Always good weather in Africa....

Sjá þetta veður hérna ég vil sko alveg hafa snjó það er ekki málið en ekki þannig að maður þurfi að klofa upp að mitti til að komast ferða sinna. Minn maður kominn með jeppadellu því okkar bíll festist bara á að heyra veðurspánna. Þegar við verðum rík þá munum við koma til með að eiga einn vetrar og einn sumarbíl. Maður sér ekki út um gluggana sökum snjós eftir skafrenninginn svo vaknar maður upp á nóttunni þegar það hrinur af þakinu og gluggunum. Já þetta er Grænland eins og Ari bró segir gjarnanGrin en samt er þetta svo fallegt það er svo bjart þegar snjórinn er og maður vill bara fara að fá jólinGrin Minn heittelskaði hann elskar svona veður og er helst mættur út um leið og það byrjar en ég fer ekki út úr húsi hehehe  Hann og vinir hans stunduðu það í denn að hanga úti í brjáluðum byl og leita af einhverjum sem væri fastur og þá var sko aðal sportið að hjálpa til við að losa bílinn. bara gaman að því.

Við skötuhjú fórum í afmæli til Brynju á laugardaginn hún var 20 og 10 kellan. þar var svaka stuð ég örugglega eina edrú manneskjan á svæðinu en skemmti mér konunglega. maður þarf sko ekki bakkus til að skemmta sér ef maður er skemmtilegur múhahahaW00t. minns er kominn í svo góða æfingu eftir að vera ólétt og svona hef reyndar ekki drukkið áfengi í eitt og hálft ár og sakna þess ekki mikið bara peningar út í bláinn. ég verð líka alltaf svo ónýt að ég nenni ekki að standa í því að vera þunn í 1-2 daga eftir eitthvað smá djamm. Frekar er ég með fúlle femm og bara drævaCool En já í afmælinu voru bara góða kræsingar og ég stóð mig allavega vel í þeim hehe. Tengdamamma var hjá Ara mínum á meðan og er þetta í fyrsta skipti sem við förum eitthvað út saman síðan hann fæddist, pínu stress á kellu og aðeins fylgst með tímanum en ég held að það sé bara eðlilegt.

Hér eru nokkrar myndir úr afmælinu, svo er mappa með fleiri myndum til hliðar. Írisin mín var í miklu stuði og sýndi marga mismunandi svipiTounge

krúttwazzzzzup!!!

stuð á mannskapnumVið aftur

Afmælisskvísu kossVoða miklir félagar:)

KoddaslagurBjarminn minn

Já það var sko stuð koddaslagur og óvæntur gestur og fleira sneddý. Takk fyrir okkur Brynja og NonniCool

LeiTer

Helgan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis Helga mín.Frábærar myndir!!!!

Brynja (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 16:40

2 identicon

Takk sömuleiðis Helga mín.Frábærar myndir!!!!

Brynja (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 16:40

3 identicon

það er ekki kominn neinn almennilegur snjór hérna fyrir sunnann en það er ómannúðlega kalt!

Kata (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 22:43

4 identicon

Ohh langar mig til Grænlands að elta mörgæsir..ef þær eru þá þar :)
En þetta hefur verið snilldarparty miðað við myndirnar og oft er bara betra að vera edrú
því þá manstu allt deginum eftir og getur hlegið með hinum :)
Knús frá Köben..

Sólrún Danadrottning (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 07:44

5 identicon

Hæhæ, var að kíkja í fyrsta skiptið á nýja bloggið, ég er pínu hissa á að það sé ekki bleikt á lit hehe. En það er allt gott að frétta af okkur, krílinu og Hafsteini náttúrulega líka. Vorum að spá í að fara að kíkja á ykkur eða bjóða ykkur í vöfflukaffi kannski. Verð í bandi við þig ;o) Fanney Bergrós og bumbukrílið

Fanney Bergrós (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 11:17

6 identicon

Hehehe æðislegar  myndir!!! Það hefur greinilega verið gaman í þessu afmæli....oglitli prinshefur bara verið góður heima...

Eitthvað hafði ég þaðátilfinningunni þegar égvar að bíða eftir að síðan opnaðist að það yrði eitthvað skrifað um veðrið og SNJÓ! haha það er alltaf bara crazy þarna í dallas hjá ykkur og greinilega drauma staður fyrir ísbirni og eskimóa hehehe... hafiði það gott í hvíta landi, knúsur úr gítakuldanum í snjólausu reykjavík****

Arndís Ey (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 12:30

7 Smámynd: Helgan

Brynja mín  vonandi getur notað þetta

Já Kata skíta kuldi hér líka og vanalega eitthvað minna um snjó í Rvk

Sólrún: Já skelltu þér til Grænlands hehe já þetta var sko gott partý og bara gaman að vera edrú Knús til Dk

Fanney: Já það er ekkert bleikt í boði er ekki alveg nógu sátt með litin á þessu hehe. Já við fjölskyldan þurfum að fara að koma til ykkar ég er alltaf að tala um það svo verður eitthvað minna úr því verðum bara að ákveða dag hehe en gott að allt gengur vel hlakka til að sjá ykkur og sko mikið til í vöfflukaffi hehe

Arndís: já það var svaka stuð og Ari alltaf eins og engill. já maður getur sko endalaust haft orð á þessu veðurfari hér sérstaklega þegar maður er sunnlendingur og ekki mjög sunnlenskt veðrið hehe Það er samt eitthvað síðan það kom seinast hingað ísbjörn en það hefur víst gerst. Knús til baka í skítakuldan í Rvk

Helgan, 15.11.2006 kl. 13:32

8 identicon

Ég kýs það að tjá mig ekki um þessar myndir!!! :)

Íris (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband