Pylsa með engu og blár powerade!!!!

Hvernig samsetning er það múhahaha. Litill kall frá Dalvík fór í pullaran á selfossi og trúði því ekki að kellurnar sem vinna þar koma oft út og taka pantanir ef það er verið að afgreiða báða bíla í bílalúgunum hehe til að flýta fyrir.  Þegar lítill drengur frá Dallaz lendir í svona aðstæðum þá er bara pantað eitthvað og þetta var hans pöntun pylsa með engu og blár Powerade snilld ég er viss um að ég hefið farið að hlæja ef ég hefði verið afgreiðslustelpan heheGrin

Við famelían skelltum okkur á Akureyri í gær og ætluðum að jólagjafast eitthvað fundum þó ekki nema 4 gjafir úff þá eru 17 eftir hvenær svo sem það klárast ..... en við vorum búin að vera sotla stund og ákváðum að athuga með Ara Hrannar því hann svaf í vagninum hjá Birnu mágkonu og við vorum viss um að hann væri löngu vaknaður og vantaði bobba. því hann var búin að rumska en nei nei við komum til Birnu og co og hann bara enþá sofandi.. svaf í 4 og hálfan samt svaf hann líka á leiðinni inn á Ak ótrúlegur fannst greinilega ekki slæmt að sofa í garðinum hjá frænkuSmile Biggó skellti sér svo í bleika svínið og verslaði í matinn og hann keypti náttúrulega lambalæri og að auki svínakjöt ummm ekkert smá gott Biggó klikkar sko ekki í eldhúsinu. Hann veit líka hvað Helgunni þykir lambalæri gottSmile tók það sérstaklega fram við mig að hann hefði keypt lambalæri dásamlegur...

Jæja spurning um að skella sér í sturtu og föt þar sem maður er á náttslopp og klukkan að vera 1 öss öss öss mætti halda að það væri sunnudagur.

Afi minn er 90 ára í dag ótrúlegur maður þar á ferðSmile Til hamingju með daginn elsku Afi minn eigðu góðan dag.Smile

Jei það er annar í aðventu og kella búin að græja krans ef krans skyldi kalla best að kveikja á tveimur í dag jibbýLoL

Leiter

Helgan


4 ra mánaða demantur í dag

Já sonur minn er 4 ra mánaða í dag algjör gullmoli og bara yndislegasturSmile elska hann svo undur heitt að orð geta aldrei lýst því. Við tengdamamma fórum með hann í 4 mánaða skoðun í morgunn og hann er sko ekki eins og hann sé 4 mánaða eins og hjúkkan sagði hehe hann er orðin 69 cm og 7500gr. Stór, fallegur og brosmildur strákur. Hló bara í skoðuninni og hafði gaman. læt fylgja nokkrar myndir af gullmolanum mínum

169_6980

Alltaf að spjalla bara krúttSmile

170_7010

Gleðin ein við völdGrin 

170_7031

Toppurinn að vera í teinóttuGrin

Ég er búin að vera alveg óð á tuskunni að taka til fyrir jólinn sem b t w eru alveg að koma úff hvað tíminn líður hratt. búin að setja upp nokkrar seríur og svona. Búin að þurka af veggjum og fleira tilheyrandi annars koma víst blessuð jólin alveg þó svo maður þrifi ekki allt hátt og lágt....

 Ætlum að versla einhverjar jólagjafir um helgina og mín ætlar að finna jólagardínur og kannski aðventukrans sem ég er búin að vera að spá í að kaupa síðustu 4 jól hehe en aldrei látið verða af því kannski það gerist núna allt er þegar fimmt er eins og Írisin orðaði það heheGrin

Annars er ég í vandræðum með gjöf handa ástmanni mínum búin að kaup smá en bara svona í skóinn hehe hugmyndir eru vel þegnarUndecided sokkar er það ekki bara fínt múhahaha.

****þetta er allt í lagi ég fer bara í hitt bleika dressið mitt það fer mér líka betur***** úr hvaða mynd/þætti er þessi???

Helgan out


jæja eins og maðurinn sagði...

kella búin að vera alveg tölvufrí udanfarið... skeltum okkur suður á laugardaginn seinasta til að vera á undan veðrinu sem var spáð seinnipart laugardags. Komum á selfoss um hálf sex. Mikið var gaman að sjá allt fólkið sitt. Það var að sjálfsögðu eldaður einn af uppáhalds mat Helgunnar (ánamaðkamatur) svo fékk ég mér að sjálfsögðu breiðlokuLoL  ummmm djöfull sem þær eru alltaf góðar. Við hjúin skelltum okkur svo í bíó í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær fórum að sjá Bond bara geggjað góð mynd. við rétt náðum samt að komast í bíó mættum 7 mín yfir 10. prinsinn var eitthvað pirraður og vildi ekki fara að sofa og svo var hann eins fyrstu nóttina eftir að við komum heim eitthvað órólegur eftir bílferðina þessi elska. Sunnudaginn var svo afmæliskaffi hjá Helgu mágkonu og þar var notla troðið aðeins í sig hehe. Á mánudaginn skelltum við okkur svo í Rvk í íbúðina sem við leigðum. tókum allan farangurinn úr bílnum og kallinn skrapp að kaupa í ísskápin og eitthvað að borða. Kella vildi fá KFC en það var stappað að gera svo hann kom heim með Sub ekkert að því. Nema hvað um nóttina byrjar kallinn að æla og læti. úfff það var ekki sofið mikið þá nótt en ég svaf nú öllu meira. Vakna svo klukkan að verða 8 og ég komin með pestina líka. Við breyddum út svefnsófann í stofunni og þar láum við bæði í pestinni og prinsinn á milli okkar í þvílíku stuði. Hélt barasta að þetta yrði mitt seinasta hélt ekki niðri einu vatnssopa það kom bara allt beina leið til baka var alveg búin á því hvítari en albínói og stóð varla í lappirnar... sat bara við tojarann meðan ég beið eftir ælunni því ég hafði ekki orku í meira. Svo var þetta ekkert grín út af brjóstamjólkinni það var náttúrulega eitthvað næringarlítil mjólk sem stubburinn fékk en ekki hvartaði hann. Veit ekki hvernig þetta hefði verið ef hann hefði verið skælandi. Mamma og pabbi komu svo seinnipartinn því við gátum ekkert huxað um Ara Hrannar. Mamma kom notla með dr. Gyðu töskuna sínaLoL byrjaði á að láta mig fá stíl og svo súkkulaði og eplasafa. sem ég hélt niðri og sem betur fer fór þetta að lagast eftir þetta. Held barasta að Dr. Gyða hafi bara bjargað lífi mínu.. úfff svo sagði hún mér daginn eftir að hún hafi sagt við pabba þegar hún sá mig að hún ætlaði að gefa mér hálf tíma ef ekkert myndi lagast færi hún með mig á spítala til að fá næringu í æð.  Þannig var ástandið á manni. Enda hef ég bara aldrei lent í öðru eins og við bæði óskuðum þess heitt að vera heima í þessu ástandi ekki í fríi í Rvk!!!!!!

Þessi févítas pesti eyðilagði alveg ferðina okkar, Við fórum samt í Smáralind og ég verslaði fyrir afmælispeningana ekki sérlega vel upp lögð en verslaði samt og bara ánægð með afraksturinnWink (kápa, teinóttar buxur, vesti í stíl, peysu og 6 boli) Fórum líka í IKEA en ég verslaði ekkert mikið þar var farin að spá í hvað kæmist í bílinn sem var sko alveg troðinn á heimleiðinniLoL en ég skil ekki hvað fólk er að kvarta yfir því hvað Ikea er stórt mér fannst bara ekkert að þessu hringurinn er ekkert mikið lengri en í gamla en það er bara allt breiðara og ég var bara sátt. Og meira að segja Bjarmi sagði þetta var nú ekkert rosalegt hehe... þegar við komum að kössum heyðist í okkur báðum er þetta búið!! hehe svo við förum þangað aftur í næstu ferð ekki spurning. Verðum vonandi í betra ástandi þá. Við heimsækjum vonandi líka þá sem við ætluðum að heimsækja í þessari ferð því það varð nú ekkert úr þeim því miður....  Við ætluðum líka á Rockstar tónleikana og vorum komin með miða og alles en nei ekki það heldur!!!!!

jæja þetta er orðið alltof langt og niðurdrepandi blogg

LEiter

Helgan


Hugarheimur Helgunnar..

Var að velta því fyrir mér afhverju við frá Íslandi erum Íslendingar en eins og til dæmis fólk frá Póllandi er pólverji eða pólskt??? og frá Indlandi Indverjar/indversk.. ég hefði haldið að lönd sem heita eins og okkar (endar á land)ættu þá að vera t.d Póllendingar og Indlendingar hvað ræður þessu ? eru við kannski einu sauðhausarnir sem erum lendingar heheGrin ættum við ekki að vera bara Ísverjar? eða hljómar það ekki frekar kjánalega: komdu sæl ég heiti Helga og ég er Ísverji múhahaha þvílík vitleysa fór allt í einu að spá í þetta þegar ég gat ekki sofnað í gær einkennilega pælingar hjá kellu.LoL

Mín barasta búin að föndra öll jólakortin hátt í 60 stykki takk fyrir pent. og kláraði þau í gær og byrjaði í fyrragær.. já maður er náttúrulega eins og framleiðslufyrirtæki nokk lík ömmu minni Helgu þar... sem prjónar nokkrar lopapeysur á viku og stundum vettlinga sett bara fyrir hádegi, málar og sker út, býr til lampa úr gleri og fleira og fleira orðin 86 ára gömulSmile Hún brjónaði fyrir mig lobbu í Bob marley litunum fyrir þjóðhátíð 2000 ef ég man rétt. kom með loban til hennar í júní og bað hana bara að dunda við þetta þegar hún hefði ekkert að gera ekki lægi á. 3 dögum seinna hringir hún og biður mig að koma að máta ég bara amma þó!!! hehe kom svo og mátaði svo réttir hún mér vettlinga í sömu litum og segir æj svo gerði ég vettlinga úr afgangnum í morgunn ótrúleg kona. Mér var nú boðin 25000 kall í lobbuna góðu en týmdi því ekki hehe hefði betur selt hana og beðið bara kellu að gera aðraGrin nei ekkert gaman ef einhver á eins... svo er hún á fullu að gera þessar aðsniðnu sem eru svo vinsælar núna náttútulega búin að gera 2 á mig og samtals örugglega 40 stk. og svo á hún á lager ef einhver vill kaupa, vantar í jólagjöf eða langar bara í hehe þá getiði bara kommentað eða sent mér tölvupóst á bleika13@hotmail.com hún gerir líka eftir pöntunum og tekur ekki nema 8000 kr fyrir peysuna (með loba) sem er bara hlæjilegt. Hún er svo glöð ef hún hefur eitthvað að prjóna og ekki löng bið ef þið hafið áhugaSmile

161_6121

 Brúna lobban mín bara flott með hettu og útvíðum ermumSmile

ég geri ekki annað þessa dagana en að spá í jólagjafirnar og hvað á að gefa hverjum og mestan höfuðverk er ég með yfir því hvað ég á að gefa kæró en er með margt í huga langar bara að gefa honum svo margt veit ekki hvað ég á að velja og hvað ekki. ég á örugglega eftir að kaupa nokkra hluti ég get aldrei gefið bara einn hlut allavega á ég mjög erfitt með það því ég þarf alltaf að hafa eitthvað með. Gott dæmi þegar við hjú förum að versla jólagjafirnar saman og erum kannski búin að finna handa nokkrum svo erum við að skoða og ég allt í einu komin með eitthvað í hendina sem ég sá fyrir mér með einni gjöfinni sem við vorum búin að kaupa þá spyr kallinn handa hverjum á þetta að vera? Ég: möggu.. Hann: erum við ekki búin að kaupa handa henni? Ég: jú, ætla bara að hafa þetta svona meðErrm Hann: Helga mín það þarf ekki alltaf að gefa eitthvað með það er alveg nóg að gefa bara einn hlut. Ég: okeiBlush skila hlutnum. Svo er ég að fara að pakka inn þá er ég búin að finna eitthvað með þegar ég hef verið ein í búð og lauma í pakkan  múhahahahahaha ekki skilja mig eftir eina í búð boðar ekki gott tihí ég get stundum ekki hamið mig þegar kemur að gjöfum finnst svo gaman að gefa. Ohhh ég hlakka svo til jólanna yndislegur tímiGrin

LeitEr

Helgan gjafaóðaTounge


Hvur þremillinn er

Eigilega í Nóa kroppi???? shjett ég get étið endalaust af þessu. Kaupi alltaf svona OFURpoka í bleika svíninu ummm og ef ég byrja þá bara varla get ég hætt.... þetta er rosalegt en gerir súkkulaði ekki mann bara sætariGrin??? ég ætla að halda bara í þá von hehe þar sem ég gæti aldrei hætt að borða súkkulaði eða eitthvað annað nammi er sennilega ein mesta nammigylta norðan Alpafjalla get svo svarið það!!!! ekki nóg með nammiæðið þá bara borða ég ekkert smá mikið kannski engin furða að mömmur vina minna sögðu gjarnan að ef ég væri það sem ég borða þá væri ég löngu sprungin Sick svo er oft sagt við mig (kannski ekki akkurat núna óléttu u know) hvernig ég færi að því að vera svona mjó og ég er alltaf fljót að svara "bara borða mikið"Grinwhatttt hehe já ég er sísvöng hef alltaf verið og ef ég verð geðvond þá er það svengdinni um að kenna. Á gelgjunni var ég alveg óviðræðuhæf ef mallinn var tómurDevil Þegar við erum á leiðinni á Selfoss þá er ég alla leiðin að huxa um hvað það verði gott að fá sér breiðloku og KFC.. hvað er að mér!!

við litla famelían erum  að fara suður um næstu helgi og verðum fram til 1. des. guð hvað ég hlakka til að hitta fjölskylduna mínaKissing er strax farin að huga að hvað á að taka með ég er svo mikill fullkomnunareitthvað að það þarf allt að vera planað með góðum fyrirvara. Svo núna fylgir manni fullur bíll, vagninn og fleira tilheyrandi fyrir prinsinn. Sem minnir mig á þegar við fjölskyldan, mamma, pabbi og við systkini fórum í sumarbústað í denn. Þá áttu mamma og pabbi 5 manna bíl og við systkinin erum sko 5. Þannig við vorum 7 í 5 manna 244 VolvoGrin merkilegt að enginn löggimannPolice stoppaði okkur.. þá sat ég sem sagt með Möggu siss og Grétar með Ara bró og Þórður í stól í miðjunni og svo kemur það besta 7 manns fylgir náttla slatti af farangri (mér sennilega mest) og ekki komst allt fyrir í skottinu á Vollanum  7 sængur og 7 koddar..en Gunni kallin deyr nú ekki ráðalaus þá var bara fengið lánuð kerra mikið rétt við fórum í vikuferð í sumarbústað með kerru í eftirdragi þvílík snilldW00t Þetta breyttist svo þegar Gressi fékk bílpróf og fékk sér nátla volvo 244 en ekki hvað!! og þá var bara farið á tveimur bílum og allir vildu nátla fara með Gressa í bíl hehe gaman að þessuGrin

LeitEr

Helgan á suðurleið


Áskorun dagsins....

Jóhanna skoraði á mig að gera þennan lista og maður tekur áskorun ekki spurningTounge ég ætla svo að skora á Sólrúnu, Önnu Kristínu, Brynju, Helgu Fríði, Lóu og Nonna að svara þessu á sínu bloggiGrin

Only.
One.
Word

1. Yourself: úldin
2. Your boyfriend/girlfriend: FrábærasturInLove
3. Your hair? Blond

4. Your mother?: Best

5. Your Father: Bestastur

6. Your Favorite Item: Skrattinn (sófinn)

7. Your dream last night: Vondur

8. Your Favorite drink: Vatn

9. Your Dream Car: HummerW00t

10. The room you are in: barnaherbergið (verðandi)

11. Your Ex: lúser

12. Your fear: Sjórinn

13. What you want to be in 10 years: Einkaþjálfari

14. Who you hung out with last night? Fjölskyldunni

15. What You're Not? óheiðarleg

16. Muffins: góðar

17: One of Your Wish List Items: Gallabuxur

18: Time: 10:52

19. The Last Thing You Did: Hnerraði

20. What You Are Wearing: náttfötum

21. Your Favorite Weather: Sól

22. Your Favorite Book: upphafið

23. The Last Thing You Ate: Cheerios

24. Your Life: Yndislegt

25. Your Mood: good

26. Your body: slappurCrying

27. What are you thinking about right now? Bjarma

28. Your car: Avensis

29. What are you doing at the moment? tölvunni!!!

30. Your summer: Gott

31. Your relationship status:
Sambúð

32. What is on your tv? Fréttir


33. What color are your underwear? Bleik


34. What is the weather like? Kalt

35. When is the last time you laughed?
Áðan


 


Innipúkinn...

Já ég er algjör innipúki hef varla farið út úr húsi í nokkra daga. Er samt kominn með veruleg fráhvarfseinkenni frá ræktinni..Þetta hlítur nú að fara að skána trúi ekki öðru sko veðrið hehe. Annars voða lítið að frétta. Hver nennir samt að glápa á hana Valentínu á hverjum degi? Þetta er án efa mesta drama sem sýnt hefur verið í snjónvarpi. Endalaust verið að grenja og ég veit ekki hvað og hvað. Hef nú horft á nokkra þætti og það er ein sem ég hef aldrei heyrt tala venjulega alltaf með gráttóni hehe. LoL Svo voru allir brjálaði þegar þessi þættir voru færðir fram yfir hádegi hehe hver horfir á þetta? þetta er reyndar ágætist skemmtiefni því þetta er náttúrulega ferlega illa leikið hehe.. En annars eru nokkuð margir góðir þættir á Stöð 2 eins og Grey´s og Prison break maður má ekki miss af þætti af hvorugumSmile

En nóg um Imbakassann mann hrillir alveg við þessum brunum sem hafa verið undanfarið og maður er bara hræddur. Ég huxa stundum ef það myndi kveikna í meðan við sofum hvernig við færum að því að brjóta gluggan til að komast út ef maður vaknar við reykskinjarann og hvort maður næði myndunum sínum með sér út, því þær eru allavega mér mjög mikilvægar. Æj vil ekki huxa um þetta en það var í Ísland í bítið verið að kynna slökkvutæki og eldvarnarteppi og fleira og maður þarf nú að eiga svona því maður veit aldrei, þetta á náttúrulega að vera til á hverju heimili.

Vá það eru endalaus læti í barnapíunni þetta tæki er greinilega of næmt því ég veit ekki til þess að það séu lítil börn nálægt mér og ég heyri bara samtal fólks og grátur í öðru barni en mínuLoL. og ég alltaf að kíkja í vagninn og athuga en Ari Hrannar stein sefur. Tækið okkar greynilega að ramba inn á aðra rásGrin

Einhverjir hafa nefnt það að það sé eitthvað bras að kvitta á nýja blogginu mínu en það er ekki þið byrjið bara á að skirfa skilaboð, ýtið á senda þá þarf að skirfa nafn og netfang en það þarf ekki að skrifa nema bara a@b.is eitthvað álika ekkert flókið og enginn staðfestingarkóði. Svo ef maður er með blogg á blog.is þá þarf maður bara að skirfa og ýta á senda mjög einfalt og þægilegt og ég mæli með þessu kerfiWink búin að prufa 5 önnur og ég fíla þetta bestGrin maður getur sett myndir í blogg og myndbönd og fleira og fleira.

Jæja kellan ætlar að fara að föndra meðan gullið mitt sefur.

Hafið það gott

Leiter Helgan

Ein góð af gullinu mínuInLove

Sæti

Always good weather in Africa....

Sjá þetta veður hérna ég vil sko alveg hafa snjó það er ekki málið en ekki þannig að maður þurfi að klofa upp að mitti til að komast ferða sinna. Minn maður kominn með jeppadellu því okkar bíll festist bara á að heyra veðurspánna. Þegar við verðum rík þá munum við koma til með að eiga einn vetrar og einn sumarbíl. Maður sér ekki út um gluggana sökum snjós eftir skafrenninginn svo vaknar maður upp á nóttunni þegar það hrinur af þakinu og gluggunum. Já þetta er Grænland eins og Ari bró segir gjarnanGrin en samt er þetta svo fallegt það er svo bjart þegar snjórinn er og maður vill bara fara að fá jólinGrin Minn heittelskaði hann elskar svona veður og er helst mættur út um leið og það byrjar en ég fer ekki út úr húsi hehehe  Hann og vinir hans stunduðu það í denn að hanga úti í brjáluðum byl og leita af einhverjum sem væri fastur og þá var sko aðal sportið að hjálpa til við að losa bílinn. bara gaman að því.

Við skötuhjú fórum í afmæli til Brynju á laugardaginn hún var 20 og 10 kellan. þar var svaka stuð ég örugglega eina edrú manneskjan á svæðinu en skemmti mér konunglega. maður þarf sko ekki bakkus til að skemmta sér ef maður er skemmtilegur múhahahaW00t. minns er kominn í svo góða æfingu eftir að vera ólétt og svona hef reyndar ekki drukkið áfengi í eitt og hálft ár og sakna þess ekki mikið bara peningar út í bláinn. ég verð líka alltaf svo ónýt að ég nenni ekki að standa í því að vera þunn í 1-2 daga eftir eitthvað smá djamm. Frekar er ég með fúlle femm og bara drævaCool En já í afmælinu voru bara góða kræsingar og ég stóð mig allavega vel í þeim hehe. Tengdamamma var hjá Ara mínum á meðan og er þetta í fyrsta skipti sem við förum eitthvað út saman síðan hann fæddist, pínu stress á kellu og aðeins fylgst með tímanum en ég held að það sé bara eðlilegt.

Hér eru nokkrar myndir úr afmælinu, svo er mappa með fleiri myndum til hliðar. Írisin mín var í miklu stuði og sýndi marga mismunandi svipiTounge

krúttwazzzzzup!!!

stuð á mannskapnumVið aftur

Afmælisskvísu kossVoða miklir félagar:)

KoddaslagurBjarminn minn

Já það var sko stuð koddaslagur og óvæntur gestur og fleira sneddý. Takk fyrir okkur Brynja og NonniCool

LeiTer

Helgan


Litli stóri strákurinn minn 3ja mánaða í dag.

163_6391

sæti strákurinn minn nývaknaðurSmile

164_6402

alltaf svo glaður þessi elskaGrin

164_6410

Strákarnir mínir tveirWink

Glaður hjá pabba sínumLoL

164_6413

Þvílík dúlla alltaf brosandiGrin

164_6438

Algjör sperrileggur bara alltaf standandi gæti orðið hjólbeinóttur eins og mamman

Myndataka hjá Millý af Ara Hrannari 001

ein í viðbót hann er reyndar bara 7 vikna hér flottasturSmile

HeartknúsHeart til þín elsku strákurinn minn elska þig endalaustHeartHeart

Helgan

 


Vertu í núinu!!!

Ég er alltaf að vinna á Núinu einhverja smá vinninga ég vann nú sex daga í röð um daginn heheWink en svo vinn ég alltaf eitthvað sem ég kem örugglega aldrei til með að nota eins og 2 fyrir 1 á Red chill, 30% afslátt á sama stað, 30% afslátt af skartgripum í einhverji búð (örugglega okurbúlla), 2 vikur frítt á einhverju bardaganámskeiði, 2 fyrir 1 á nokkrum videoleigum, 25% afslátt af einhverju brúnkukremi á einhverji stofu. 2 fyrir 1 í litun og plokkun (sem ég fatta ekki alveg) borga ég þá fyrir aðra augabrúnina en fæ báðar litaðar og plokkaðar maður spyr sig, varla tek ég kallinn með í lit og plokk heheLoL en í dag er fyrsta skipti sem ég vann eitthvað sem ég get notað þar sem staðurinn er á AkureyrisCool vann 25% afslátt á Greifanum ummm Wink ég skal sko nota það.. en ég býð náttúrulega bara eftir stóra vinningnum væri mjög mjög ánægð með að fá útlandaferð ef þeir á núinu vildu vera svo vænir....

Það er sem sagt kominn föstudagur og ég og Ari ætluðum sko að skella mér í göngutúr með Svönu og Arnari litla en svo vaknaði ég svona eld gömul í náranum að ég vart get gengið öss öss öss veit hreinlega ekki hvað æfingar ég var að gera í svefni en nárinn er bara out of order og versta við það að ég varla get haldið á drengnum en það lagast áður en ég gifti mig ekki er það á næst leytiTounge þýðir ekkert að græta Björn bónda út af því...

Ég er alveg að missa það í jólahugleiðingum er alveg kominn með guddý hugmyndir og bara spennt sko... á mjög erfitt með að fá Bjarmann með mér í jólagír sama hvað ég reyni en svona bara til að minna á það þá eru ekki nema 51 dagur til jólaWizard Nýji föndurklúbburinn hittist hjá minni í gær að spá og spögulera og spjalla náttúrulegaLoL lýst vel á þetta hjá okkur. ég ætla svo líka að fara að föndra jólakortin og Valdís ertu game? allt í bígerð ég þarf að hafa þetta allt saman klappað, klárt, úthuxað og reddý með góðum fyrirvara ég er ekki þessi týpa sem fer að redda jólagjöfunum fyrir hádegi á aðfangadag ó neiCrying

cokesanta[1]

Jólin jólin jólin koma brátt... lalalalala tapaði mér alveg í fýlingum þarna heheWhistling 

ætla rétt að vona að ég fari ekki í jólaköttinn í ár kannski ég fái nýja brók aldrei að vita tihí

Jæja þetta er komið gott

góða helgi snúllurnar mínar

JólaHelgan

laracroft[1]

Helga Croft í miklu jólaskapiKissing

búin að lauma einum extra pakka undir tréð til elsku strákanna minnaHeart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband