1.10.2008 | 20:59
Elræktos
Jæja kellan í vinnu núna... miðvikudagarnir alltaf jafn langir.... Er svo að vinna á morgun og hinn í Toppsport líka nóg að gera gaman að hafa nóg að gera. Stundum finn ég samt alveg að ég geri aðeins of mikið... en maður þarf þá bara aðeins að hvíla sig samt get ég bara hvílt mig þegar ég verð gömul má ekkert vera að því núna hehe. Held reyndar að ég verði ekki mjög rólegt gamalmenni hehe held að ég verði ögn lík ömmu minni Helgu. Bjarmi segist ætla að skilja við mig ef ég verð sprell fjörug um nírætt og hann hættur að geta hreyft sig múhahahaha
Stuð í vinnunni mér finnst ekkert leiðinlegt að rugla aðeins í fólkinu sem kemur hér smá munur frá því að vera ein með sjálfri mér, moppunni, latex hönskunum og tuskunum. Gaman að vinna þar sem maður hittir fólk allskonar fólk gaman að hitta líka fólk sem maður hefur ekki hitt lengi. Ég hitti til dæmis Helga nokkurn Bárðarson alltaf núna. vorum að rifja það upp í kvöld þegar þeir tvibbar Helgi og Hlynu komu og spiluðu með mér og Bjarma og mömmu og pabba og systkinum mínum fyrir nokkrum árum, Helgi var með Bjarma í Liði og ég með Hlyn. Þetta var frekar fyndið við spiluðum partý og co. Bjarma tókst til dæmis að láta Helga segja Boris Karloff í Bannorði hehehe. Mér tókst hinsvegar ekki að láta Hlyn fatta þegar ég var að leika "að flýta sér".!!! sem ég lék þannig að ég strunsaði upp úr stólnum og nánast hljóp inn í stofu hehehe og hann giskaði og giskaði en fattaði ekki og ég fór einar 7 ferðir upp úr stólnum líklegast og leit á klukkuna og allt en ekki kom "að flýta sér"!!!! ég var bara frekar spæld að hann skyldi ekki kveikja og svo þegar ég sagði hvað ég hefði verið að reyna að leika sprakk liðið og Hlynur sagði: "Helga þú ert alltaf svona" og Bjarmi tók undir og sagðist ekki vera hissa að hann hefði ekki fattað þetta mér fannst ég leika þetta af stakri snilld
Gaman að þessu svo vorum við að ræða að það væri gaman að hittast gömlu vinirnir með mökum og spila og hlæja aðeins síðan minntist Helgi á einn gamlan gullmola frá kellu. við vorum á rúntinum á rúntárunum hehe og ég segji svona við Helga: "hei snúðu við og bakkaðu" og hann hélt bara áfram að keyra og hló af mér múhahaha
Gaman að þessu og gaman að geta þess að það er Helga að þakka að minn heittelskaði fékk númerið hjá kellu fyrir bráðum 7 árum teik jú verý næs
jæja best að loka pleizinu
Helgan
Athugasemdir
bwahahahah...sé þig fyrir mér mætta á elliheimilið í skokkgallanum með svitabandið og brúsann, til í slaginn!
Telma Ýr (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:28
já er það ekki sérðu mig í anda í bleikum apaskinsgalla múhahaha og hvetjandi fólkið ´til að hreyfa sig á elliheimilinu;)
Helgan, 5.10.2008 kl. 12:34
Snúðu við og bakkaðu!!!!!! snilld! þú átt líka eftir minnast á það þegar þú reyndir að teikna fimmtíukall, og kata sagði: ,,þetta mun vera padda á disk!" ætli teiknihæfileikar þínir séu jafn góðir og leiklistarhæfileikarnir:)
Sakna ykkar svoooooo mikið!
Yngri (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:44
hey hvernig væri að við myndum smala saman gamla vinahópnum og fara í fótbolta saman eins og við gerðum á hverju kvöldi í denn... goood times :D
Árún (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:06
Yngri: hei ég teiknaði svo flottan 50 kall maður má nátturulega ekki skrifa 50 hehe en shitt hef sjaldan hlegið jafn mikið og þegar hún giskaði á "þetta mun vera padda á disk" múhahahahaha ég er mjög góður teiknari og ekki síðri leikari sko hvað vantrú er þetta!! tihí En hei verðum að fara að taka svona spilakvöld aftur shitt hvað þetta var gaman
Vá við söknum ykkar líka aðeins offffffff mikið!!!!!!!!!!! þið koma í heimsókn já
Árún: já það væri gaman góðir tímar svo sannarlega spurning um að fara frekar í Buzz eða eitthvað spil ekki beint gott veðurfar hér á Suðurlandsfossinum!!! gaman væri samt að fara í fótbolta bara inni Friends kvöld væri líka góð upprifjun gamalla tíma
Helgan, 9.10.2008 kl. 21:47
Bwaahahah! Ert svo orðheppin alltaf! ;)
Margrét Elísa;), 15.10.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.