6.12.2006 | 14:38
4 ra mánaða demantur í dag
Já sonur minn er 4 ra mánaða í dag algjör gullmoli og bara yndislegastur elska hann svo undur heitt að orð geta aldrei lýst því. Við tengdamamma fórum með hann í 4 mánaða skoðun í morgunn og hann er sko ekki eins og hann sé 4 mánaða eins og hjúkkan sagði hehe hann er orðin 69 cm og 7500gr. Stór, fallegur og brosmildur strákur. Hló bara í skoðuninni og hafði gaman. læt fylgja nokkrar myndir af gullmolanum mínum
Alltaf að spjalla bara krútt
Gleðin ein við völd
Toppurinn að vera í teinóttu
Ég er búin að vera alveg óð á tuskunni að taka til fyrir jólinn sem b t w eru alveg að koma úff hvað tíminn líður hratt. búin að setja upp nokkrar seríur og svona. Búin að þurka af veggjum og fleira tilheyrandi annars koma víst blessuð jólin alveg þó svo maður þrifi ekki allt hátt og lágt....
Ætlum að versla einhverjar jólagjafir um helgina og mín ætlar að finna jólagardínur og kannski aðventukrans sem ég er búin að vera að spá í að kaupa síðustu 4 jól hehe en aldrei látið verða af því kannski það gerist núna allt er þegar fimmt er eins og Írisin orðaði það hehe
Annars er ég í vandræðum með gjöf handa ástmanni mínum búin að kaup smá en bara svona í skóinn hehe hugmyndir eru vel þegnar sokkar er það ekki bara fínt múhahaha.
****þetta er allt í lagi ég fer bara í hitt bleika dressið mitt það fer mér líka betur***** úr hvaða mynd/þætti er þessi???
Helgan out
Athugasemdir
Vá hvað hann er orðinn S T Ó R! Segi bara eins og hjúkkan - það er ekki eins og hann sé 4ja mánaða
Og já til hamingju með hann.
Josiha, 7.12.2006 kl. 22:00
Vá en gaman að fá kvikmyndagátu. En ég er enganvegin að geta hana. Verð bara að bíða eftir næstu gátu og þá skal ég standa mig betur.
Kv. Ragnhildrur
Ragnhildur (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 11:15
Hey, verður hann ek ófríði gaurinn :) kominn með litlu taktana "ollreddí" hehehe...já róleg á tuskunni Helga mín :) :) mátt nú ek gera útaf við þig svona réééétt fyrir jólin :)
Kata Árna! (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 13:11
sælar sælar, alldeilis stækkar gaurinn, það er ekki að spyrja að því, búinn að ná frænkunni sinni.mér finnst ég eitthvað kannast við þessa gátu þína, er þetta ekki úr föstu liðunum,gott ef þetta er ekki bara skorrdal yngri, hvað hún heitir nú, heitir hún kannski líka hildigunnur, æi man þetta ekki svo vel.
helga flosa (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 16:57
Takk fyrir það Jóhanna:) Ragnhildur þú ert nú svo góð í svona gátum:) Kata mín nei nei ég geri ekkert útaf við mig enginn hætta á því.
Já Helga mín hann stækkar sko ekki hægt að segja annað:) en já það er rétt hjá þér sko þig ánægð með kellu þetta var fröken Hildigunnur Skorrdal
Helgan, 12.12.2006 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.