversu kaldur þarf maður að vera til að þora þessu múhahahaha best að passa sig að vera í júlluhaldara
Leiter
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.4.2007 | 13:57
jesssörí
já kella á suðurlandinu og búið að rigna eitthvað alla dagana síðan ég kom.. kemur á óvart!!! en í morgun fór ég í fyrsta skipti út að labba með Ara Hrannar við röltum til Helgu og Birgittu og Gunnars og það byrjaði notla að rigna á meðan við stoppuðum en svo stitti aftur upp og við trítluðum heim, núna sefur prinsinn í vagninum og ég heng í tölvunni á meðan hef ekkert annað að gera allir í vinnu eða skóla svo ég get ekkert notað tíman meðan hann sefur í eitthvað annað en hangs.. búin að þvo þvott á heimilinu og snúrurnar fullar af þvotti svo ég veit ekki hvað ég á af mér að gera!!!!
Alveg merkilegt hvað maður kemur litlu í verk af því sem maður ætlar sér þegar maður kemur hingað suður... en ég reyni að komast yfir sem flest og halda rútínunni hans Ara míns í föstum skorðum. Á eftir að heimsækja fullt af fólki en það er bannað að fara í fýlu ef ég kemst ekki yfir allar heimsóknirnar meðan ég stoppa.. meira dæmið get ekki sett broskalla og get ekki kommentað á aðrar síður held að það sé einhver mótþrói í tölvunni eða kannski heldur hún að ég sé hriðjuverkakona hehe...
Kallinn er í Rvk og kemur að sækja okkur á eftir förum svo með prinsinn til sérfræðings í fyrró... kellu langar að kikka í IKEA hehe og jafnvel í kringluna þá sjaldan maður kemur í borg óttans!!
Fékk þessa líka fínu hárlagningu í gær hjá minni yndislegur systur þannig ljótan minnkaði um heilan helling. Hitti Sonju mína og bumba:) Sonja fékk líka lagningu hjá Margréti minni og við svaka pæjur núna hehe:) Ari Hrannar var alveg eins og ljós hjá Sonju þó hann hafi verið að sjá hana í fyrsta skipti hann er reyndar engin mannafæla og vill alveg fara til nánast allra:) hún var með hann meðan Magga skolaði hárið og blés (sem tekur helvíti langan tíma) og slétti og klippti og alles aðeins að æfa sig;) og er ég viss um að hún er með litla sæta stelpu í bumbunni sinni hehe og ég myndavélaóða algjör sauðhaus gleymdi að taka mynd af Sonju *lem í haus* ekki hamri samt tihí
Vá þetta er ekki mjög spennandi blogg en ef þið lásuð og nenntuð því fáið þið *internetknús* frá mér hehe
Eitt að lokum langar að hrósa 2 mönnum sem voru í sömu vél og ég suður, Annar pikkar í bakið á mér þegar við erum að labba inn í vélina og spyr hvort hann geti hjálpað mér og haldið á töskunni fyrir mig (skiptitöskunni) og ég þakkaði bara fyrir en aftakkaði boðið ég er svo mikill jaxl hehe.. Svo sat ég við hliðina á öðrum manni sem sat þegar ég kem inn með Ara Hrannar og töskuna hehe og hann segir góðan daginn get ég eitthvað hjálpað þér? og ég aftakkaði aftur og sagði þetta vera allt í góðu lagi en takk samt fyrir hugulsemina.. þarna afsannaðist sá grunur minn um að fólki væri orðið meira og minna sama um náungan:) ekkert nema gott um þetta að segja..
vá róleg á ritgerðinni held að ég hætti núna
Leiter
Helgan með munnræpu eða skirfræpu kannksi...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.4.2007 | 22:49
Halló allíúpa
Heil og sæl!! kellan bara kominn við tölvuna kemur á óvart!! já frekar slök í blogginu þessa dagana eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir... hummm
Gleðilegt sumar það er víst komið sumar samkvæmt almanakinu langaði til að gefa sjálfri mér hjól í sumargjöf og kaupa barnastól á það handa Ara Hrannari en eitthvað er blessuð buddan þunn þannig þetta voru bara dagdraumar.... þyrfti einhvernveginn að koma mér í baugsgroupið
fyrsta grillveisla sumarsins fór fram í dag í blíðskaparveðri og ég át yfir mig annan daginn í röð!!! í gær var ég í afmæli hjá Ingvari hennar Hildar og þar voru sko þvílíkar kræsingar maður minn og ég fór fjórar ferðir takk fyrir pent og borðaði ekki kvöldmat því ég var enþá södd!!! Sama sagan í dag þá borðaði ég yfir mig af grillkjöti og borðaði eins og Gvendur frændi hætti ekki fyrr en kartöflurnar og kjötið passaði saman!!! veit aldrei hvenær ég er södd því ég finn það aldrei fyrr en ég er hætt að borða í þessu tilfelli var ég svo södd að ég hafði ekki pláss fyrir eftirréttinn sem var Ís og það hefur sko aldrei gerst áður!!!!!! meiri ýstrubelgurinn
Svo er bara flug á morgun í hádeginu Suður með gullið mitt og böns af farangri Hlakka til að hitta alla, fá mér breiðloku og kfc
láta laga hárið og minnka þannig ljótuna um vonandi helming
kikka í heimsóknir og labbitúra og eyða tíma í faðmi fjölskyldunnar. Eins gott að það rigni ekki nema kannski 40% af tímanum sem ég stoppa vanalega rignir nebla 89.5% af þeim tíma sem ég stoppa shjeetttt hvað rignir mikið þarna fyrir sunnan er að huxa um að grafa upp regnstakk til að hafa meðferðis þá verður örugglega ekki mikil rigning
jæja best að halda áfram að pakka og ég sé ykkur vonandi sem flest á suðurlandinu.
eitt í lokinn djöf*** langar mig til Jamaica
Knús og kram
Helgan
*við mæðgin*
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2007 | 21:02
ég legg ekki meira á ykkur...
blogg frá Helgunni já eitthvað er ég búin að vera döpur í blogginu undanfarið en það koma svona dagar þar sem ég nenni ekki að skakklappast í tölvuna og ef mér dettur í hug að blogga þá virkar ekki nettengingin búið að gerast furðulega oft undanfarna daga!!!!!!! en já hef sko ætla að blogga um ýmislegt ætli ég stikli ekki bara á stóru og ræpa eitthvað smá hér inn í þetta skiptið
Það helsta sem er að frétta af mér þessa dagana að ég er búin að vera með ljótuna á háu stigi og í alltof langan tíma virðist ekkert ætla að draga úr þessari blessuðu ljótu minni... en Helgan lætur ekki deigan míga
hahaha týni alveg af mér brandarana á laugardagskvöldi.. en sem betur fer stefnir í minnkandi ljótu í lok mánaðarins þá fær hárið mitt að komast í hendur á minni yndislegu systur en þess má geta að það hefur verið ósnert síðan í byrjun janúar svo ekki að undra að mikið sé um ljótu á þessum bæ!!!!!!!! þá fá hárböndin mín líka kvíld í smá tíma en þau hafa reynst mér ákaflega vel til að breyða yfir ljótleikann.
..
í aðra sálma kellan hefur ákveðið að taka sig á í mataræðinu og minnka nammiskápsferðirnar í 1 dag á viku í staðinn fyrir 6x á dag 7 daga vikunnar já meira hvað ég get alltaf látið ofan í mig af þessu salgæti.. takið eftir því tönnunum hann týndi sykursnúði í, nú er íll í efni ekkert tyggja má
blabla bla gleymdi mér aðeins en já kella búin að standa sig nokkuð vel og sleppt nammi í nokkradaga og ég veit ekki hvað oft ég er búin að opna nammiskápinn þessa daga hehe en í dag er svo nammi/sukk dagur og ég búin að fá mér slatta og er hreinlega að drepast í mallakút af nammiáti!!!! já ég hef aldrei kunnað mitt magamál.
LeiTer
Helgan í átaki með ljótuna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.4.2007 | 23:19
Boris allur?
já þó ég viti það ekki fyrir víst þá er ég ansi hrædd um að hann sé allur blessaður. Búin að vera týndur í viku og það er mjög ólík honum. Eftir að við vorum ekki heima í 2 daga þá hafi hann ekki snert á matardallinum sínum og ekki á vatninu heldur og svo ték ég eftir blóðslettum um allt á þvottahúsgolfinu, þannig hann hefur sennilega lent í slag eða meitt sig á einhvern annan hátt en það er eitt undarlegt við það að alltaf þegar hann hefur verið að slást og meitt sig þá hefur hann bara komið heim og kúrt í bælinu sínu. Fyrir utan það þá er/var hann ekki mikið í því að slást aðalega að verja heimili sitt svo var búin að gelda hann þannig hann er ekki að dandalast með einhverri læðu okkur þykir þetta ákaflega sárt og verst að vita ekki hvort hann er lífs eða liðin greyjið. okkur er búið að dreyma hann til skiptis og það fyrsta sem við gerum á hverjum degi er að athuga inn í þvottahús hvort hann sé kominn heim. svo finnst okkur við alltaf vera að heyra í honum eða bjöllunni hans. Maður á sko eftir að sakna þess að hafa hann ekki þótt hann hafi stundum verið óttalega uppáþrengjandi þá var hann algjör snillingur. Ef við fórum í göngutúr þá kom hann alltaf með og oft einhver getið þess að hafa séð okkur út að labba og kötturinn á eftir okkur
Hann leit á Bjarma sem húsbóndan og áður en við létum gelda hann þá var hann í stöðugri valdabaráttu um húsbóndan og gaf hreint út sagt skít í mig hehe með því að pissa í skóna mína eða á íþróttatöskuna mína eða hreinlega á golfið og beint fyrir framan augun á mér ... einn daginn tók hann sig til þegar ég sat á dollunni og kemur hann labbar inn í sturtuklefan og gerði sér lítið fyrir og kúkaði í sturtubotninn og horfi á mig á meðan þá var mælirinn fullur og Bjarmi talar við dýralækni sem sagði honum að hann væri í valdabaráttu um Bjarma heehehe krúttlegt og þetta hættir ekki nema hann verði geldur og með de samma hætti hann þessum óskemmtilega sið.
já ég gæti nú talið upp margar sögur af honum Boris okkar en ef þið hafið séð hann plís látið mig vita. læt fylgja myndir með af honum. Hann var með ól en merkimiðinn var dottin af
**Tignarlegur**
**100% traust**
**gat sko sofnaði í hinum ýmsustu stellingum***
**ein góð af félögunum**
Sakna þín Boris
knús
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.4.2007 | 20:48
stutt í dag..
þá loksins ég kikka á tölvuskjáinn best að henda inn nokkrum línum. Er að bíða eftir ástinni minni sem er að keyra norður eftir að hafa eytt helginni í london *öfund* við förum sko ekki nema bæði næst það er klárt mál!!!
Annars er fyrsti Apríl í dag sem þýðir bara eitt ástin mín á afmæli í dag til hamingju með daginn elskan mín elska þig elska þig elska þig endalaust og get ekki beðið eftir að fá þig heim á eftir
*humongosknús*
fleira var það ekki í dag kem með blogg á morgun
jú eitt en tengdapabbi minn á líka afmæli í dag og ég búin að færa honum pakka og með kaffinu og elda handa honum og alles ég er ekki hissa að mamma hans hafi ekki trúað honum þegar hann hringdi til að segja henni að hann væri orðin pabbi á afmælisdaginn sinn og það 1. Apríl.
ég er mjög léleg í að gabba svo ekkert gabb frá mér þetta árið
lEiteR
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2007 | 13:47
mommy quiz:)
ég er með bloggstíflu svo þetta er blogg dagsins sérdeilis sniðugur þessi:
I was out walking with my 4 year old daughter.
She picked up something off the ground and
started to put it in her mouth. I took the item
away from her and I asked her not to do that.
"Why?" my daughter asked. "Because it's been on the ground,
you don't know where it's been, it's dirty and probably has germs"
I replied. At this point, my daughter looked at me with total
admiration and asked, "Mommy, how do you know all this stuff?
You are so smart."
I was thinking quickly. "All moms know this stuff.
It's on the Mommy Test.
You have to know it, or they don't let you be a Mommy."
We walked along in silence for 2 or 3 minutes,
but she was evidently pondering this new information.
"OH...I get it!" she beamed,
"So if you don't pass the test you have to be the daddy."
"Exactly" I replied back with a big smile on my face.
When you're finished laughing, send this to a Mom.
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2007 | 17:12
to cool for skúl:)
You Will Be a Cool Parent |
![]() You can tell when it's time to let kids off the hook, and when it's time to lay down the law. While your parenting is modern and hip, it's not over the top. You know that there's nothing cool about a parent who acts like a teenager... or a drill sergeant! |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.3.2007 | 16:27
Belgs Mælirinn
jæja helgin að baki og mínir elskulegu foreldrar ásamt mínum elskulega yngsta bróður eyddu helginni fyrir norðan ljúft að fá þau til sín þó stoppið hafi verið stutt. Þau nutu þess að knúsast með Ara og hann naut þess að vera með þeim. Þau fór svo af stað heim í gær og lendu notla í vondu veðri og voru 10 tíma með nokkra tíma stoppi og svona. Hefðu bara átt að taka því rólega og vera eina nótt en. En þau komust sem betur fer heim heil á höldnu það er fyrir öllu
við stefnum svo á að fara fjölskyldan suður í lok apríl Bjarminn minn ætlar að hjálpa bróður sínum þegar hann fær íbúðina sína afhenta
kannski maður kikki í IKEA aldrei að vita hehe
Belgurinn: kella var að klæða sig í á fimmtudagsmorguninn ef ég man rétt og fór að spá hvort belgurinn minn hefði eitthvað minnkað.. humm var ekki viss en þar sem ég hafði mælt hann nokkrum vikum áður eða 3-4 vikum áður man ekkert nákvæmlega þá ákvað ég að kippa upp EAS málbandinu og kanna málið og vitir menn það voru hvorki meira né minna en 10cm farnir frá seinustu mælingu
sem er frekar gott myndi ég halda þar sem ég hef farið 3svar í ræktina síðustu 3 vikur (frekar slakt) svo ekki er það því að þakka... nefndi þetta svo við ástmanninn minn og Írisi mína og þau voru alveg á því að ég væri að ganga saman hehe
Íris vildi nú bara meina að ég þyrfti ekki annað en að huxa um það þá myndi það gerast. Allavega getur hugurinn borið mann hálfa leið
ég var samt ekki alveg að kaupa þetta og mældi mig aftur daginn eftir og þá voru það -13cm (var nývöknuð og óétin) þannig mælingin síðan daginn áður hlaut að vera rétt þannig nú eru innan við 10 cm í gamla málið. Gaman að því held reyndar að kremið mitt sé líka að skila sínu snilldar krem sem ég er að selja get ég sagt ykkur.
LeitEr
Helgan í belgsmælingum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.3.2007 | 15:21
ég spyr nú bara...
hvað er eigilega í gangi með auglýsingarnar hér á landi? Eruði ekki í gríninu með þetta. tökum nokkur dæmi: vodafone einhver sú lélegast sem þeir hafa sent frá sér.. prinsessa sem dömpaði öllum gæjunum með smsi en svo bara gat hún ekki lengur sent sms og svo videre.. shjettt ég þarf bara að skipta um stöð þegar þessi kemur spauglaust sko... svo við tölum nú ekki um Dominos augl. hvað er það? einhver talandi brúða ohhh ég fæ alveg kjánahroll og skipti líka um stöð.. ég er búin að hlaupa svo mikið að skórnir mínir eru orðnir flatbotna!!! hahaha not!! hver sendir svona óbjóð frá sér?????? hvað varð um færeyinginn???? "tetta segir tú ekki attur" þær voru snilld eitt en dæmi um vonda auglýsingu er Reunault auglýsinginn sem er með einhverju pylsubrauði alveg glötuð... Allaveg skilar þetta varla einhverju til fólks ég myndi allavega ekki kaupa mér Reunault eða hvernig sem það er skrifað (runó) þegar það er verið að líkja gæðum bílsins við pylsubrauð.... Dominos auglýsinginn fær mig ekki til að hringja og panta pizzu svo mikið er víst. En svo eru sumar auglýsingar mjög góðar og vekja áhuga mans en klárlega ekki þessar þær eru bara vondar!!!! hvað finnst ykkur?
Leiter
Helgan í auglýsingagagnrýni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)