Nýjársblogg:)

það var mikið að maður gaf sér tíma til að blogga. Maður er nánast búin að gera ekki neitt nema slappa af í faðmi fjölskyldunnar sem er náttúrulega það bestaSmile jú ekki má gleyma að maður er búin að vera á beit bókstaflega shitttt hvað ég er búin að borða mikið og ekki borðaði ég lítið fyrir úfff maður er bara búin að vera að éta allan daginn og um hálf 1 á kvöldin þá er maður að hætta í nammiskálinni úff ekki gott en jólin eru bara einu sinni á áriTounge borða reyndar nammi allt árið um kring og mikið af því heheLoL en nú er ég sko komin á fullt í ræktina nú er bara að koma sér í form.. ég er nú samt ekkert að springa en í form er planiðLoL 

Gleðilegt árið kæru vinir og ættingjar og óvinir líka heheDevil

Jólin hjá mér voru dásamlega vægast sagt naut þess að vera með strákunum mínum og tendafjölskyldu, fékk fullt fullt af fallegum gjöfum takk fyrir mig allir samanSmile við erum bara búin að sofa fram að hádegi og hafa það alltof gott hehe Ari Hrannar alltaf að stækka og þroskast og maður sér alltaf nýtt hjá honum á hverjum degi nýlega farin að velta sér á magan og svo er hann farin að hreyfa sig í göngugrindinni sem hann fékk í jólagjöf, alltaf að gefa frá sér ný og ný hljóð og bara dásamlegur í alla staði. Hann verður 5 mán á laugardaginn og fórum við með hann í skoðun í gær orðin 8030gr og 72cmSmile flottastur og fær enþá bara brjóstamjók enda alveg keppnismjólk þar á ferð.

Bónorðið stendur náttúrulega uppúr á aðfangadag enda krúttlegasta bónorð sem sögur fara af verð nú bara að segja aðeins frá þvíHeart Þetta gerðist sem sagt fyrir hádegi var alveg dragúldin á náttsloppnum hehe. Við gefum hvort öðru alltaf í skóinn á aðfangadagsmorgun og þetta var sem sagt skógjöfin mín. Hann leggur hana á eldhúsborðið og segjir mér að ég verði að opna hana þar, ég spurði náttla hvort ég myndi fara að skæla en hann sagði að það væri enginn hætta á þvíGrin gjöfin var á stærð við A4 blað bara þykkari. ég opna pakkan og inn í honum er mappa og inn í möppunni fullt af blöðum. á fyrsta blaðinu voru smá leiðbeiningar um það að á hverju blaði væri spurning og ef svarið mitt við spurningunni væri já eða jú þá mætti ég fara á næstu spurningu, og ef ég svaraði öllum með já eða jú þá fengi ég að sjá hvað væri í pakkanum.. það voru spuringar eins og: "finnst þér lífið ekki yndislegt"?, "ertu hamingjusöm"?, " finnst þér ekki stundum eins og við séum ríkasta fólk í heimi?", "finnst þér við ekki heppin að eiga það sem við eigum"? næst seinasta spurningin var svo "viltu eyða með mér ævinni?" og 13. og seinasta spurningin var svo Viltu Giftast mér og hann tók upp hringanaInLoveInLove (sat sko á móti mér) *skæl* sá sko hringana ekki strax fyrir tárumHeart  dúddamía átti sko ekki von á þessu hélt að hann ætlaði að fara að bjóða kellu til útlandaGrin og hjartað tók alveg auka kipp Heartfimmtudeginum fyrir jól hringdi hann sko í pabba og bað um leyfi krúttlegasturInLove þvílík rómantíkHeart gerði þetta með stæl þessi elska. Við höfum ekkert rætt um brúðkaup eða neitt og hann stundum sagt ég ætla bara að gifta mig þegar ég verð gamall kall hehe og ég hef þá sagt að ég vilji ekki vera gömul og hrukkótt þegar ég gifti mig hehe fyrir vikið kom þetta mér enþá meira á óvart. og hann er sko heimsmeistari í að koma mér á óvart I love itInLove en við erum ekki búin að ákveða stóra daginn enþá en það verður vonandi innan 2 ja ára kemur í ljósSmile

Nú er svo nýtt ár gengið í garð og var 2006 besta ár lífs míns til þessa og vonandi verður 2007 álíka gott ár. stefnan tekin á að rækta sjálfa mig og ástarsamband mitt maður verður að rækta þaðWink og stefni líka á að rækta samband mitt við vini mína og fjölskyldu heyra meira í þeim sem eru fyrir sunnan það er nebla ekki svo erfitt að taka upp tólið og spjalla aðeins þó það virðist oft vera það.... Ætla að koma mér í toppform aftur, fara vonandi til útlanda með strákunum mínum tveimur, fyrst ætla ég að vinna í lottóinu hehe, fara jafnvel í skóla eða gera eitthvað nýtt aldrei að vita hvað nýtt ár ber í skauti sér. Verða meira hamingjusöm (ef það er mögulegt) Vonandi verður þetta ár yndislegt fyrir ykkur öllSmile

*risa nýjársknús*

HeartHelganHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir innlitið

Ólafur fannberg, 5.1.2007 kl. 01:24

2 identicon

Jiii...ekkert smá krúttlegt bónorð :)

Enn og aftur til hamingju, held einmitt að árið 2007 verði æðislegt :)

Knús og kram til ykkar :*

Anna Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 09:41

3 Smámynd: Josiha

Æ ég táraðist bara við að lesa þetta. Ekkert smá krúttlegt bónorð og ég sé þig svo fyrir mér hágrenjandi við elhúsborðið, hehe
Gleðilegt ár Helga mín. Vona að nýja árið verði alveg frábært hjá þér og þínum

Josiha, 5.1.2007 kl. 12:00

4 identicon

Ekkert smá sætur!! Hann kann þetta greinilega strákurinn.. og efast ég ekki um að Ari Hrannar læri af meistaranum :)

Gleðilegt ár og vona að árið verði frábært hjá þér og þínum 

Árún (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 15:06

5 identicon

blessuð HELGA mín þetta er meyriháttar allt saman hjá ykkur,hann er ekkert smá sætur við þig vonandi verður nýja árið eins gleðilegt hjá ykkur,knúsaðu ARA HRANAR frá mér

greta (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 19:30

6 identicon

Ótrúlega frábært:)
Við þurfum svo að vera meira í bandi.
Kossar,knúsar og gleðilegt ár!
Sonja Björg

Sonja Björg (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 15:54

7 identicon

Innilega til hamingju með bónorðið :)  Ekkert smá frumlegur, hann má nú eiga það!  Gleðilegt ár líka!

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 18:23

8 Smámynd: Helgan

Anna: takk fyrir sæta þetta var bara það krúttlegasta já vonum að 2007 verði í alla staði magnað *knús*til baka

Jóhanna: Æj krútt að lifa þig svona inn í þetta hehe en ég er ekki hissa á að þú skulir tárast tihí. Gleðilegt Ár Sæta og takk og vonandi verður árið magnað hjá þér og þínum líka *knús*

Árún: já hann er sko sætastur gerir þetta með stæl í fyrsta og eina skipti og Ari á sko vonandi eftir að líkjast honum ekki leiðum að líkjast gleðilegt ár og takk sömuleiðis

Gréta: takk frænka vonum að árið verði bara magnað í alla staði og líka hjá þér og hann er sko sætur við mig ekki hægt að segja annað

Sonja: já alveg frábært hehe og já tökum upp þráðinn og gleðilegt ár sæta mín og knúsar til baka

Jóna: Takk fyrir það skvís já hann er sko frumlegur það vantar nú ekki hehe og gleðilegt ár til þín líka og vonandi verður það magnað *knús*

Helgan, 8.1.2007 kl. 12:01

9 identicon

Hæ elskan mín. ohh hvað er gaman að heyra hvað þú ert hamingjusöm og Bjarmi náttla bara rómantískur hehe.. þetta er bara eins og í bíómyndunum. En heyrumst fljótlega sæta og hafið það gott. og knúsaðu litla broskallinn minn frá okkur ;)

Hildur Magg (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 18:23

10 Smámynd: Helgan

hæ Hilda mína já hann er svo rómó hehe. Já heyrumst bráðum rosalega gaman að sjá þig um daginn sætust og ég knúsa hann frá ykkur og knús til baka til ykkar

Helgan, 8.1.2007 kl. 23:49

11 identicon

OHHHHHHH bara bónorð og alles og ég hér bara út á túni og veit ekki neitt :)

Svona er að vera stödd á heimskautsbaugnum og fara aldrei í tölvu þar.

En jeeee bara yndislegt og ég vil óska ykkur innilega til hamingju með þetta...ekki að spyrja að Bjarmanum :) klárlega eitt sætasta bónorð sem ég hef heyrt ever :)

Til lukku sæta par :)

Knús og kossasr

Helga Fríður

Helga Fríður (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 01:45

12 identicon

Vá þetta er æði Helga mín!

Innilega til hamingu og Gleðilegt nýtt ár ;)

Kveðja

Inga Erl

Inga (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband