8.12.2008 | 12:17
kennslustund...
Já kellingin alltaf á leið að blogga, stundum er ég bara ekkert á netinu og mikið er það gott. Netið er náttúrulega algjör tímaþjófur!! Maður þarf að nýta tíman vel núna því Des er svo ótrúlega fljótur að líða. Stefnan tekin á að klára jólagjafir, baka, finna jólakjólinn á mig og skó á einkasoninn og skrifa öll jólakortin í þessari viku og svo bara vinna og slaka sér fram að jólum. og já fara í ræktina hef ekkert gert af því í 3 vikur og ég er að hverfa!!! ekki gott skil ekki afhverju maður hættir alltaf svona inná milli. Reyndar er búið að vera mikið að gera hjá mér og nánast alltaf að vinna núna á þeim tíma sem ég mögulega kemst í ræktina, en nú skal alltaf vera fundinn tími í að rækta líkama og sál manni líður bara svo mikið mikið betur alveg magnað
Já svo ég komi mér að titli bloggsins, þá átti þetta blogg að vera kennslustund í hringtorgsakstri á Selfossi. Ég bara verð haha
Það virðist einhverja hluta vegna alveg hafa gleymst að kenna Sellóbúum og öðrum sem keyra hér í gegnum bæinn hvernig skal aka í tvöföldu hringtorgi. Allaveg þætti mér gaman að sjá fólk keyra svona í henni Reykjavík þar sem tvöföld hringtorg eru út um allar trissur. Og þegar það gengur ekki alveg smurt fyrir sig í Rvk er ég viss um að sökudólgurinn er frá Selfossi haha.
Fyrst ber að nefna að þeir sem fara á innrihring eiga að aka á innri hring og fara út úr hringtorginu á innrihring ekki ytri!! þetta gerir nánast hver einasti kjaftur vitlaust.(Því til staðfestingar lagði ég bílnum mínum á gamla hafnarplaninu og horfði á 1 af herjum 10 gera þetta rétt á 30 mínotum) Svo þeir sem fara á ytri eiga líka að aka alla leið á ytri og flestir ráða nú við það sem betur fer. Ég lendi ansi oft í því að ég er að koma inn í hringtorgið á ytri annað hvort frá brúnni eða hótelinu. Ef það er bíll á innri þá þarf ég nánast undantekningarlaust að nota flautuna því bílstjórinn á innri ætlar alltaf að strauja mig niður með því að fara út úr torginu á ytri, þarna er einhver mjög rangur misskilningur á ferð því þó að innri eigi réttinn gefur það ekki rétt til að skipta um akrein í miðju torginu alltaf fæ ég jafn hissa augu og bílstjórarnir hrökka í kút þegar ég flauta en halló halda sig á sinni akrein!!! Mín leið núna er að vera alveg við hliðina á þeim sem er á innri svo ég fari ekki framhjá neinum.Besta sem ég hef samt séð í þessu blessaða tvöfalda hringtorgi á selfossi var að einn eldri maður lagði bílnum bara rétt sí svona á ytriakrein til að tala í símann!!! Okei gott og blessað að tala ekki í símann meðan maður keyrir en að stoppa í miðju hringtorgi til þess það er nú fyrir neðan allar hellur!! Svo til að mynda var þetta hringtorg tvöfaldað í þeim tilgangi að umferðin gengi hraðar fyrir sig og ég held að tilganginum hafi ekki enþá verið náð
*þetta er hið umrædda hringtorg væri kannski best að hafa það göngutorg*
Vitleysan heldur samt áfram þegar komið er út úr torginu sérstaklega hjá Hótelinu þar sem eru tvær akreinar, önnur er beyjuakrein og hin "halda áfram" akrein. Svo dettur nokkrum sennilega meðalgreindum einstaklingum í hug að leggja á "halda áfram" akreininni. Ég er stundum ekki hissa þegar slys eiga sér stað í umferðinni okkar í öllu þessu eiginhagsmuna og huxunarleysi sem er svoldið ríkjandi hjá okkur Íslendingum!!
Skora á lögguna að halda "Hvernigskalakaítvöfölduhringtorginámskeið" á Selfossi og skora á fólk almennt að líta betur í kringum sig og flýta sér hægt. Huxum um náungann. Stutt í jólin og ekki láta stressið alveg fara með ykkur!
Munið að horfa í ljósið þá sjáiði ekki skuggann
Tvöfalt hringtorgsknús
Helgan
Athugasemdir
Gamla, ætlaru að finna jólaKJÓL og skó á einkasoninn? :) haha hægt að misskilja þetta!
Íris (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:36
hahahaha
já á mig kjól og skó á hann hehe
Helgan, 8.12.2008 kl. 13:56
Giska á að þú hafir verið með breiðloku í annarri þegar þú sast á hafnarbílaplaninu.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 13:57
HAHAHAHA.... Þetta er svo satt :)
Ása og bumban (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 16:28
HEhehehehehehehe.... Já er sammála, alveg ÓTRÚLEGT hvað fólk er ekki að fatta svona, mætti halda að flestir sem búa á Selfossi hafi aldrei keyrt í Rvk... :) það er reyndar betri 2föld hringtorg þar, það er ekki það:) ;)
Margrét Elísa;), 8.12.2008 kl. 19:48
Hahahahaha... vá hvað ég er sammála þér með þetta blessaða hringtorg! Það er eins og enginn kunni að keyra í því!
Josiha, 8.12.2008 kl. 22:39
Sko.... ég hef bara aldrei tekið eftir því að hringtorgið er tvöfalt....
Gott að ég sé ekki komin á bíl, væri örugglega búin að gera þig og fleiri kolvitlausa vegna aksturslaginu á mér!!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.12.2008 kl. 00:30
þeir eru nú svolítið utan við sig sumir Reykvíkingar þegar þeir koma á brúna stoppa yfir leitt og vita ekkert hvað þeir eiga að gera,en sá sem veit ekki að innri hrigur á alltaf réttinn á bara ekkert að vera þvælast í umferðini og því síður að vera mikið að keyra,nóg er nú stressið þó að fólk viti hvað það á að gera í umferðini,það þíðir ekkert að vera meðskap sleppum því og komum öll heil heim og ..Gleðileg jól.
greta (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:46
Je dúdda mía hvað ég er innilega sammála þér!
Svo mætti líka kenna þessu fjölbrautarskólapakki að meðalhraði á bílastæðinu er ekki 70 !!!
Bestu kveðjur úr sveitinni
Heiða Pálrún (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 20:57
Ragnhildur: Nei ekki í þetta skipti en oft hef ég jú verið með breiðloku í annari á sama plani en þær eru komnar með nýtt breiðloku brauð í pullaranum og það er bara ekki næstum því eins gott að fá sé breiðloku eins og var!!!!
Ása: ég veit haha
Magga: já nákvæmlega alveg merkilegt!!
Jóhanna: já nema ég og þú og nokkrir aðrir haha
Róslín: kannski er það vandamálið fólkið tekur hreinlega bara ekki eftir því að það sé tvöfalt!! haha já eins gott að þú ert ekki með próf allavega fengiru pottþétt flaut frá mér í torginu hehe
Gréta: já fullt af liðið á bara ekkert að vera í umferðinni það er víst ábyggilegt
Heiða Pálrún: nei gaman að "sjá" þig hér já ég veit þetta er nebla engin lýgi!! haha og já nákvæmlega það er eitthvað rosa "töff" að spóla útaf stæðinu og vonast til að allir sem eru í kennslustofunum taki eftir manni haha þetta var líka svona fyrir 10 árum
Helgan, 10.12.2008 kl. 06:40
Helga mín ég held að það sé miklu betra að þú haldir þetta námskeið ekkert að vera blanda löggunni í málið það er líka allt i niðurskurði hjá þeim þannig að þeir kenna sennilega bara á aðra akreinina. svo geturðu skroppið norður og kennt norðlendingum á hringtorgin á Akureyri kv frá hringtorgalausum austfirði
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 10.12.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.