23.11.2006 | 12:57
Hugarheimur Helgunnar..
Var að velta því fyrir mér afhverju við frá Íslandi erum Íslendingar en eins og til dæmis fólk frá Póllandi er pólverji eða pólskt??? og frá Indlandi Indverjar/indversk.. ég hefði haldið að lönd sem heita eins og okkar (endar á land)ættu þá að vera t.d Póllendingar og Indlendingar hvað ræður þessu ? eru við kannski einu sauðhausarnir sem erum lendingar hehe ættum við ekki að vera bara Ísverjar? eða hljómar það ekki frekar kjánalega: komdu sæl ég heiti Helga og ég er Ísverji múhahaha þvílík vitleysa fór allt í einu að spá í þetta þegar ég gat ekki sofnað í gær einkennilega pælingar hjá kellu.



Brúna lobban mín bara flott með hettu og útvíðum ermum
ég geri ekki annað þessa dagana en að spá í jólagjafirnar og hvað á að gefa hverjum og mestan höfuðverk er ég með yfir því hvað ég á að gefa kæró en er með margt í huga langar bara að gefa honum svo margt veit ekki hvað ég á að velja og hvað ekki. ég á örugglega eftir að kaupa nokkra hluti ég get aldrei gefið bara einn hlut allavega á ég mjög erfitt með það því ég þarf alltaf að hafa eitthvað með. Gott dæmi þegar við hjú förum að versla jólagjafirnar saman og erum kannski búin að finna handa nokkrum svo erum við að skoða og ég allt í einu komin með eitthvað í hendina sem ég sá fyrir mér með einni gjöfinni sem við vorum búin að kaupa þá spyr kallinn handa hverjum á þetta að vera? Ég: möggu.. Hann: erum við ekki búin að kaupa handa henni? Ég: jú, ætla bara að hafa þetta svona með Hann: Helga mín það þarf ekki alltaf að gefa eitthvað með það er alveg nóg að gefa bara einn hlut. Ég: okei
skila hlutnum. Svo er ég að fara að pakka inn þá er ég búin að finna eitthvað með þegar ég hef verið ein í búð og lauma í pakkan múhahahahahaha ekki skilja mig eftir eina í búð boðar ekki gott tihí ég get stundum ekki hamið mig þegar kemur að gjöfum finnst svo gaman að gefa. Ohhh ég hlakka svo til jólanna yndislegur tími
LeitEr
Helgan gjafaóða
Athugasemdir
hehe kannast við þetta, ég veit ekkert hvað ég á að gefa mínum kalli...fegin þegar þetta er búið;)
hrönn (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 14:42
liggaliggalálá ég er búin að kaupa handa kellinum
þið eigið eflaust eftir að finna eitthvað flott og nothæft t.d. sokka eins og þau frægu systkin tala eflaust um hver einustu jól hehehe... Hafðu það gott Helga mín, gaman að hitta ykkur um daginn.. Kv. Klara
Klara Jenný (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 18:12
blessuð HELGA mín,já það er er víða höfuðverkur hvað maður á að gefa í jólaglöf ég er reyndar búin að finna handa BRÍETI en það eru stórubörnin maður er í stökustu vandræðum að vinna handa þeim,en þetta hlítur að koma það kom reindar blað frá hagkaup og ég sá nú ýmislegt þar þannig að þetta reddast allt,vonandi fær maður að sjá ykkur þegar þið komið suður,góð kveðja til ykkar GRÉTA.
greta (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 19:42
Oh ég er ekki enn búin að gera jólakortin. Meira maus núna þegar maður "þarf" að hafa mynd af skottunni með
EN ég hef það fram yfir þig (er að metast sko, hehe) er að við eigum bara eftir að kaupa 5 jólagjafir! Sem er nokkuð gott þar sem fjölskyldan okkar er STÓÓÓR ;-)
En í sambandi við lopapeysunar, þá er ég (eða Gummi réttara sagt, hehe) nýbúin að borga inn á lopapeysu (15 þ. kall!) og hún er í "smíðum". Hefði alveg viljað vita af ömmu þinni fyrr!
Josiha, 23.11.2006 kl. 21:47
Já Hrönn þetta er sko höfuðverkur
Veit Klara vildi að ég væri búin að því líka hehe já kannski maður spreði bara í 20 pör af sokkum hehe. gaman að hitta ykkur líka *knús*
Já Gréta mín þetta er alltaf bras hehe og þú færð alveg örugglega að sjá okkur ef það verður ekki brjálað veður það er að segja.... eins gott að komast suður...
Jóhanna já það eru sko myndakort í ár næstum 60 stk þokkalegt hehe já það er nú nokkuð gott að vera nánast búin að verlsa jólagjafirnar
en við eigum örugglega eftir að versla einhverjar á suðurlandinu
Demit með peysuna amma hefði nú verið glöð með að fá verkefni hehe en þú mátt láta það berast ef einhver er að leita sér af svona peysu bara mögnum flík
hefðir getað fengið 2 hjá ömmu fyrir þennan pening....
Helgan, 23.11.2006 kl. 21:57
Vá er ég alveg eins með gjafirnar..þarf alltaf að lauma eh með og Óskar alltaf jafn hissa hvar ég lauma á öllu þessu aukadóti þegar við erum búin að kaupa gjafirnar ;)
En ekkert smá dugleg hún mamma þín og já Marleypeysan var ekkert smá flott í eyjum..GOOd TImes..fyndnast samt þegar þú fékkst þér mjallhvítarkolluna og týndir henni á núll einni..haha
En já jólakortin..það er eitthvað sem ég var byrjuð á en komst ekki lengra vegna tímaskorts..ætli maður kaupi ekki bara kortin í ár :/
Knús frá danaveldinu :*
Sólrún danadrottning (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.