25.8.2008 | 07:50
nýr sími
Ég fékk nýjan síma á föstudaginn fríkeypis, af því ég er búin að fá slatta af fólki til Nova Dúgleg en á eftir að fá miklu fleiri samt bara rétt að byrja nýja græjan er voða flott og svo mikið bling bling að það er hægt að spegla sig í honum ekki verra fyrir okkur konurna verst að hann var ekki til bleikur!!!
Skellti mér í Reykjavíkur city á laugardaginn og tók þátt í latabæjarhlaupinu með einkasyninum í alveg hreint rjómablíðu hummm það svona mígringdi og rokið lét sig ekki vanta heldur en gaman var þetta þrátt fyrir fílu í veðrinu. Ég hefði sennilega ekki farið út í þetta veður nema bara fyrir gullið mitt Þoli ekki rigningu og er frekar mikill innipúki svo þetta var nú afrek útaf fyrir sig hehe.
Verst að ná ekki að hitta á íþróttaálfinn í eiginpersónu, hefði svo viljað leifa Ara mínum að hitta hann og helst ná því á mynd og svona en það bíður betri tíma.
Það er komið flíspeysu veður hér á Selló þvílíkt búið að rigna og orðið ansi haustlegt úti, myrkur á kvöldin og kertatíminn alveg skollinn á. Kósí!! elska kertaljós og rómantík
Er hérna í Toppsport með hitablásara á fullu því mér er kalt en fólkinu hér inni heitt hehe enda ég eina sem er ekki að hreyfa mig í augnablikinu...
Ég er svo farin að brúnka og gera neglur í Toppsport meðan gullmolinn er á leikskólanum bara gaman
nú er komin löngun í Helguna langar í eitt og annað eigilega ansi margt, bæði uppsafnað og nýtt á lista.
ætla að pússa svetan af speglunum hérna áður en ég fer heim til stákanna minna
Helgan
Athugasemdir
Blessuð skvísa ;) er einmitt komin með nýja síman minn bara flottur, kann reyndar ekkert of vel á hann en það kemur, það er einmitt hægt að spegla sig í honum og læti bara cool ;) en við sjáumst vonandi fljótlega verð að fara að drífa mig á selfoss. er komin með þvílíku bumbuna hún bara stækkar með hverjum deginum knús og kossar frá Dallaz og eitt stórt til Ara litla ;-*
Ingunn Mágkona ;) (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 20:56
Hæhæ
ég er búin að vera að spá í þetta NOVA veit svo sem ekkert hvað er betra að vera þar en annarsstaðar, þú kannski fræðir mig um það
Hvernig fannst þér nýji bæklingurinn ????
Halldóra (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 22:30
Þú náðir mér ekki hehe,ég er mjög erfið líka:)Eins og ég sagði við þig ''Georg ég er búin að bíta þetta í mig''Gott að það gengur vel í'essu!Go girl!!!En jújú,flísarinn er kominn út úr skápnum og ég kveiki á stöku kerti,ekki við miklar undirtektir hehe,enda eru kerti stórvarasöm og ekki mjög karlmannleg uppbinding,uppfinning meina ég.Kveðjur til Selló!
Brynja Svanhvít Lúðvíksdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:46
Ingunn: frábært að hann er búin að skila sér til þín sæta er reyndar alveg að læra á minn líka hehe svo gaman að fá nýjan síma svo venst maður líka alltaf sínum. Já kondu langar að sjá þig og bumbulínu guð hvað er að styttast í þetta jeminn fæ gæsahúð knús á ykkur
Halldóra: Nova er bara málið í dag þetta er engöngu 3G þjónusta. Erum bara með net (punginn og box)og gemsa. Punginn er hægt að fara með hvert sem er og boxið líka nema það þarf bara rafmagn ekkert annað. Mjög sniðugt. Hringir frítt og sendir sms úr NOva í Nova það er komið til að vera segja þeir. Þarft að eiga 3G síma og bjóðum við flott tilboð á símum. 5 síma geturu fengið á 0kr út og borgar 2000kr á mán í 12 mán færð á móti 2000kr inneign á mán í 12 mán þannig síminn er samasem frítt. Flestir eyða um 2000kall í síma á mán lámark. Hægt að vera í frelsi og áskrift. Kemst á netið í símanum, á msn og fleira og fleira. Getur fylgst með notkun og öll í símanum, fengið tölvupóstinn í síman og bara notað hann eins og tölvu. Kikkaðu á www.nova.is þar sérðu símatilboð og alles. láttu kellu svo vita
Brynja: Georg þarna ég næ þér!! held ég fari Nonna leiðina hehe. Kallinn var nú ekkert heitur fyrir þessu og fannst þetta nú miður spennandi hjá kellu en núna þegar ég er komin með síma og hann sér hvernig þetta virkar þá er hann byrjaður að suða hehehe. Er líka búin að selja 4 síma eins og minn síðan ég fékk hann og fleiri að huxa málið Við erum búin að kanna hvernig netið er að virkar bæði hér í toppsport og á Nova skrifstofunni og þetta svínvirkar. Til dæmis vorum við með net frá öðru símfyrirtæki hér í toppsport og búið að vera endalaust bras í 2ár og alltaf að fá einhvern til að kikka á þetta. Datt til dæmis alltaf út á morgnanna og tómt bras, skeltum bara upp Nova og hér eru 4 tölvur á einu boxi og þetta er að virka ekkert vesen svo er þetta orðið þannig að ég þarf ekki að hringja í fólk eins og fyrstu dagana heldur er fólk farið að hringja í mig ég næ þér bíddu bara hehe Flísarinn er sko málið og kerti voða kósí. Kallinn minn er reyndar voða duglegur að kveikja á kertum svo rómó kveðjur í sæbakka
Helgan, 27.8.2008 kl. 07:19
Mér líst helv.. vel á þetta Nova systemis! Alveg í skýjunum með nýja minn algjööör gellusími, ha Helga lovjú;*
Margrét Elísa;), 28.8.2008 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.