Móðurnáttúra

er svo sannarlega öflug og enginn fær við hana ráðið. Ótrúleg öfl.

Ég nötra enþá enda endalaust af litlum skjálftum núna.

Vá ég hef held ég sjaldan verið jafn hrædd. Var hérna heima með gullmolanum mínum og sem betur fer vorum við rétt við forstofuna (ætluðum í hjólatúr númer 2 í dag) þegar skjálftinn fer af stað stigmagnandi úfff. Ég rauk til og tók Ara minn í fangið sem sagði aftur og aftur "allt í lagi" dúllan litla. Ég stóð með hann í fanginu undir hurðakarminum í forstofunni og horfi á allt dótið hrýnja úr hillunum á golfið og hávaðinn maður minn!!!! Á augabragði var íbúðin öll í glerbrotum og fleiru sem dottið hafið á golfið... bara heppin að vera þarna í húsinu og enignn glerbrot náðu til okkar. En það voru sko brot út um allt upp í sófa og bara allstaðar.... úff þarna kom einn kippur og pumpan á fullt!!!!! maður minn á alveg að gera mann sturlaðann ég bara spyrPinch

Fyrsta sem ég gerði eftir að skjálftinn leið hjá var að tala við nágranna konu mína því símkerfið virkaði ekki var að reyna að ná á mínum heittelskaða. Allir voru í sjokki vægast sagt. Stuttu seinna hringir heimasíminn og það var Bjarminn minn sem betur fer og hann kom svo stuttu seinna. Bílasalan í rúst og margra milljóna tjón þar. Enda mjög nálægt upptökum skjálfans. Loftplötur og dekk duttu á bíla og vá þetta er bara ótrúlegt.... Fór svo að tékka á fólkinu mínu allir voru heilir sem betur fer. Amma greyjið hafið dottið og þurfti að láta hlú að sárum sínum, pantaði svo fyrir hana flug norður á morgun. Kristall, mold og allt á hvolfi heima hjá ömmu. Allt á öðrum endanum heima hjá mömmu og pabba líka. Mestu máli skiptir að allir eru heilir það er fyrir öllu. þó að dauðu hlutirnir séu skemmdir eða ónýtir.

Eitt það fyrsta sem ég sá fara í 1000 mola áðan var kanna sem amma hans Bjarma átti. Svo fór líka risa gler kertastjaki í smass sem sparó liðið gaf mér þegar ég hætti þar í fyrra. *þarna kom annar* ji minn á örugglega aldrei eftir að ná að sofna. Alveg spurnig um að skella sér bara norður eða bara til dk og kikka í h&MWink....*Þarna kom einn enn* já við erum sem sagt búin að sópa saman glerbrotum og setja rúmið hans Ara inn til okkar.

Vona að þetta sé búið taugarnar meiga ekki við mikið meiru

Suðurlandsskjálftakveðjur

Helgan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Mikið er nú gott að allir sluppu heilir frá þessum látum í náttúrunni, það er rétt sem þú segir Helga mín að dauðu hlutirnir skipta ekki öllu það er fólkið okkar sem skiptir mestu máli og þó að eitthvað brotni eða skemmist sem hefur jafnvel tilfinningagildi þá einhvernvegin er það næstum í lagi bara ef fólkið mans sleppur. Mér var mikið hugsað til ykkar í gær meðan ég fylgdist með fréttunum og vonaði að ekkert hefði nú komið fyrir. Nú er upplagt fyrir þig að slá tvær flugur í einu og skella þér í smá slökun til Köben jafna þig á skjálftanum og endurnýja fataskápinn í leiðinni.   Vonandi fer nú að færast ró yfir suðurland og lífið að komast í sína venjulegu rútínu.

vorkveðjur að austan

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:21

2 identicon

Guð minn góður Helga mín, ég finn til með ykkur :( þó þetta séu dauðir hlutir veit ég að þeir geta skipt mann gríðarlegu máli og þá sérstaklega ef einhver nákominn sem er dáinn gaf manni þá eða lét eftir sig :( En þó fyrir öllu að þið eruð öll heil elskurnar :)

Já við Lolo vorum að selja diska fyrir Frikka pabba þegar camerurnar mættu á svæðið hehehe maður habbði ekki einu sinni tíma til að skella á sig AVON maskara hahahaha :) við erum svo fræg hehehehe :)

Verðum að fara að hittast Helga og fá okkur siginn fisk og svona með Hildi :)

*söknuður að norðan* og knús á gullmolann og heittelskaðann :)

Kata Árna! (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 19:14

3 identicon

Helga

Eg hugsadi Beint til tin tegar eg heyrdi tessar hraedilegu frettir. Eins gott ad allt se i godu med tig, og med ykkur. Ekkert sma krutlegt hja Ara ad segja "allt i lagi"... Og sé tad lika ad tu ert alltaf jafn fyndin og ordheppinn! haha vill sja tig dansadi ber à eurovision!! Kys tig miljon sinnum, enda langtflottust hehe

A manud eftir i Spain, kem til Islands 13 juli. Sparo 14. An tin. I alvoru, a aftir ad sakna tin, tvi tu ert svo mikill gaur i teir, og tad er fint i tessum Sparo heimi.Naudsynlegt. Reyni ad gaurast sjalf bara.

kv.

Lea Spaenka Spoon Forever!! (eg kenna Ara Spoon... neiiii!!)

Lea (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Helgan

Anna: já það er sko fyrir mestu að allir eru heilir. mér er alveg sama um dauðu hlutina þó manni hafi þótt vænt um þá, þá er bara fólkið mans númer 1 2 3 4 5 6 og 7!!!  á líka svo mikið dót að það sést nú varla að það vanti inn á milli. Kannski bara verið að láta mann vita að maður þarf ekki allt þetta drasl. Takk fyrir að huxa til okkar. Já það væri sko magnað að geta skellt sér í dk og tekið þessar tvær flugur með trompi en það verður líklegast ekki. Kom einn góður dynkur áðan annars er þetta nú öllu rólegra orðið maður venst þessu samt aldrei, hjartað fer alltaf á fullt og maður býðir eftir meiri látum!! maður getur ekki annað en óttast þessi nátturuöfl. Kveðjur til þín og vonandi er nú sumarið komið til ykkar:)

 KAta: Já það er fúlt að hlutir eyðileggjast sem hafa tilfinningarlegt gildi en þeir skipta minnstu máli samt. Við erum jú heil

Gátu þeir ekki gefið þér smá make up tæm hehe þarf engan maskara sæta þarna!!!

Já hvernig væri það að skella í sig einum signum hehehehehehe good tæms

Sakn og knús til þín og sæta spánverjans

Lea: takk fyrir það lea mín. já kella leynir á sér hehe en já helduru að það væri ekki sigurstranglegt að koma bara á netabol og g steng og gaula á júró hehe ekki get ég sungið alveg tónlaus held það myndi skila nokkrum atkvæðum sérstaklega ef nibburnar væru stinnar hehehehehe

Já það verður fúlt að vera ekki í sparó að  fíflast með þér og hinum kellunum og pirra jonný og dizza Fredrek hehe  já maður verður að vera svoldið hörð þegar kallar eru við völd maður lætur ekkert labba yfir sig  á jakkafötum. Þú tekur við gauradjobbinu búin að kenna þér nokkur góð trikk mundu bara "ætlaru að vaska upp" svar NEI hehehehe

Sakna þín og Lea spoon ekki reyna við Ara minn hehe hann er alltof lítill enþá veit hann er sætur

Helgan, 2.6.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband