jæja eins og maðurinn sagði...

kella búin að vera alveg tölvufrí udanfarið... skeltum okkur suður á laugardaginn seinasta til að vera á undan veðrinu sem var spáð seinnipart laugardags. Komum á selfoss um hálf sex. Mikið var gaman að sjá allt fólkið sitt. Það var að sjálfsögðu eldaður einn af uppáhalds mat Helgunnar (ánamaðkamatur) svo fékk ég mér að sjálfsögðu breiðlokuLoL  ummmm djöfull sem þær eru alltaf góðar. Við hjúin skelltum okkur svo í bíó í fyrsta skipti síðan ég veit ekki hvenær fórum að sjá Bond bara geggjað góð mynd. við rétt náðum samt að komast í bíó mættum 7 mín yfir 10. prinsinn var eitthvað pirraður og vildi ekki fara að sofa og svo var hann eins fyrstu nóttina eftir að við komum heim eitthvað órólegur eftir bílferðina þessi elska. Sunnudaginn var svo afmæliskaffi hjá Helgu mágkonu og þar var notla troðið aðeins í sig hehe. Á mánudaginn skelltum við okkur svo í Rvk í íbúðina sem við leigðum. tókum allan farangurinn úr bílnum og kallinn skrapp að kaupa í ísskápin og eitthvað að borða. Kella vildi fá KFC en það var stappað að gera svo hann kom heim með Sub ekkert að því. Nema hvað um nóttina byrjar kallinn að æla og læti. úfff það var ekki sofið mikið þá nótt en ég svaf nú öllu meira. Vakna svo klukkan að verða 8 og ég komin með pestina líka. Við breyddum út svefnsófann í stofunni og þar láum við bæði í pestinni og prinsinn á milli okkar í þvílíku stuði. Hélt barasta að þetta yrði mitt seinasta hélt ekki niðri einu vatnssopa það kom bara allt beina leið til baka var alveg búin á því hvítari en albínói og stóð varla í lappirnar... sat bara við tojarann meðan ég beið eftir ælunni því ég hafði ekki orku í meira. Svo var þetta ekkert grín út af brjóstamjólkinni það var náttúrulega eitthvað næringarlítil mjólk sem stubburinn fékk en ekki hvartaði hann. Veit ekki hvernig þetta hefði verið ef hann hefði verið skælandi. Mamma og pabbi komu svo seinnipartinn því við gátum ekkert huxað um Ara Hrannar. Mamma kom notla með dr. Gyðu töskuna sínaLoL byrjaði á að láta mig fá stíl og svo súkkulaði og eplasafa. sem ég hélt niðri og sem betur fer fór þetta að lagast eftir þetta. Held barasta að Dr. Gyða hafi bara bjargað lífi mínu.. úfff svo sagði hún mér daginn eftir að hún hafi sagt við pabba þegar hún sá mig að hún ætlaði að gefa mér hálf tíma ef ekkert myndi lagast færi hún með mig á spítala til að fá næringu í æð.  Þannig var ástandið á manni. Enda hef ég bara aldrei lent í öðru eins og við bæði óskuðum þess heitt að vera heima í þessu ástandi ekki í fríi í Rvk!!!!!!

Þessi févítas pesti eyðilagði alveg ferðina okkar, Við fórum samt í Smáralind og ég verslaði fyrir afmælispeningana ekki sérlega vel upp lögð en verslaði samt og bara ánægð með afraksturinnWink (kápa, teinóttar buxur, vesti í stíl, peysu og 6 boli) Fórum líka í IKEA en ég verslaði ekkert mikið þar var farin að spá í hvað kæmist í bílinn sem var sko alveg troðinn á heimleiðinniLoL en ég skil ekki hvað fólk er að kvarta yfir því hvað Ikea er stórt mér fannst bara ekkert að þessu hringurinn er ekkert mikið lengri en í gamla en það er bara allt breiðara og ég var bara sátt. Og meira að segja Bjarmi sagði þetta var nú ekkert rosalegt hehe... þegar við komum að kössum heyðist í okkur báðum er þetta búið!! hehe svo við förum þangað aftur í næstu ferð ekki spurning. Verðum vonandi í betra ástandi þá. Við heimsækjum vonandi líka þá sem við ætluðum að heimsækja í þessari ferð því það varð nú ekkert úr þeim því miður....  Við ætluðum líka á Rockstar tónleikana og vorum komin með miða og alles en nei ekki það heldur!!!!!

jæja þetta er orðið alltof langt og niðurdrepandi blogg

LEiter

Helgan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob

hahahahahaha... vóóóóóó.... ég legg ekki í að lesa þetta blogg núna... en lofa seinna!

Jakob, 4.12.2006 kl. 18:55

2 identicon

Það er aldeilis ömurlegt..pestin að fara með fólk..eins gott að ykkur sé batnað :) En alltaf er nú gott að fá mömmuhjálp þegar maður er veikur..minnir mann á gömlu tímana!! Þarf svo að tékka á mr bond..hef bara heyrt góða dóma um myndina..svakalegt alveg!!

Hafið það nú ofsagott og bannað að vera veikur um jólin :*

Knús frá danmörku þar sem er sko hugeee ikea :)

Sólrún.. (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 19:21

3 identicon

Ojojoj við erum einmitt búin að fá þessa ógeðslegu pesti...öll familían sko...jakk! Gaman að fá þetta í borginni svona af því að mar er ekkert bókaður þar hehehehhehehe. Þarf að fara að kíkja á ykkur snúllur...geri það kannski bara á eftir hehe :) sjáumst

Kata Árna! (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 12:59

4 identicon

blessuð HELGA MÍN,mikið var leiðilegt að þið skyldu endilega fá pest meðan þið voruð á ferðalagi,eins og það er nú ekki skemmtilegt að vera ekki heima hjá sér þegar maður er lasin ,en vonandi verður næsta ferð betri

greta (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 21:54

5 identicon

Úfff... ansi voruð þið óheppin að lenda í þessu!!  Heppin að fá foreldra þína til hjálpar, Mömmurnar klikka sko aldrei þegar á þarf að halda ;)

Hafið það gott á Dallaz :)

Anna Kristín (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 13:05

6 Smámynd: Helgan

Nei Blessaður Jakob og takk fyrir að kvitta  trúi ekki að þú nennir ekki að lesa þetta skemmtilega blogg hehehe

Sólrún já ömurlegt að lenda í þessu í fríinu sínu. og mömmuhjálpin klikkar ekki. já mæli með bond snelld og já það er sko bannað að vera pestagemlingur um jólin kem vonandi að skoða Ikea í dk einhvetímann:)

Kata já þetta er fagra pestin og alveg það sem maður vill fá í Rvk nottttt hehe en takk fyrir komuna gaman að fá heimsókn og tala smá mannamál ekki ungbarnamál hehe

Já Gréta við skulum vona að við lendum ekki í pesti í næstu ferð

Já Anna maður var bara algjör Leifur heppni hehe og já mjög gott að fá hjálp og hjúkrun frá foreldrunum klikka ekki. Hafðu það gott sömuleiðis:) 

Helgan, 6.12.2006 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband