3.11.2006 | 14:00
Vertu í núinu!!!
Ég er alltaf að vinna á Núinu einhverja smá vinninga ég vann nú sex daga í röð um daginn hehe en svo vinn ég alltaf eitthvað sem ég kem örugglega aldrei til með að nota eins og 2 fyrir 1 á Red chill, 30% afslátt á sama stað, 30% afslátt af skartgripum í einhverji búð (örugglega okurbúlla), 2 vikur frítt á einhverju bardaganámskeiði, 2 fyrir 1 á nokkrum videoleigum, 25% afslátt af einhverju brúnkukremi á einhverji stofu. 2 fyrir 1 í litun og plokkun (sem ég fatta ekki alveg) borga ég þá fyrir aðra augabrúnina en fæ báðar litaðar og plokkaðar maður spyr sig, varla tek ég kallinn með í lit og plokk hehe
en í dag er fyrsta skipti sem ég vann eitthvað sem ég get notað þar sem staðurinn er á Akureyris
vann 25% afslátt á Greifanum ummm
ég skal sko nota það.. en ég býð náttúrulega bara eftir stóra vinningnum væri mjög mjög ánægð með að fá útlandaferð ef þeir á núinu vildu vera svo vænir....
Það er sem sagt kominn föstudagur og ég og Ari ætluðum sko að skella mér í göngutúr með Svönu og Arnari litla en svo vaknaði ég svona eld gömul í náranum að ég vart get gengið öss öss öss veit hreinlega ekki hvað æfingar ég var að gera í svefni en nárinn er bara out of order og versta við það að ég varla get haldið á drengnum en það lagast áður en ég gifti mig ekki er það á næst leyti þýðir ekkert að græta Björn bónda út af því...
Ég er alveg að missa það í jólahugleiðingum er alveg kominn með guddý hugmyndir og bara spennt sko... á mjög erfitt með að fá Bjarmann með mér í jólagír sama hvað ég reyni en svona bara til að minna á það þá eru ekki nema 51 dagur til jóla Nýji föndurklúbburinn hittist hjá minni í gær að spá og spögulera og spjalla náttúrulega
lýst vel á þetta hjá okkur. ég ætla svo líka að fara að föndra jólakortin og Valdís ertu game? allt í bígerð ég þarf að hafa þetta allt saman klappað, klárt, úthuxað og reddý með góðum fyrirvara ég er ekki þessi týpa sem fer að redda jólagjöfunum fyrir hádegi á aðfangadag ó nei
Jólin jólin jólin koma brátt... lalalalala tapaði mér alveg í fýlingum þarna hehe
ætla rétt að vona að ég fari ekki í jólaköttinn í ár kannski ég fái nýja brók aldrei að vita tihí
Jæja þetta er komið gott
góða helgi snúllurnar mínar
JólaHelgan
Helga Croft í miklu jólaskapi
búin að lauma einum extra pakka undir tréð til elsku strákanna minna
Athugasemdir
Haha gott blogg, en ég skil ekki allan þennan jólaspenning í konum þetta er 2 dagar í frí helling af góðum mat og allir að hugsa um þennan jesú eða þannig.
ps svo er það greyið fólkið sem fær mjög smáan vísa reikning og deilir honum í 9 til 12 mánuði
Jón freyr (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 18:11
gott með þig það veitir svo sem ekki af því að fara að undir búa blessuð jólin,það er verst að þau eru svo stutt núna ,en alltaf þarf maður að gera allt fyrir jól baka helst 8 sortir af smákökum og nokkrar hnallþórur.umm,maður má ekki einu sinni hugsa um þetta,og ekki má gleyma 4laga brúntertuni með hvíta kreminu það eru eingin jól án hennar hún er best
greta (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 23:09
Hahaha ég er líka alltaf að vinna á núinu! Alltaf einhverja drasl vinninga! Vinn oftast 2 fyrir 1 á einhverjum videoleigum og svo vann ég einmitt líka 25% afslátt af brúnkukremi! Kem aldrei til með að nota þessa vinninga! Ég ætla sko að vinna útlandaferðina!
En jólin! Vó hvað ég HLAKKA TIL!!!!
Josiha, 4.11.2006 kl. 15:27
Hæjjjj:) Já haha ég er líka alltaf að vinna þessa afslætti á videohöllinni...! magnað...en vann reyndar líka afsláttin af þessu brúnkukremi líka! Svo bíður maður bara eftir Barcelona ferðinni, hehehe ;)
En kvittikvitt Helga mín!;)
Anna Magga (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 19:11
Gleðileg jól Helga
Kristín (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 23:10
djö núna er ég komin í jólaskap líka
Kristín (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 23:12
nonni þetta er eitthvað svo gaman að undirbúa jólin allavega finnst flestum konum það en alls ekki öllum það fer líka eftir því hvernig jól maður upplifir sem krakki. en það þarf ekki einu sinni jólin til að láta dreyfa vísareikningnum hehe...
Já Gréta min efast samt um að ég leggji í brúnu lagtertuna ykkar mömmu en eitthvað ætla ég að baka. MAmma er líka vön að senda fráfluttu heimasætunni hlut af lagtertunni góðu:)
Já Jóhanna við hljótum að fara að vinna eitthvað meira en þessa smá vinninga. já nóg af tilhlökkun til jólanna á þessum bæ ´líka
Anna mín það eru greinilega allir að bíða eftir þessari ferð en spurning hver dettur í lukkupottinn vonandi einhver sem á það skilið eins og til dæmis ÉG múhahhaha
Gleðileg jól Kristín mín og magnað að ég náði að smita þig hehe
Helgan, 6.11.2006 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.