Innipúkinn...

Já ég er algjör innipúki hef varla farið út úr húsi í nokkra daga. Er samt kominn með veruleg fráhvarfseinkenni frá ræktinni..Þetta hlítur nú að fara að skána trúi ekki öðru sko veðrið hehe. Annars voða lítið að frétta. Hver nennir samt að glápa á hana Valentínu á hverjum degi? Þetta er án efa mesta drama sem sýnt hefur verið í snjónvarpi. Endalaust verið að grenja og ég veit ekki hvað og hvað. Hef nú horft á nokkra þætti og það er ein sem ég hef aldrei heyrt tala venjulega alltaf með gráttóni hehe. LoL Svo voru allir brjálaði þegar þessi þættir voru færðir fram yfir hádegi hehe hver horfir á þetta? þetta er reyndar ágætist skemmtiefni því þetta er náttúrulega ferlega illa leikið hehe.. En annars eru nokkuð margir góðir þættir á Stöð 2 eins og Grey´s og Prison break maður má ekki miss af þætti af hvorugumSmile

En nóg um Imbakassann mann hrillir alveg við þessum brunum sem hafa verið undanfarið og maður er bara hræddur. Ég huxa stundum ef það myndi kveikna í meðan við sofum hvernig við færum að því að brjóta gluggan til að komast út ef maður vaknar við reykskinjarann og hvort maður næði myndunum sínum með sér út, því þær eru allavega mér mjög mikilvægar. Æj vil ekki huxa um þetta en það var í Ísland í bítið verið að kynna slökkvutæki og eldvarnarteppi og fleira og maður þarf nú að eiga svona því maður veit aldrei, þetta á náttúrulega að vera til á hverju heimili.

Vá það eru endalaus læti í barnapíunni þetta tæki er greinilega of næmt því ég veit ekki til þess að það séu lítil börn nálægt mér og ég heyri bara samtal fólks og grátur í öðru barni en mínuLoL. og ég alltaf að kíkja í vagninn og athuga en Ari Hrannar stein sefur. Tækið okkar greynilega að ramba inn á aðra rásGrin

Einhverjir hafa nefnt það að það sé eitthvað bras að kvitta á nýja blogginu mínu en það er ekki þið byrjið bara á að skirfa skilaboð, ýtið á senda þá þarf að skirfa nafn og netfang en það þarf ekki að skrifa nema bara a@b.is eitthvað álika ekkert flókið og enginn staðfestingarkóði. Svo ef maður er með blogg á blog.is þá þarf maður bara að skirfa og ýta á senda mjög einfalt og þægilegt og ég mæli með þessu kerfiWink búin að prufa 5 önnur og ég fíla þetta bestGrin maður getur sett myndir í blogg og myndbönd og fleira og fleira.

Jæja kellan ætlar að fara að föndra meðan gullið mitt sefur.

Hafið það gott

Leiter Helgan

Ein góð af gullinu mínuInLove

Sæti

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góðan dag HELGA mín hvað er allt á kafi í snjó hjá ykkur ,maður er að heira í fréttum að það snjói svo mikið fyrir norðan það er ekki snjór hér en það er svo kalt og hvínandi rok 7.stiga frost,ég skrapp í RVK í morgun og það hrigti vel í á leiðini.DÓRI keyrði mig svo þetta var allt í lagi,hann er flottur gullmolinn þinn eins og alltaf,ég var að reina að msn til þín í gær en það vareinhver draugur í tolfuni svo það kom til baka,annas er allt gott hér að frétta ,vonandi fer veðrið að skána svo þið komist suður um aðra helgi sendi ykkur hlía strauma GRÉTA.P.S vonandi fer að rigna.

greta (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 15:49

2 identicon

Guð hvað ég er sammála með Valentínu.Hef líka spáð í hvort að þetta eigi að vera fyndið eða ekki.Frekar slappur húmor samt ef svo er, annars bara almenn leiðinlegheit.
Jah já ég hef lent í kommenta-brasi en þetta er að síast inn:)Ferlega slow eitthvað hehehe,en ég get aldrei kommentað einu sinni,nei nei.Minnst tvisvar,en það er bara þessi týpíska óþolinmæði í mér:)Mér finnst þetta eiginlega bara spúkí með barnapíuna.....eru þetta raddir úr þessum heimi eða.....æ ég er svo ímyndunarveik:)Bæjó.....krúttleg mynd:)

Brynja (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 18:42

3 identicon

Hahaha... hef örsjaldan séð í þessa Valentínu þætti hjá ma og pa og þvílík sápa... allir alltaf svo reiðir... og einstaklega "vel" leikið;)
Fyndið þetta með barnapíuna ykkar... í okkar heyrist bara ef Alexander gefur frá sér e-ð hljóð.. annars heyrist ekkert í henni. Þær eru greinilega e-ð misjafnar:D
Algjört krútt þessi sonur ykkar... væri nú gaman að hittast með gullmolana einhverntíman:)

Maja hans Adda E. (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 19:20

4 Smámynd: Josiha

Hahahaha ég er einmitt líka MIKIÐ búin að vera að spá í því hver horfir eiginlega á Valentínu!!!
Vá hvað Ari Hrannar er orðinn fullorðinslegur!

Josiha, 16.11.2006 kl. 19:23

5 Smámynd: Helgan

Já Gréta mín vonandi fer þetta veður að skána en það spáir bara meira frosti.... ég er svo oft ekki við tölvuna þó ég sé inni á msn gleymi alltaf að signa mig út. Já það er vonandi að maður komist suður blessaða veðurfar alltaf hérna...

Brynja: Já Valentína hehe þú ert einmitt góð að gefa tvö komment bara betra já þetta er soldið spúki með barnapíuna hehe

Maja: Já skondnir þættir:) En með barnapíuna þá heyrist aldrei í henni nema Ari gefi frá sér einhver hljóð en ekki í dag það var greinilega einhver önnur pía að trufla enda skildi ég ekkert í þessu. Svo heyrði ég grátur og segji við sjálfa mig þetta er ekki Ari minn. Já til er ég við erum meira og minna bara alltaf tvö heima mæðginin og örugglega þið líka. Skil ekki af hverju það er ekki mömmuhópur á dallaz. Endilega að fara að hittast

Já Jóhanna ég trúi því hehe frekar fáránlegir þættir. Já hann stækkar hratt má sko ekkert vera að því að vera smábarn

Helgan, 16.11.2006 kl. 22:15

6 identicon

Jæja núna ætla ég að reyna að fara eftir þessum leiðbeiningum þínum um kvitt. Mér hefur aldrei tekist þetta og það er sérlega pirrandi þegar maður fær einhvern innri pirring og verður að segja skoðun sína á bloggi guðmundar steingrímssonar, það hefur sem sagt aldei tekis.

Nú ætla ég að reyna þetta og bið þig vel að lifa.

KV. ragnhildur

ragnhildur (IP-tala skráð) 17.11.2006 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband