Færsluflokkur: Bloggar

brjálað að gera..

Er alltaf á leiðinni að blogga bara svo upptekin. Ætlaði ekkert að blogga um það sem ég er að bardúsa en það er alveg efni í eitt blogg allavegaToungeá miðvikudaginn vaknaði ég kl:05:25 byrjaði að vinna 6 í toppsport. Kom heim rúmlega átta. svo fórum við hjúin með Ara í ofnæmispróf og ofnæmið enþá til staðar og kom núna risa blettur hjá eggjunum. Við byrjuðum á að fara á vitlausan spítala og það fattaðist ekki fyrr en við vorum búin að labba ganganna á milli! við vorum sem sagt á landspítalanum við hringbraut en áttum að mæta í fossvoginn... Þangað var svo brunað og eftir viðtal hjá lækni og húðpróf var haldið aftur heim. Mamma kom svo og passaði Ara því ég fór svo aftur í bæinn og gerði neglur, konan vildi sjá hvar ég stæði áður en ég færi í próf og hún sagði mig tilbúna í próf og mætti bara koma næst í prófiðSmile þá er bara að finna sér tíma í það heheLoL þegar ég kom heim úr bænum var gripið skyndibitafæði og heim og borðað. Svo fór ég að skúra, kom svo heim kl 21 og brúnkaði eina, fór svo aftur til að klára að skúra og kom heim 22:30 þá var dagurinn loksins búin og ég man ekki eftir að hafa farið inn í rúm bara að hafa lagst í sófan og man ekki meir hehehehehSmile í gær var svipaður þeytingur á mér. Skúraði Toyota, byrjaði að skúra leikskólan og Þórður Bróðir kom með og lék við Ara þangað til hann þurfti á æfingu, fór svo heim og mamma kom og ég kláraði að skúra, bauð ma,pa & Þórði í mat, græjaði Ara Hrannar í rúmið og gekk frá á heimilinu og var svo að gera neglur til 23:30....*þurka svita af enni*

kella á svo eftir að blogga um óvænta afmælið sem við héldum fyrir múttu um daginn bara gaman og skelli inn myndbandi með líkaSmile er ekki í nógu miklu stuði til að blogga um það núna...

Við fórum norður um helgina í fermingu. Geggjaður matur úffff. Það var verið að ferma Hilmar bróa Íbbu minnar sport og það er sko ekki að spyrja að kræsingunumWink

Þegar við vorum að leggja af stað heim á mánudaginn var hringt í tengdamömmu og sagt henni að amma Hrönn væri dáin. Guð hvað þetta var erfitt! enginn átti von á þessu kallið kom sko óvænt! Hún var stödd í Hveragerði og ég og Ari fórum að heimsækja hana á þriðjudaginn í seinustu viku og ég ætlaði að reyna að ná mynd af þeim saman en þá var myndavélin batteríslaus og ég reyndi og reyndi að fá vélina til að taka mynd því einhvern veginn fannst mér ég verða að nota þetta tækifæri til að mynda þau. Skrítið að fá svona tilfinningu. Hún var nú eins og amma mín líka og seinast á þriðjudaginn þegar við vorum hjá henni og ég ætlaði að sýna henni eitthvað sagði ég: "Amma sjáðu" alveg ósjálfrátt. Hún var okkur svo góð og þegar við Bjarmi byrjuðum saman og fórum að búa gaf hún okkur nánast allt innbúið sittSmile við erum henni ávalt þakklát fyrir það. Við skírðum Ara Hrannar okkar í höfuðið á henni og sá hún varla Sólina fyrir honumHalo Bjarmi huxaði alltaf svo vel um ömmu sína enda hringdi hún ansi oft í hann því hún treysti á hannSmile hann sá um bílinn hennar, skiptu um dekk og tilheyrandi. Hann fór svo með ömmu sína í hennar hinstu för þegar hann keyrði hana norður í gær og keyrði heim aftur í nótt alveg einstakur maður Kissing

Það verður skrítið að geta ekki farið og heimsótt hana á Dalbæ þegar við komum norður. Hennar er sárt saknað!!

20070418204452_22

*Amma Hrönn með Ara sinn Hrannar*

20080326142636_45

*nýjasta myndin sem við eigum af þeim saman dýrmætt*

Helgan


Myndbandið:)

það tókst jesss. Hér kemur myndbandið af Eyþóri sem ég tók um daginnSmile

Það er vandfundinn annar eins snillingur.

*ég var orðin þreytt að halda myndavélinni hehe smá hristingur en þið verðið bara að hrista ykkur með þá ætti þetta að vera nokkuð stöðugtWink*

Ferskt blogg á leiðinni...

Helgan

***æji það kemur bara brot af myndbandinu inn!!! þarf að finna út úr þessu á morgun***

Fæ klárlega ekki prik fyrir þetta pifff

jæja komið langt fram yfir háttatíma hjá Helgunni

Næ ekki að setja inn allt myndbandið þið verðið bara að koma í heimsókn til að sjá þaðSmile 

kikkið á þetta

minns var í salnum og vá!! ég fæ enþá gæsahúð ef ég huxa um þessa frammistöðu hjá honumGrin

Og til gamans þá var haldin söngkeppni í félagsmiðstöðinni sem ég var að stjórnast í á DallazWink hann vann þá keppni eða já rústaði henni það var árið 2005.

Hann vann svo söngkenni framhaldskólanna 2007Smile og þegar ég heyrði að Bubbi væri að reyna að fá Eyþór í þáttinn sinn og þegar hann sættist á að taka þátt sem hann ætlaði ekki að gera btw, (Bjarmi sannfærði hann um að vera með) þá sagði ég strax "Hann vinnur!!" án þess að ég vissi hverjir myndu taka þátt og áður en fyrsti þátturinn var sýndurSmile ég vissi það allan tímannWink svona hæfileikaríkur og góður strákur það á bara enginn séns í hannWink og það er sko enginn hætta á að hann gleymist eftir ár Hann er sko kominn til að veraWhistling

Eyþór Ingi fær prik dagsins frá HelgunniWink

Helgan

(blogg frá helginni og myndir væntanlegar)


Hún á afmæli í dag!!!

(þetta átti að koma inn í gær semsagt smá mis)

Elsku mamma til hamingju með daginn. Njóttu dagsins í botn á spáni í sandölum og ermalausum bolLoL skál í botn og restin í hárið! knúsa þig þegar þú mætir aftur á klakanWink

Mamma mín er sem sagt 50 ára í dag eða femtug eins og ég myndi orða þaðSmile hún er núna stödd á spáni með pabba, í sinni fyrstu ég endurtek FYRSTU utanlandsferð á sinni æfi (eða er það með v?) já það eru ekki margir sem aldrei hafa farið út fyrir landsteinana og orðin 50 ára.... neibb mamma fór til dæmis í sína fyrstu flugferð þegar hún flaug norður til að vera viðstödd fæðinguna hjá Ara mínum fyrir bráðum 2 árumSmile vonandi geta þau "gömlu" farið út árlega hér eftir, eiga það svo sannarlega skilið og miklu meira en það. Nú eru líka margir ungar búnir að fjúga úr hreiðrinuLoL þurfa ekki lengur að kaupa 3kg af gúllasi í matinn og svona eins og var þegar við átvögin vorum öll heima 7 manna fjölskylda ég legg ekki meira á ykkur og enginn matgrannur ó nei!!!  ma & pa svafu nú meira og minna fyrsta daginn á spáni kærkomin hvíld það. Pabbi vaknar til dæmis alltaf hálf 6 og ber út moggan áður en hann fer svo í sína vinnu. Þannig þau hafa það sko gott á spáni og eiga það meira en skiliðSmile 

Það er svo einkennilegt að það virðist ekki vera nóg að vinna "bara" eina vinnu. Ég hef til dæmis held ég bara aldrei unnið "bara" eina vinnu. Núna er ég í 3-4 vinnum, fyrsta lagi 100%vinnu heima hjá mér, Skúra leikskólann og skúra toyota og svo naglast og brúnka þess á milli og plús það þá sel ég snyrtivörur. Þannig þetta flokkast eigilega sem 5 vinnur (og kannski ein að bætast við) enda gerir marður aldrei neitt nema vinna, sofa og éta (og skíta hehe)....Errm

Mikið væri ég til í útlönd, smá sól og búðir. Sumarbústað, tjaldferðalag, bláalónið, eða bara einhverja afslöppun!!

20060818000415_3

*ein af múttu ofurtúttu með Ara Hrannar minn nokkra daga gamlan*

*ömmuást*

Leiter

Helgan


ég vissi það

verð ég nú bara að segjaSmile eins og glöggir lesendur sáu spáði ég hvernig ungfrú norðurland myndi fara og vitir menn Hrönn var í 2. sæti og Sonja í 1. sæti en sú sem ég spáði 3 hafnaði í 5. (held að tyggjóinnkoma hennar hafi felt hana úr 3 í 5 sæti hehe kom fram á bikini með tyggjó og shitt hvað það var fyndið heheheGrin) held ég þurfi að fara að troða mér inn í dómnefndir í svona keppnum heheheSmile

100_5188

*kellan klár á leið á ungfrú northWink var 23 mínotur að græja mig toppiði það????*

100_5244

*Hrönnin flotta stórglæsileg eins og alltaf*

100_5281

*tvær bjútíbombur mæðgur ekki systurWink*

100_5277

*koss* sjáiði Tanið? Grin

Arnór Kærasti Hrannar sagði við mig morguninn eftir keppni: "vá ég er ekki að trúa þessu kvöldi, þetta er sko besta kvöld lífs míns" æj ekkert smá mikið krútt svo stoltur af konunni sinniSmile hann var svo spenntur þegar krýningin var að hann þurfti að æla *ohh* krúttaðBlush ég spurði hann einmitt eftir að ég spreyjaði Hrönn hvort honum þætti hún ekki flott? hann svaraði: "hún er alltaf flottSmile" ánægð með hannSmile

100_5234

*Eyþór okkar snillingur af guðsnáð tók nokkur lögSmile*

Tók myndband af honum þegar hann tók Ladda og söng Austurstræti algjör snilld skelli því inn á morgunSmile 

Leiter

Helgan


krían hjá Helgunni

SmileÞað kemur ekki oft fyrir og nánast bara aldrei að ég leggji mig á daginn. Hef aldrei tíma, þörf eða löngun í svoleiðis. En í dag ætlaði ég að fá mér smá lúrSmile gekk nú heldur betur brösulega.

Við mæðgin erum sem sagt stödd á Akureyri og búin að vera síðan á sunnudag. Haft það gott og verið í hálfgerðu orlofi. Ef orlof skyldi kalla....Held ég þurfi að fara að komast í húsmæðraorlof!!! aðeins að hlaða batteríin og taka smá shopping therapy (hvernig sem það er skrifað) það er sko töluvert meiri en 100% vinna að sinna Ara mínum orkubolta allan daginn og ég tala nú ekki um þegar hann tekur upp á því að vakna 6 eða 7 á morgnanna og í fullu fjöri,, það er ekki hægt að segja það sama um mömmu hans heheLoL Erfið vinna en jafnframt sú alskemmtilegasta get ég sagt ykkur því hann stoppar aldrei og aldrei hægt að líta af honum. En gleðin og ánægjan sem fylgir því að annast hann að sjá hann þroskast og læra nýja hluti dag frá degi er engu lík.

 það tók mig t.d rúman klukkutíma að koma okkur út í bíl í gær. Meðan ég skellti vagninu í "gömlukalla" bílinn sem við erum með að láni stóð Ari Hrannar Íþróttaorkubolti í dyragættinni og spjallaði við móður sína. svo kem ég inn og sækji skiptitöskua og lít af honum í cirkabát 3 sek þá var hann kominn út á sokkaleistunum og hættur að svara mömmu sinni. Kella stekkur til og sé hann á bílaplaninu og um leið og ég segji "kondu til mömmu" tekur hann á rás með stríðnissvipDevil út götuna á sokkaleistunm og ég bruna á eftir líka á sokkaleistunum yfir snjó og allskonar drullu!!!! Hann notla bara hló enda síkátur strákurSmile reyndi svo að koma honum í skilning um að þetta mætti ekki en það hefur sennilega farið inn um annað og út um hittLoL enda sjálf hálf hlæjandi af þessum gullmolaGrin. Þegar hann vippaði sér út var ég rétt nýbúin að koma honum í hrein föt eftir morgunmatinn sem minn maður sér um sjálfur enda mjög sjálfstæður og stundum einum of. þannig það þurfti nýtt dress á prinsinn til að hægt væri að halda af stað SmileAð klæða hann í bleyju er orðið næstum því verk fyrir 2 nema maður plati hann í "hvar er Ari" leikinn rétt á meðan maður skellir á hann bleyjunni.. þá setur hann hendur fyrir augun og er kjurr (djurr eins og hann segjir með stút á vör hehe)rétt á meðan en hann nennir ekki alltaf í þennan leik..

Já það er sko fjör í kringum þennan litla sólargeisla með hvíta englahárið sitt. og þegar hann var kominn í vagninn sinn áðan og ég hélt varla haus ákvað ég að skella mér upp í bæli og kannski næla mér í 15mínotna kríuSmile(verð að bæta við þetta)  í morgun fórum við samrýmdu mæðginin í Hagkaup og keyptum smá bakkelsi áður en við kikkuðum á Klöru og það gerðust líka undur og stórmerki í Hagkaup get ég sagt ykkur því Helgan keypti sér Bók ég endurtek Bók!!! man ekki eftir að hafa keypt bók síðan ég keypti skólabækur ekki af fúsum og frjálsum vilja. En ástæðan fyrir bókakaupunum var einföld bókin kostaði litlar 690kr íslenskarWink og ber titilinn "konur með einn í útvíkkun fá enga samúð" svona bækur nenni ég að lesa eitthvað um konur, börn, fæðingar og annað slík. Ég lagðist því uppí með bók í hönd (þetta hefði þurft að mynda) og eftir að hafa lesið nokkrar fæðingarsögur lagði ég bókina til hliðar því hún var um þann mund að detta úr lúkunum á mérSleeping. Þá höfst tilraun til Kríutöku. Eftir nokkrar mínotur og þung augnlok var Helgan alveg að ná að gleyma sér með barnapíuna mér við hlið og bókina góðuLoL þá hrekk ég upp við annan heimilisköttinn sem hoppar inn um gluggan með tilheyrandi óhljóðum og ég næstum kvæsi á kvekendiðW00t "snáaðu þarna" þegar pumpan var aftur að róast og krían alveg að takast hoppar ekki hitt kattardýrið inn um gluggan hjá mér ARRRRRRGGGGAngry... þóttist svo getað labbaði yfir andlitið á mér ég hélt nú ekki og hann fékk ekki fallega kveðju frá mér heldur hehehehe það sem ég græddi á þessari tilraun minn til að leggja mig var kláði í nefi (útaf kisunum sem fá að dúsa inn í bílskúr ef ég er heima) og er enþá þreyttari fyrir vikiðSleepingSideways. Held ég læri á þessu að ég eigi ekkert að vera að leggja mig á daginnn því ég hafi annað mikilvægara við tímann að gera. Eins og til dæmis bloggaLoL

Prinsinn vaknaður og fjörið heldur áfram. Ætlum að næra okkur og skella okkurs-svo í RL búðinaSmile Mæðgurnar koma svo heim á eftir og Biggó búin að skella lambalæri í ofninn ummmmmmmmWink Hann er sko búin að elda ofan í okkur alla vikuna klikkar ekki á þvíGrin hlökkum til að sjá þær mæðgur allar og svo Bjarmann á morgun eða laugardaginnSmile Sakna hans endalaustInLove var nú alla leiðina til Rvk að þurka tárin eftir að við kvöddumst á sunnudaginn, já maður er svo klikkaður var strax farin að spá hvað ég ætti eftir að sakna hans í þessa 5-6 dagaHeart svo var ég alltaf að huxa hvað það væri tómlegt hjá honum einum í koti... En vá get ekki beðið eftir að sjá hannSmileInLove

Knús

kríu-Helgan Grin


netkosning:)

jæja þá eru loksins komnar myndir af ungfrú norðurland skvísunumGrin mér finnst Hrönn lang lang flottustLoL held hún vinni eða Sonja þær tvær bera af að mínu matiWink þið getið kosið netstúlkuna hér eða sem sagt HrönnGrin

Spái: Hrönn nr:1-2 Sonja:1-2 og Þuríður nr:3. Hverju spáið þið?

bíð spennt eftir að fá að spreyja þær vonandi sem flestarSmile gaman gaman fyrir HelgunaSmile svo fæ ég kallinn notla til að spreyja mig fyrir ungfrú keppninaSmile hann er kominn í æfinguLoL 

Við erum sem sagt stödd á Akureyri mæðginin og búum þessa vikuna í Móasíðunni og höfum það bara gott. Búin að knúsa Klöru mína nokkrum sinnum og á eftir að knúsa hana meira og það var megin tilgangur ferðarinnarSmile og já fara á ungfrú North og sjá Hrönnina og spreyja nokkrar skvízur og svonaSmile Kallinn kemur svo til okkar um helgina og við söknum hans aðeins of mikið!!! Ari Hrannar hrindi í pabba sinn í gær frekar krúttlegur og babblaði helling við hann *krúsídúllan*

Hrönnin

*hér er Hrönnin flotta*

Þessa eigiði sem sagt að kjósaLoL

Leiter

Helgan spennt fyrir helginniSmile


jebb jebb

er að fara að blogga... bara ekki neinn tími....

kella kominn norður... er með brúnkulykt í nefinu og engan maskara!!!

ætla að skríða uppí og knúsa prinsinnKissing

nótt nótt

Helgan sem er að fara að blogga......


1. Apríl

yndislegur,

góður,

traustur,

skemmtilegur,

fyndinn,

stríðinn,

jákvæður,

einlægur, 

elskulegur,

rómantískur,

flottastur,

frábær pabbi,

dásamlegur unnustiInLove

og í alla staði alveg frábær maður.

 Ég er að lýsa manninum mínumHeartHeart. Þetta eru nokkur orð sem lýsa honum hvað best. Hann er alveg frábær maður og hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn ástin mínInLove

Elska þig endlaustHeartHeartHeart

Helgan þínKissing

100_4500

**ein af okkur hjúumWink**


bandið, afmæli, hattar, Jónsi og stuð:)

GrinMögnuð helgi að baki. Langt síðan ég hef haft mig í að blogga fæ oft frábærar hugmyndir að bloggi en kemst ekki til að blogga og svo ætla ég að nota hugmyndina þá var hún ekkert svo frábær æj veit ekki hvað ég er að reyna að segja heheGrin

Ég og minn heittelskaði skelltum okkur á bandið hans Bubba á föstudagskvöldið. Geggjað að vera í salnum , Björn Jörundur og Villi Nagli eru svo fyndnir og margir brandarar sem ekki heyrast í sjónvarpinu. Klæðaburðurinn á Villa er bara fyndinn engum líkur með buxur upp á bringubein og bara að horfa á hann labba inn í salinn fær mig til að hlæjaLoLLoL Eyþór var notla bara flottur þvílíkir hæfileikarSmile og Palli var snilld líka. Björn Jörundur geggjaður, verið mikið í uppáhaldi hjá kellu og á tímabili hlustaði ég endalaust á nýdönsk bara góðirLoL "hei þú viltu segja hvað þú heitir?"

Vá hvað Bubbi var leininlegur hefði skutlaði í hann einum tómat hefði ég haft svoleiðis meðferðis. En mér finnst tómatur ekki vera matur þrátt fyrir að heita tóMATUR, tó þýðir kannski það sama og ey=ekki, eða hvað??? ætti kannski að heita eymatur hehe PælingGrin

Laugardagskvöldið fór ég í afmæli hjá Millý frænku hún var tvítug + 10 hehe. Geggjað gaman. Hattaþema og kella klikkaði ekki á því mætti með sixpensara frá kallinumPolice Var samt alveg í sófafílingnum þegar ég fór og datt svo bara í geggjaðstuð um leið og ég datt inn þröskuldinnGrin gítarstemmari og syngja með fýlingurinn. Þrátt fyrir að ég sé alveg tónlaus bæði laglaus og enga hæfileika á hljóðfæri þá syng ég alltaf með!!!(ungmennafélagsandinn) greyjið þeir sem eru að hlustaGrin Afmælisbarnið tók nú aðeins í gítarinn og það var fyrsta skemmtiatriði kvöldsins, tók afmælissöngin til sín og svona hehe svo kunni hún ekki öll gripin bara algjört bíó heheheheGrinGrin

100_4742

*ég á afmæli í dag ég á afmæli í dagTounge*

Svo var kominn skátafílingur í bræður hans Krisjáns sem spiluðu báðir á gítar og svaka stuð. Svo eru þeir að spila "Hjálpaðu mér upp" með NýdönskSmile kemur ekki Jónsi labbandi upp stigan með gítar og byrjar að syngja og spila með er ekki frá því að nokkrar kellur hafi runnið til í stólnum sínum múhahaha frekar gamanGrin hann var svo og skemmti í klukkutíma, söng og var með uppistand og vá hvað ég hló mikiðSmile

100_4754

*Jónsi að taka Geir ólafs og Ragga bjarna til skiptis* og Gressi bró í fan sæti nr:1 hehe

100_4760

*leynigesturinn með afmælispæjunni sem sveif um allt á skær bleiku skýjiGrin*

100_4762

*benda á klukkuna og nota bicepin heheheheheLoL*

Já það var sko mikið hlegið og mikið gamanSmile kella edrú að vanda og ég get sko alveg skemmt mér án áfengis, bara gaman og engin þynka og ekkert ruglLoL 

helgaogjonsi3

*Kellan og JónsiHappy*

ÉG var eins og kakóbolli við hliðina á honum svo ég gerði myndina brúna heheGrin ótrúlega gaman í afmælinu og hann Jónsi er þvílíkt góður skemmtikraftur alveg mígandi ofvirkur með nokkrar ígræddar hálsæðar hehe og ég fíla hannSmile 

LeitER

Helgan


jessssssörí

LoLfrábær helgi að baki. Írisan mín og Dandi komu til okkar bara yndislegt að hafa þauSmile nautakjet og bernes, súkkulaðikaka, ís og jarðaber er meðal annars það sem var á boðstólum ummmmmmmmm

Fór í afmæli hjá Gunnari og Birgittu þar voru sko kræsingar maður minn ummmmm. Fullt af börnum og Ari frekar sáttur með boltana og blöðrunrar. Stoppuðum reyndar stutt því gestirir okkar mættu meðan við vorum í afmælinuWink

Yngri mín fór í litla svarta sambó fílinginn hjá mér mega kúlWink Bjarmi gerði bara grín eins og hann er vanur spurði hvort hún hefði borið á sig fúavörn!! meiri kallinnLoL

fór notla á Bandið hans Bubba eftir margar brúnkanir á föstudaginnWink var samt hvít því ég hafði ekki tíma í sjálfsbrúnkuSmile ekkert smá gaman í salnum og maður var þvílíkt stressaður þegar Eyþór var að byrja að syngja og meira að segja Bjarmi líka og ekki er hann oft stressaður, sagði líka við mig honum meira að segja tekst að láta mig stressast uppSmile tók sko ekki eftir textaruglingnum hjá honum fyrr en í endursýningunni en það hefði enginn getað bjargað sér svona flott út úr þessi eins og hannSmile  enda litum við Bjarmi á hvort annað í salnum og sögðum bæði "ég tók ekki eftir þessu"!! Arnar var líka ekkert smá góður spái þeim í topp 2Wink vonandi kemst ég á fleiri þætti í salnumWink

 Frá því ég var lítil stelpa hefur mig alltaf langaði í stæðast páskaeggið frá Nóa,  (en við erum jú 5 systkinin og fengum því bara passleg egg) og vitir menn sá draumur er að rætast í árGrin þar sem Toyota gefur okkur báðum svona stórt egg og held að þau séu orðin 4 sem við fáum og ekki borðar kallinn þetta þannig ég sé framm á súkkulaðimikla páska hjá Helgunni ummmmmLoL páskaegg með kaldri mjólk bara geggggggjað hlakka mikið til að kjamsa þessu í migLoL

jæja þarf að þvo og pakka og skúra og brúnka og naglastWink

Norður á morgun íhahahahahha

Leiter

Helgan sem á páskaegg númer 7 teink jú verý næsGrin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband