31.10.2006 | 13:23
Nóvember á morgun....
Já mikið skelfing líður tíminn hratt styttist sko óðum í jólinn og bara kominn tími á jólaföndur og dúllerí jei jei Elska jólin og hlakka endalaust til að eiga fyrstu jólin með Litla gullinu
mínu
Gefa Ara Hrannari koss í nýja bleika Puma bolnum mínum sem ég fékk í afmælisgjöf frá Birnu og fjölskyldu bara flottur og aðeins Helgulegur
Kella var með smá afmæliskaffi á Sunnudaginn og var frekar myndarleg í eldhúsinu hehe og kláraðist nánast allt svo ég lá ekki í afgöngunum hehe gott fyrir belginn ég fékk fullt af gjöfum bara nánast eins og ég hafi verið að fermast.. en ástmaður minn og einkasonur voru ansi krúttaðir og á afmælisdaginn kom konan frá blómabúðinni með risa rósavönd og kort með seðlum hehe. Og þetta var sem sagt frá Ara Hrannari bara krúttlegt og komu tár og alles. Kallinn gaf mér svo náttföt bara flott. Fékk svo snyrtidót og enjo kristalinn og andlitshanska og blóm og fullt af pening og stefnan tekin á að versla sér föt fyrir það hlakka mikið til
seinast flík sem ég verslaði mér var óléttuflík....
Jæja best að fara að húsmæðast brjótasaman og fleira meðan Ari sefur í vagninum sínu
*knús*
takk fyrir allar afmæliskveðjurnar
Helgan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.10.2006 | 08:34
Afmælisstelpan
Já kominn tuttugasti og sexti og maður er bara árinu eldri í dag og þar sem ég er afmælisbarn dagsins þá kemur ekki til greina annað en að blogga með bleiku:)
'Eg held að ég hafi ekkert stækkað í nótt en það er alltaf fyrsta spurningin sem maður fær frá pabba á afmælisdaginn hehe
Jæja afmælisstelpan ætalar að knúsa einkasoninn sem er að horfa á Ísland í bítið vildi sko draga mömmu sína snemma á fætur á afmælisdaginn
LeiTer
Afmælisstelpan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
24.10.2006 | 21:32
þetta eru svona mánuðir hehe
jæja þá er ég flutt með bloggið mitt á bara aðeins eftir að laga það til þá er ég sátt á nýja staðnum en svona til að útskýra titil bloggsins þá vorum við hjúin að horfa á ísland í dag áðan og þar var viðtal við konu allt í lagi með það en hún er spurð hvort þetta séu dagar eða jafnvel vikur sem þetta ástand varir hjá henni... og hún átti bara snilldar svar sem var notla alveg óvart en hún svarði sem sagt nei þetta eru svona mánuðir
frekar fyndið hvernig eru svona mánuðir ?hehe þetta vakti frekar mikla kátínu og var nánast eins og ég hefði sagt þetta kannski þess vegna sem mér þótti þetta svona fyndið.. en skömmu seinna mismælti ég mig álika þegar ég var að kyssa ástmann minn bless áðan og segji svo við hann hei það er svona mentol lykt af þér (hann er sko hættur þeim slæma sið að taka í grímuna) og hann segir já er það ekki bara hressandi? jú það er nú meiri munurinn múhahahaha meinti sem sagt að það væri miklu betra að finna þessa lykt en djö*** skítalyktina af þessu tóbaki sem hann var alltaf að troða í grímuna á sér
kom því svona skemmtilega frá mér tihí
Svona fór svo fyrir sumarblómunum mínum.. maður er endalaust að halda í vonina með að veturinn komi ekki en hann er sko kominn og maður verður bara að bíta í það...





Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.10.2006 | 23:57
Testing
Jæja ætla að láta reyna aðeins á þetta langar að breyta um blogg og finnst alveg magnað að geta sett myndir í blogg á þessu blog.is en það er litla mojið á blog.central... svo ég kem til með að blogga með myndum hér:)... svo þið verðið að segja mér hvort ykkur líkar betur þetta eða gamla??
Bara flott mynd af einkasyninum:)
Jæja segið mér svo hvernig ykkur líst á nýja bloggið
LeiTer Helgan í bloggstuði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)