Morgunhani

Nýtt blogg hjá kelluSmile

búin að vera vakandi í rúma 2 klukkara bara hressandi og svo hjólaði ég líka í vinnuna geggjað geggjað og frábært veðurWink ætlaði samt að fara á bílnum, þegar ég var kominn út huxaði ég æj ég ætti frekar að hjóla það er svo gott veður... inn í bíl fer ég og hann ekki í gang þannig ég hjólaði hehe þetta var notla bara merkiWink

Svo þar sem ég er farin að vinna á líkamsræktarstöð þá er það líka annað merki um að fara að hreyfa á sér rassgatið og koma sér í toppform aftur ekkert kjaftæði og hangs upp í sófa (ekki að ég geri mikið af því að hangsa í sófanum hehe) en mín ætlar sem sagt að fara að drífa sig á fætur þá morgna sem ég er ekki að vinna í Toppsport og mæta í tíma eða taka á því í salnumGrin ohhh það er svo gaman fæ alveg fiðring í mallakút að huxa um það skil ekki hvernig ég er búin að geta ekki hreyft mig neitt af viti síðan í ágúst jæks bráðum ár enda kroppurinn alltof slappur þessa dagana af Helgunnar matiWink

Vá hvað mig langar í H&M hver er til í að bjóða Helgunni eitthvert í H&M??? koma svo bjóða sig fram!!!! bara einn í einu samtWink

 Á "engin" föt er orðið í mesta basli við að finna mér dress á hverjum degi og hvað þá ef ég fer eitthvað fínt.... flestar buxurnar mínar orðnar gráar af ofnotkun og fleira í þeim dúr... vantar bikini, buxur, boli, peysur, skó, jakka  og heilan helling. Kallinn er meira að segja farin að standa og reyna að aðstoða mig við að velja mér föt. Fórum í útskriftarveislu á föstudaginn og ég gat ekki fundið neitt til að vera í, gleymdi leddaranum mínum fyrir norðan og er búin að týna hvítu ermunum mínum sem gerði valið enþá erfiðara!!!! og ég var ekki sátt í því sem ég fór, fannst ég ekki fín þó öðrum hafi fundist það þá nægði það mér ekki. Sálfræðin skoWink á leiðinni í bæinn í veisluna sagði ég við kallinn, æj ég hefði kannski átt að fara frekar í þetta eða hitt. Þá heyrðist í honum. "Helga mín mér finnst þú mjög fín núna og þú ert nú svo heppin með það að það er nánast alveg sama í hvað þú ferð, þú ert flott í öllu" InLove mér langaði að fara að grenja þegar ég gat ekki valið mér föt en þarna var ég í mesta basli við að halda tárunumBlush pældi eftir þessi orð míns heittelskaða lítið sem ekkert í outfittinu það sem eftir var kvöldsins. og það var svona glimrandi stuð í útskriftinni að allt í einu var klukkan bara að vera 2 jæks.

Jæja ætla að blanda mér morgunmatWink

Leiter

Helgan

Fatalausi morgunhaninnTounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já sæll ef maður væri nú svona duglegur þá væri maður tágrannur og fallegur. hehe

Kristín (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 14:33

2 identicon

Þú varst allavegana mjög fín í bleika átfittinu í gær.

Er að skríða upp úr bólinu. Jeminn eini , vona að ég hafi ekki smitað þig af ógeðinu.

Ragnhildur (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband