20.11.2006 | 13:47
Hvur þremillinn er
Eigilega í Nóa kroppi???? shjett ég get étið endalaust af þessu. Kaupi alltaf svona OFURpoka í bleika svíninu ummm og ef ég byrja þá bara varla get ég hætt.... þetta er rosalegt en gerir súkkulaði ekki mann bara sætari??? ég ætla að halda bara í þá von hehe þar sem ég gæti aldrei hætt að borða súkkulaði eða eitthvað annað nammi er sennilega ein mesta nammigylta norðan Alpafjalla get svo svarið það!!!! ekki nóg með nammiæðið þá bara borða ég ekkert smá mikið kannski engin furða að mömmur vina minna sögðu gjarnan að ef ég væri það sem ég borða þá væri ég löngu sprungin
svo er oft sagt við mig (kannski ekki akkurat núna óléttu u know) hvernig ég færi að því að vera svona mjó og ég er alltaf fljót að svara "bara borða mikið"
whatttt hehe já ég er sísvöng hef alltaf verið og ef ég verð geðvond þá er það svengdinni um að kenna. Á gelgjunni var ég alveg óviðræðuhæf ef mallinn var tómur
Þegar við erum á leiðinni á Selfoss þá er ég alla leiðin að huxa um hvað það verði gott að fá sér breiðloku og KFC.. hvað er að mér!!
við litla famelían erum að fara suður um næstu helgi og verðum fram til 1. des. guð hvað ég hlakka til að hitta fjölskylduna mína er strax farin að huga að hvað á að taka með ég er svo mikill fullkomnunareitthvað að það þarf allt að vera planað með góðum fyrirvara. Svo núna fylgir manni fullur bíll, vagninn og fleira tilheyrandi fyrir prinsinn. Sem minnir mig á þegar við fjölskyldan, mamma, pabbi og við systkini fórum í sumarbústað í denn. Þá áttu mamma og pabbi 5 manna bíl og við systkinin erum sko 5. Þannig við vorum 7 í 5 manna 244 Volvo
merkilegt að enginn löggimann
stoppaði okkur.. þá sat ég sem sagt með Möggu siss og Grétar með Ara bró og Þórður í stól í miðjunni og svo kemur það besta 7 manns fylgir náttla slatti af farangri (mér sennilega mest) og ekki komst allt fyrir í skottinu á Vollanum 7 sængur og 7 koddar..en Gunni kallin deyr nú ekki ráðalaus þá var bara fengið lánuð kerra mikið rétt við fórum í vikuferð í sumarbústað með kerru í eftirdragi þvílík snilld
Þetta breyttist svo þegar Gressi fékk bílpróf og fékk sér nátla volvo 244 en ekki hvað!! og þá var bara farið á tveimur bílum og allir vildu nátla fara með Gressa í bíl hehe gaman að þessu
LeitEr
Helgan á suðurleið
Athugasemdir
Vá ég man eftir svipuðu bílavandamáli á mínu heimili í gamla daga... við erum einmitt 5 systkinin líka, ég var í miðjunni og þau 2 elstu héldu á 2 yngstu... man m.a.s eftir Range Rover sem pabbi og mamma áttu einu sinni, það voru ekki einu sinni öryggisbelti afturí... Það yrði nú e-ð sagt við þessu í dag ;)
Knús
Anna Kristín (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 14:43
Kannski kíkir í sveitina?
Kristín (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 01:02
Ég einmitt get bara borðað nokkrar kúlur af Nóakroppi og þá er ég komin með ógeð. En ég get borðað eeeendalaust af hrískúlum og svo eeeeelska ég djúpur! Shit hvað ég get borðað mikið af djúpum! Ætli það sé hægt að fara í djúpu-meðferð? Hehehe

En ættum við ekki að reyna að hittast þegar þú kemur á Selfoss? Leyfa börnunum okkar aðeins að klípa í hvort annað, hehe
Josiha, 21.11.2006 kl. 11:35
já Anna fyndið að ferðast í 5 mannabíl alveg troðið hehe nákvæmlega það voru einmitt ekki öryggisbelti í mínum fyrsta bíl Mumma
snilldar bíll með 4 gíra og vöðvastýri, ekki öryggisbelti og 1og 3 gír samvaxinn hehe
Kristín veit ekki hvort við kikkum í sveitina verðum bebla aðalega í Reykjavík í íbúð þar.
Jóhanna: kannast við þetta með djúp djöfull er það gott ummmm *slefff* það væri kannski eina ráðið að fara bara í djúpmeðferð og ég kannski nóakropps meðferð í leiðinni hehe en já langar rosalega til að hitta ykkur mæðgur en við verðum bara eina nótt á Selfossi og svo í íbúð í Rvk og það á að heimsækja ömmu og afa og ættingja og svona þannig ég er ekki viss um að okkur gæfist tími í það.. en við komum sennilega við mæðgin eftir áramót og verðum á selfossi í nokkra daga þá væri magnað að hittast hentar okkur betur
Helgan, 22.11.2006 kl. 12:28
nebla átti þetta að vera hehe
Helgan, 22.11.2006 kl. 12:29
Ójá ég man sko eftir Vollaranum góða!!! hehe
En mmm.... ég vildi núna að ég væri líka að fara á Selfoss!!! Þú ert búin að smita mig af breiðlokuSvengdinni!!!
Hafðu það gott í faðmi fjölskyldunnar sæta frænkz***
Arndís Ey Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 15:39
Hæ Helga mín! Ég bara varð að kvitta aðeins fyrir mig núna, því þú varst svo indæl að kvitta fyrir þig :) Veistu ég skil þig svo vel með Nóakroppið! ég er reyndar svoleiðis með allt nammi...verð sko að klára það strax!! Já maður er stundum skrýtinn....oh! hvað ég sakna íslenska nammisins... Hafðu það gott með familíunni! Kannski að maður rekist e-ð á þig um jólin ef þú verður fyrir sunnan þá ;)
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 16:13
Já ég skil. Við hittumst bara um áramótin, ekkert mál. Það er ekki eins og það liggi lífið á
Josiha, 22.11.2006 kl. 22:53
Ohh...mamma sendi mér einn poka af nóa kroppi til danaveldis og hann hvarf..veit ekki hvert hann fór :/..hehe..já fólki finnst ótrulegt að ég dragi andann þar sem ég læt svo mikið nammi ofaní mig..en svona erum við sporðdrekarnir..getum allt ef viljinn er fyrir hendi :)
Takk fyrir afmæliskveðjuna og kossar til dallaz..:*
Sólrún danadrottning (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 08:46
Já alltaf gott að koma á selfoss og já Arndís breiðlokur eru æði þetta er bráð smitandi hehe:)
Jóna Harpa: mikið er gott að það eru fleiri svona með nammið ég er líka svona með allt nammi en borða ofur mikið af nóakroppi
ég skil vel að þú saknir íslenska nammisins hehe en ég verð fyrir norðan um jólin en sjáumst vonandi næst þegar við veðrum báðar á selfossi
Já jóhanna mín langar samt svo að hitta ykkur en hittumst pottþétt í næstu ferð
Sólrún: vá hvað mamma var góða að senda þér nóakropp og ég skal trúa að það hafi runnið fljót ofan í þig hehe en já mikið rétt með sporðdrekana getum nebla allt
og vonandi var afmælisdagurinn góður kossar til baka til Dk
og knús til allra sem eru svo duglegir að kvitta
Helgan, 23.11.2006 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.