5.7.2008 | 22:11
gullkorn...
Suma daga kann ég hreinlega ekki íslensku, þá falla stundum nokkur gullkorn, eins og til dæmis í gær..
Var að keyra með múttu túttu á leið til Möggu systur á Krítík. Mamma spyr: Veistu hvenær Magga fer í sumarfrí?
Helgan svarar: Eftir næsta dag í næstu viku og það var hlegið ég átti sem sagt við að hún ætti bara eftir að vinna þennan dag (gærdaginn) og svo alla næstu viku
Í gærkvöldi var ég að gera neglur á múttu túttu og var að ýta naglaböndunum niður og það voru eigilega engin naglabönd uppá nöglinni svo ég segi: mamma Þú ert eigilega ekki með nein naglabönd
Mamma svarar: nei það er miklu meira á tánum í staðinn
Helgan segir: já okei þannig þú ert bæði með nagla og handabönd á tánum múhahahaha Þið skiljið örugglega hvað ég átti við hehehehehe.
Áðan var minn heittelskaði að grilla á nýja grillinu okkar. Grillaði eina pylsu handa Ara Hrannari og hann nennti náttúrulega ekki að bíða eftir að hún myndi aðeins kólna. Ég var að hengja á snúruna og segji við prinsinn: ástin mín þú þarft að bíða í smá stund á meðan hún þornar ein niðursokkinn í þvottinn
Best að skrifa þetta hjá sér svo maður muni þessa vitleysu sem rúllar uppúr manni stundum.
Leiter
Helgan bullukolla
Athugasemdir
hey... var í vinnunni um daginn og svaraði í símann.. þar var einhver að biðja um samtal við einhvern sem var upptekin og ég ætlaði að segja "get ég tekið skilaboð" EN það sem kom út var "diggidiggigiddigididgigigididigii" í svon 10 sekúndur og svo skellti manneskjan bara á......
hahah stundum er maður alveg í ruglinu
Kata (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 18:11
Þú ert nú meiri.....hehehe.
Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 18:28
Hehehehehe
Josiha, 8.7.2008 kl. 21:35
Komst að því fyrir löngu, reyndar þegar ég fór að tala við Arndísi Ey, að þú værir frænka mín líka. Þó ekki meira skyld mér heldur en að Gunnar afi þinn og Sveinborg langamma mín voru systkini ....
Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.7.2008 kl. 19:46
Róslín: sæl gaman að heyra það það er nú ágætis skyldleiki hef bara held ég ekki hugmynd um hver þú ert vina mín...
Helgan, 11.7.2008 kl. 10:25
Já bara fínasti skyldleiki.
Það er ekki von að þú vitir ekki hver ég er, en er það ekki bara í fínasta lagi að kynnast nýjum ættingja?
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.7.2008 kl. 21:00
jú klárlega bara gaman að því
Helgan, 12.7.2008 kl. 10:26
Bwahahahhahahahah!! Snilld!
Margrét Elísa;), 12.7.2008 kl. 19:36
Æði!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.7.2008 kl. 23:05
Hehe, alveg magnað hvað getur stunduð dottið upp úr manni
Knús og kram
Anna Kristín (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 14:43
Gamla, þú átt þér enga líka!!! það er bara þannig:) Þú getur nú skrifað nokkur gullkorn úr norðanferðinni:)
Yngri (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 15:39
Yngri ég er að vinna í því reyna að muna eitthvað af þessum gullkornum
eins og: HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA HUNDUR!!!!
múhahahahahaha
takk fyrir seinast og takk fyrir okkur ummmmmmmm
Helgan, 14.7.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.