30.4.2008 | 13:30
Hún á afmæli í dag!!!
(þetta átti að koma inn í gær semsagt smá mis)
Elsku mamma til hamingju með daginn. Njóttu dagsins í botn á spáni í sandölum og ermalausum bol skál í botn og restin í hárið! knúsa þig þegar þú mætir aftur á klakan
Mamma mín er sem sagt 50 ára í dag eða femtug eins og ég myndi orða það hún er núna stödd á spáni með pabba, í sinni fyrstu ég endurtek FYRSTU utanlandsferð á sinni æfi (eða er það með v?) já það eru ekki margir sem aldrei hafa farið út fyrir landsteinana og orðin 50 ára.... neibb mamma fór til dæmis í sína fyrstu flugferð þegar hún flaug norður til að vera viðstödd fæðinguna hjá Ara mínum fyrir bráðum 2 árum vonandi geta þau "gömlu" farið út árlega hér eftir, eiga það svo sannarlega skilið og miklu meira en það. Nú eru líka margir ungar búnir að fjúga úr hreiðrinu þurfa ekki lengur að kaupa 3kg af gúllasi í matinn og svona eins og var þegar við átvögin vorum öll heima 7 manna fjölskylda ég legg ekki meira á ykkur og enginn matgrannur ó nei!!! ma & pa svafu nú meira og minna fyrsta daginn á spáni kærkomin hvíld það. Pabbi vaknar til dæmis alltaf hálf 6 og ber út moggan áður en hann fer svo í sína vinnu. Þannig þau hafa það sko gott á spáni og eiga það meira en skilið
Það er svo einkennilegt að það virðist ekki vera nóg að vinna "bara" eina vinnu. Ég hef til dæmis held ég bara aldrei unnið "bara" eina vinnu. Núna er ég í 3-4 vinnum, fyrsta lagi 100%vinnu heima hjá mér, Skúra leikskólann og skúra toyota og svo naglast og brúnka þess á milli og plús það þá sel ég snyrtivörur. Þannig þetta flokkast eigilega sem 5 vinnur (og kannski ein að bætast við) enda gerir marður aldrei neitt nema vinna, sofa og éta (og skíta hehe)....
Mikið væri ég til í útlönd, smá sól og búðir. Sumarbústað, tjaldferðalag, bláalónið, eða bara einhverja afslöppun!!
*ein af múttu ofurtúttu með Ara Hrannar minn nokkra daga gamlan*
*ömmuást*
Leiter
Helgan
Athugasemdir
Til hamingju með mömmu þína í dag
Æðislegt hjá þeim að skella sér í afslöppunarfrí til Spánar.
Knús og kram
Kv. Anna
Anna Kristín (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 15:33
Til hamingju með mömmu þína það er vonandi að þú þurfir nú ekki að bíða fram að fimmtugu eftir að komast í frí
Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 30.4.2008 kl. 16:06
Sakna ykkar svo mikið!!! :)
Yngri (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 17:08
Mikið væri ég til í útlönd, smá sól og búðir. Sumarbústað, tjaldferðalag, bláalónið, eða bara einhverja afslöppun!!
Þú getur það með því að ganga í spara.is og ræða málin við þá eða fara á námskeið.
Ég er búinn að segja þér þetta áður því ég vil að allir vinir mínir séu ríkir í ellinni(þá meina ég 50 ára og eldri) og skelli sér út í lönd með okkur hjónum þegar börnin eru farin úr hreiðrinu.
Maður vinnur fyrir peningum þegar maður er ungur og svo lætur maður peningana vinna fyrir sig í ellinni með vöxtum ok.
Kveðja frá kallinum í sæbakka
Nonni, 30.4.2008 kl. 20:13
Til hamingju með mömmu þína í gær Helga mín,já mamma þín á það svo sannalega skilið að vera í afslöppun,vonandi fer hún á hverju ári til Útlanda her eftir,hún þarf nú að prófa Dublin kannski verður það næst.stefnan hjá mér er Írland í haust.
Gréta. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 23:34
hæ hæ. Til hamingju með mömmu þína. Þau hjónin eiga það svo sannarlega skilið að vera með sandinn á milli tánna daginn út og inn núna.
Ragnhildur (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:01
Anna: Takk fyrir það já það er sko flott hjá þeim að skella sér knús til baka
Anna: takk fyrir það, já vona að ég þurfi ekki að bíða svo lengi hehe en gaman að sjá þig hér og takk fyrir að kvitta hjá mér þarf að líta á síðuna þína
Yngri mín við söknum þín meira!!!
Nonni: jebb veit er búin að skoða þetta og er að vinna í þessu fá kallinn með og svona við erum sko til í að flakka með ykkur í "ellinni" og já þetta á að vera nákvæmlega þannig vinnur fyrir þeim meðan maður er ungur og svo láta penignana vinna fyrir sér þegar maður er eldri
Gréta: takk fyrir það og til hamingju með systu já vonandi verður þetta árlegt hjá þeim aldrei að vita nema írland verði næsti áfangastaður þeirra
Ragnhildur: takk fyrir það. Já þau eiga það svo sannarlega skilið
Helgan, 2.5.2008 kl. 09:17
Kæri bloggari.
Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá Prik dagsins
Kveðja Júl Júl. P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt
Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.