16.5.2008 | 10:33
brjálað að gera..
Er alltaf á leiðinni að blogga bara svo upptekin. Ætlaði ekkert að blogga um það sem ég er að bardúsa en það er alveg efni í eitt blogg allavegaá miðvikudaginn vaknaði ég kl:05:25 byrjaði að vinna 6 í toppsport. Kom heim rúmlega átta. svo fórum við hjúin með Ara í ofnæmispróf og ofnæmið enþá til staðar og kom núna risa blettur hjá eggjunum. Við byrjuðum á að fara á vitlausan spítala og það fattaðist ekki fyrr en við vorum búin að labba ganganna á milli! við vorum sem sagt á landspítalanum við hringbraut en áttum að mæta í fossvoginn... Þangað var svo brunað og eftir viðtal hjá lækni og húðpróf var haldið aftur heim. Mamma kom svo og passaði Ara því ég fór svo aftur í bæinn og gerði neglur, konan vildi sjá hvar ég stæði áður en ég færi í próf og hún sagði mig tilbúna í próf og mætti bara koma næst í prófið þá er bara að finna sér tíma í það hehe þegar ég kom heim úr bænum var gripið skyndibitafæði og heim og borðað. Svo fór ég að skúra, kom svo heim kl 21 og brúnkaði eina, fór svo aftur til að klára að skúra og kom heim 22:30 þá var dagurinn loksins búin og ég man ekki eftir að hafa farið inn í rúm bara að hafa lagst í sófan og man ekki meir heheheheh í gær var svipaður þeytingur á mér. Skúraði Toyota, byrjaði að skúra leikskólan og Þórður Bróðir kom með og lék við Ara þangað til hann þurfti á æfingu, fór svo heim og mamma kom og ég kláraði að skúra, bauð ma,pa & Þórði í mat, græjaði Ara Hrannar í rúmið og gekk frá á heimilinu og var svo að gera neglur til 23:30....*þurka svita af enni*
kella á svo eftir að blogga um óvænta afmælið sem við héldum fyrir múttu um daginn bara gaman og skelli inn myndbandi með líka er ekki í nógu miklu stuði til að blogga um það núna...
Við fórum norður um helgina í fermingu. Geggjaður matur úffff. Það var verið að ferma Hilmar bróa Íbbu minnar sport og það er sko ekki að spyrja að kræsingunum
Þegar við vorum að leggja af stað heim á mánudaginn var hringt í tengdamömmu og sagt henni að amma Hrönn væri dáin. Guð hvað þetta var erfitt! enginn átti von á þessu kallið kom sko óvænt! Hún var stödd í Hveragerði og ég og Ari fórum að heimsækja hana á þriðjudaginn í seinustu viku og ég ætlaði að reyna að ná mynd af þeim saman en þá var myndavélin batteríslaus og ég reyndi og reyndi að fá vélina til að taka mynd því einhvern veginn fannst mér ég verða að nota þetta tækifæri til að mynda þau. Skrítið að fá svona tilfinningu. Hún var nú eins og amma mín líka og seinast á þriðjudaginn þegar við vorum hjá henni og ég ætlaði að sýna henni eitthvað sagði ég: "Amma sjáðu" alveg ósjálfrátt. Hún var okkur svo góð og þegar við Bjarmi byrjuðum saman og fórum að búa gaf hún okkur nánast allt innbúið sitt við erum henni ávalt þakklát fyrir það. Við skírðum Ara Hrannar okkar í höfuðið á henni og sá hún varla Sólina fyrir honum Bjarmi huxaði alltaf svo vel um ömmu sína enda hringdi hún ansi oft í hann því hún treysti á hann hann sá um bílinn hennar, skiptu um dekk og tilheyrandi. Hann fór svo með ömmu sína í hennar hinstu för þegar hann keyrði hana norður í gær og keyrði heim aftur í nótt alveg einstakur maður
Það verður skrítið að geta ekki farið og heimsótt hana á Dalbæ þegar við komum norður. Hennar er sárt saknað!!
*Amma Hrönn með Ara sinn Hrannar*
*nýjasta myndin sem við eigum af þeim saman dýrmætt*
Helgan
Athugasemdir
Það er nóg að gera hjá minni
ömmur eru bara yndislegar og ómissandi þáttur í tilverunni,njótið allra fallegu minninganna um hana, samúðarkveðjur að austan
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 10:57
Vá, dugnaðurinn í þér kona!
Samúðarkveðjur *knús*
Josiha, 16.5.2008 kl. 19:10
Sendi ykkur öllum Samúðarkveðjur Helga mín bið að heilsa í bæinn.Gréta
Gréta. (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 23:13
Innilegar samúðarkveðjur frá Sæbakka.
Brynja (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:27
Þið eigið alla mína samúð!!!!
Hugsa til ykkar;)
Íbba (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:50
Kæra fjölskylda ynnilegar samúðarkveðjur
Erna og Kári
Erna og Kári (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:10
votta ykkur öllum samúð mín Helga mín.. :-*
Ingunn (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:45
Elsku Helga, Bjarmi og Ari Hrannar!
Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að vera með ykkur á þessum erfiðu tímum.
Kata Árna! (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 16:48
Sendi innilegar samúðarkveðjur til ykkar :*
Anna Kristín (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 17:58
ástarþakkir þið öll *knús*
Helgan, 20.5.2008 kl. 15:46
Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð!
Svona er alltaf erfitt.
Hafið það gott.
Bestu kveðjur úr reynihólunum.
Nína, Elmar og Erik Hrafn (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.