17.4.2008 | 16:42
krían hjá Helgunni
Það kemur ekki oft fyrir og nánast bara aldrei að ég leggji mig á daginn. Hef aldrei tíma, þörf eða löngun í svoleiðis. En í dag ætlaði ég að fá mér smá lúr gekk nú heldur betur brösulega.
Við mæðgin erum sem sagt stödd á Akureyri og búin að vera síðan á sunnudag. Haft það gott og verið í hálfgerðu orlofi. Ef orlof skyldi kalla....Held ég þurfi að fara að komast í húsmæðraorlof!!! aðeins að hlaða batteríin og taka smá shopping therapy (hvernig sem það er skrifað) það er sko töluvert meiri en 100% vinna að sinna Ara mínum orkubolta allan daginn og ég tala nú ekki um þegar hann tekur upp á því að vakna 6 eða 7 á morgnanna og í fullu fjöri,, það er ekki hægt að segja það sama um mömmu hans hehe Erfið vinna en jafnframt sú alskemmtilegasta get ég sagt ykkur því hann stoppar aldrei og aldrei hægt að líta af honum. En gleðin og ánægjan sem fylgir því að annast hann að sjá hann þroskast og læra nýja hluti dag frá degi er engu lík.
það tók mig t.d rúman klukkutíma að koma okkur út í bíl í gær. Meðan ég skellti vagninu í "gömlukalla" bílinn sem við erum með að láni stóð Ari Hrannar Íþróttaorkubolti í dyragættinni og spjallaði við móður sína. svo kem ég inn og sækji skiptitöskua og lít af honum í cirkabát 3 sek þá var hann kominn út á sokkaleistunum og hættur að svara mömmu sinni. Kella stekkur til og sé hann á bílaplaninu og um leið og ég segji "kondu til mömmu" tekur hann á rás með stríðnissvip út götuna á sokkaleistunm og ég bruna á eftir líka á sokkaleistunum yfir snjó og allskonar drullu!!!! Hann notla bara hló enda síkátur strákur reyndi svo að koma honum í skilning um að þetta mætti ekki en það hefur sennilega farið inn um annað og út um hitt enda sjálf hálf hlæjandi af þessum gullmola. Þegar hann vippaði sér út var ég rétt nýbúin að koma honum í hrein föt eftir morgunmatinn sem minn maður sér um sjálfur enda mjög sjálfstæður og stundum einum of. þannig það þurfti nýtt dress á prinsinn til að hægt væri að halda af stað Að klæða hann í bleyju er orðið næstum því verk fyrir 2 nema maður plati hann í "hvar er Ari" leikinn rétt á meðan maður skellir á hann bleyjunni.. þá setur hann hendur fyrir augun og er kjurr (djurr eins og hann segjir með stút á vör hehe)rétt á meðan en hann nennir ekki alltaf í þennan leik..
Já það er sko fjör í kringum þennan litla sólargeisla með hvíta englahárið sitt. og þegar hann var kominn í vagninn sinn áðan og ég hélt varla haus ákvað ég að skella mér upp í bæli og kannski næla mér í 15mínotna kríu(verð að bæta við þetta) í morgun fórum við samrýmdu mæðginin í Hagkaup og keyptum smá bakkelsi áður en við kikkuðum á Klöru og það gerðust líka undur og stórmerki í Hagkaup get ég sagt ykkur því Helgan keypti sér Bók ég endurtek Bók!!! man ekki eftir að hafa keypt bók síðan ég keypti skólabækur ekki af fúsum og frjálsum vilja. En ástæðan fyrir bókakaupunum var einföld bókin kostaði litlar 690kr íslenskar og ber titilinn "konur með einn í útvíkkun fá enga samúð" svona bækur nenni ég að lesa eitthvað um konur, börn, fæðingar og annað slík. Ég lagðist því uppí með bók í hönd (þetta hefði þurft að mynda) og eftir að hafa lesið nokkrar fæðingarsögur lagði ég bókina til hliðar því hún var um þann mund að detta úr lúkunum á mér. Þá höfst tilraun til Kríutöku. Eftir nokkrar mínotur og þung augnlok var Helgan alveg að ná að gleyma sér með barnapíuna mér við hlið og bókina góðu þá hrekk ég upp við annan heimilisköttinn sem hoppar inn um gluggan með tilheyrandi óhljóðum og ég næstum kvæsi á kvekendið "snáaðu þarna" þegar pumpan var aftur að róast og krían alveg að takast hoppar ekki hitt kattardýrið inn um gluggan hjá mér ARRRRRRGGGG... þóttist svo getað labbaði yfir andlitið á mér ég hélt nú ekki og hann fékk ekki fallega kveðju frá mér heldur hehehehe það sem ég græddi á þessari tilraun minn til að leggja mig var kláði í nefi (útaf kisunum sem fá að dúsa inn í bílskúr ef ég er heima) og er enþá þreyttari fyrir vikið. Held ég læri á þessu að ég eigi ekkert að vera að leggja mig á daginnn því ég hafi annað mikilvægara við tímann að gera. Eins og til dæmis blogga
Prinsinn vaknaður og fjörið heldur áfram. Ætlum að næra okkur og skella okkurs-svo í RL búðina Mæðgurnar koma svo heim á eftir og Biggó búin að skella lambalæri í ofninn ummmmmmmm Hann er sko búin að elda ofan í okkur alla vikuna klikkar ekki á því hlökkum til að sjá þær mæðgur allar og svo Bjarmann á morgun eða laugardaginn Sakna hans endalaust var nú alla leiðina til Rvk að þurka tárin eftir að við kvöddumst á sunnudaginn, já maður er svo klikkaður var strax farin að spá hvað ég ætti eftir að sakna hans í þessa 5-6 daga svo var ég alltaf að huxa hvað það væri tómlegt hjá honum einum í koti... En vá get ekki beðið eftir að sjá hann
Knús
kríu-Helgan
Athugasemdir
Þetta hljómar sem ein messt spennandi bók ever...konur með einn í útvíkkun fá enga samúð...
Þetta þarf ég að fá lánað hehehe þar að segja eftir að aumingja Bjarmi er búin að heyra allar skemmtilegu sögurnar úr þessar bók.
Nonni, 17.4.2008 kl. 16:54
múhahaha það er ódýrara fyrir þig að kaupa hana bara því það kostar svo mikið að senda á milli Selló-Dallaz
Helgan, 17.4.2008 kl. 18:07
Hæ ''nágranni'' hehehe.
Það er ekki oft sem maður kaupir bækur,alltof sjaldan held ég.
Ætli ég taki ekki þessa bók fyrir ofurspenntan Nonnan á safninu hehehe.
Ég var að lesa Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson um Sjöundármorðin,mæli með henni.
Sjáumst kannski.....kannski ekki,hver veit:)
Brynja (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:41
Gamla.....ég skal fara með þér í húsmæðra orlof, þó svo að ég sé ekki enn orðin húsmóðir:)
Yngri (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 09:29
Brynja: já held þú verðir að gera það hehehe en já maður kaupir sko alltof sjaldan bækur!!
Já sjáumst vonandi
Yngri: já okei bara let´s go
Helgan, 18.4.2008 kl. 10:37
takk fyrir það :D
en já þessi brúnka er nú eitthvað farin að minnka því miður :( ég var alveg að fíla það að vera svona tönuð sko
ég heyri í ykkur, held að æfingar byrji svona tveim vikum fyrir keppnina og ég er búin í skólanum þá og ekki byrjuð að vinna, svo ég verð sennilega bara fyrir sunnann þann tíma :)
hrönn (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 16:16
Hahahahaha... snilldar blogg! Sé alveg Ara Hrannar fyrir mér, hlaupandi á sokkaleistunum frá mömmu sinni
Gaman að sjá ykkur í gær. Verðum að hittast fljótlega og leyfa börnunum okkar að leika sér saman. Held að það yrði svolítið fróðlegt. Sýnist á öllu að Dýrleif Nanna og Ari Hrannar séu svolítið lík. Bæði orkuboltar, sjálfstæð og stríðnispúkar
Josiha, 22.4.2008 kl. 18:25
Hrönn: já Það væri magnað að fá bara varanlega brúnku hehehe
já við hlökkum til að sjá eitthvað af þér fyrir keppnina í Rvk.
Jóhanna:) já þetta var örugglega doldið fyndin sjón hehe
sömuleiðis gaman að sjá þig verðum að fara að hittast með gullin okkar verður örugglega fróðlegt eins og þú segir hehe gaman gaman
Helgan, 23.4.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.