19.12.2006 | 13:43
4ra mánaða með brúknukrem kannski í það snemsta!!!
Ég er svo mikill snilli..... í gærmorgunn fór ég í sturtu eins og alla aðra morgna þegar ég var búin að sturta mig skellti ég á mig brúnkukremi sem ég geri mjög reglulega þar sem ég er tanaholic
eða eitthvað þannig brúnkufíkill sem sagt. Hef nú samt skánað verulega enda nenni ég ekki að fara í ljós lengur var alveg ágætlega dugleg í því einu sinni. Nú eru það bara brúnkukrem enda miklu hollara að nota svoleiðis. Já svo ég klári nú söguna klukkutíma eftir að ég bar á mig fór ég að gefa drengnum mínum bobba og svo fór hann í vagninn sinn bara eins og vanalega. Svo þegar hann vaknar og ég tek hann inn og af fer húfan sé ég ekki bara brúnan plett á eninnu á drengnum og mér bregður nú heldur betur í brún og fór að huxa hvað þetta væri nú eigilega þetta leit úr eins og stærðarinnar (ljós) marblettur
. Eftir miklar pælingar kveiknaði á perunni hjá kellu og mér er litið á handleginn minn þar sem hann lá stuttu áður að næra sig þessi elska, þar vantar akkurat eins blett í brúnkuna mín og var á enninu á Ara mínum
. Ég fór náttla að hlæja og spurði hann hvort honum þætti það ekki heldur gróft að byrja að nota brúnkukrem 4 mánaða
múhahaha þetta var mjög fyndið eftir á allavega
*Sjá þessa dúllu fallegastur Allra*
Gátan hvaðan er þessi: Hva á bara að fara að halda jól svona um mitt sumarið?
Athugasemdir
Hahaha... þetta er snilld, svaka töffari bara byrjaður í brúnkukreminu ;)
En já þetta er úr myndinni Dalalíf ;)
Anna Kristín (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 15:54
Jebb Dalalíf er það. Var það ekki þegar Þór var að flaka fiskinn sem hann taldi verslunarstjórann ekki einu sinni þora að gefa kettinum sínum, svo ógeðslegur var hann.
ragnhildur (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 17:19
Hahahaha....þetta var ógeðslega fyndin saga! Minnir nett á Footy wives...æ þarna þegar barnið var smurt með brúnkukremi til að gera það meira eins og...æ e-ð e-ð....
Hafðu það ofsalega gott!
Josiha, 19.12.2006 kl. 23:31
kvitt og bestu jólakveðjur
Ólafur fannberg, 20.12.2006 kl. 08:20
Hahahahahaha illa góð mar hehehe snilld og shit hvað ég hló af færslunni hérna fyrir neðan þessa :) :) ég huxaði án spaugs; á hverju er Helga???
Ek beint þér líkt að tala svona opinskátt um kynfæri þín hahahahahahaha geðveikt ::)
Kata Árna! (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.