þetta eru svona mánuðir hehe

jæja þá er ég flutt með bloggið mitt á bara aðeins eftir að laga það til þá er ég sátt á nýja staðnumHlæjandi en svona til að útskýra titil bloggsins þá vorum við hjúin að horfa á ísland í dag áðan og þar var viðtal við konu allt í lagi með það en hún er spurð hvort þetta séu dagar eða jafnvel vikur sem þetta ástand varir hjá henni... og hún átti bara snilldar svar sem var notla alveg óvart en hún svarði sem sagt nei þetta eru svona mánuðirHlæjandi frekar fyndið hvernig eru svona mánuðir ?hehe þetta vakti frekar mikla kátínu og var nánast eins og ég hefði sagt þetta kannski þess vegna sem mér þótti þetta svona fyndið.. en skömmu seinna mismælti ég mig álika þegar ég var að kyssa ástmann minn bless áðan og segji svo við hann hei það er svona mentol lykt af þér (hann er sko hættur þeim slæma sið að taka í grímuna) og hann segir já er það ekki bara hressandi?  jú það er nú meiri munurinn múhahahaha meinti sem sagt að það væri miklu betra að finna þessa lykt en djö*** skítalyktina af þessu tóbaki sem hann var alltaf að troða í grímuna á sérÞögull sem gröfin kom því svona skemmtilega frá mér tihí

163_6313

Svona fór svo fyrir sumarblómunum mínum.. maður er endalaust að halda í vonina með að veturinn komi ekki en hann er sko kominn og maður verður bara að bíta í það...

Við famelían skelltum okkur inn á Ak áðan með tendamömmu að versla hjá vini mínum Jóhannesi (Bónus) það var heldur betur orðið tómt í búi en það er nóg til núna sem er gott því sumir eru alltaf borðandi.. nefnum enginn nöfn... en það var svona mígandi hált á milli að maður var hálfpartinn með hjartað í buxunum en þetta hafðist allt saman Ara Hrannari fannst bara alveg magnað að vera á svona búðarrápi bara múkkaði ekki í honum hvorki í Bleika svíninu né Hagkaup algjört yndiBrosandi nokk líkur móður sinni þar hehe
162_6297 copy
Kodak móment mamman með gullið sittHlæjandi
Svo á kella bara afmæli á femmtudaginn 18.ára alveg hreint hehe nei bara tuttugu og fjórir merkilegt að maður man aldrei hvað maður er gamall eftir að maður verður 20 ára eftir það er maður bara tuttugu og eitthvað...Koss og ætla ég að hafa smá afmæliskaffi um helgina líklega laugardaginn og já brauðréttur og kaloríubomba ummm djöfulls munur að það eru að koma jól því ég heyrði það einhver staðar að jólakalóríur teldust ekki með tihí en efst á óskalistanum eru föt fyrir þá sem lagnar til að gleðja kellu lagar svo voða mikið að versla mér föt eftir barnsburðinn mikla og allra allra neðst á listanum eru svo kertastjakar... shjett hvað ég á mikið af svoleiðis og ég er nýbúinn að fara í gegnum safnið og gefa á tombólu en helda að ég geti enþá kveikt á 116 kertum hérna inni þrátt fyrir það hehe
Jæja þetta ætti að duga í bili alveg orðið keppnis blogg hjá kellu
Leiter og verið svo dugleg að kommenta á nýju síðuna mína
*Knús*
Helgan allmost 24Glottandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég get allavegana sagt KVITT... ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.10.2006 kl. 21:36

2 identicon

Sælar Helga .
Já þetta er nú mun betri síða myndi ég nú segja. Það er alltaf gaman að breyta til.

Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 11:20

3 identicon

sæl HELGA MÍN flott hjá þér nýja síðan,þú ert snillingur að breita þetta er alveg briljant,heyri í þér á morgun GRÉTA.

greta (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 15:21

4 identicon

sæl HELGA MÍN flott hjá þér nýja,hún er alveg briljant,ég heiri í þér á morgun.

greta (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 15:26

5 Smámynd: Josiha

Æ ég er ekki alveg að skilja þennan brandara með mánuðina :-/ Um hvað var þetta viðtal við konuna?

Annars er ég sammála þér með aldurinn. Maður man aldrei hvað maður er gamall eftir 20. Maður er já bara 20 og e-ð, hehe. Kannski er maður bara í afneitun að vera orðinn svona gamall ;-)

Josiha, 25.10.2006 kl. 20:53

6 identicon

Hæ skvísa:) Mér líst vel á þessa síðu hjá þér.. Flottar nýju myndirnar, sæt mæðgin haaaa:D Ætlaði bara rétt að kvitta.. Þú ert svo 24ra eftir 2 klst. og35 mínútur og 37 sek nei 36 nei 35 nei 34.. Líklega bara 35 mínútur þegar ég er búin með þetta;) elska þig sætust mín:*

Margrét Elísa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2006 kl. 21:27

7 Smámynd: Helgan

Já kristín massa gott blogg:)

Sæl Sigríður mín já finnst þér ekki flott nýja bloggið:)

Jóhanna: hún er semsagt að glíma við geðklofa og kallinn spurði hana hversu lengi ástandið varði þegar hún var að sjá ofskynjanir og heyra raddir og svona hvort það væru dagar eða jafnvel vikur.. þá sagði hún nei þetta eru svona mánuðir örugglega ekki mörgum sem þótti þetta fyndið en af því hún sagði svona þá var þetta svo fyndið hehe pínu aulahúmor:)

Hæ Margrét mín já styttist í 24 hehe elska þig líka *risaknús*

Helgan, 25.10.2006 kl. 21:41

8 Smámynd: Helgan

Jóhanna þetta með aldurinn já kannski er þetta bara afneitun hehe annars er aldur svo afstætt hugtak maður getur alveg verið ungur í anda og haldið í barnið í sér:)

Helgan, 25.10.2006 kl. 21:42

9 Smámynd: Josiha

Ég held að ég skilji núna :-D

Ég held að það sé bara lang best að hætt að telja eftir 20. Þannig að maður verður heldur aldrei 30 eða 40. Maður er kannski 20 og 11 (=31) eða 20 og 20 (=40). En það hljómar best að vera bara 20 og e-ð ;-)

Josiha, 25.10.2006 kl. 22:19

10 Smámynd: Josiha

Heyrðu ertu ekki til í að skella inn uppskriftinni að brauðréttinum? ;-) Eða senda mér hann í meili eða e-ð....er alveg viss um að hann sé rosa góður og því verð ég að prófa hann! Svo lengi sem að það er ekki aspas í honum! :-P

Josiha, 25.10.2006 kl. 22:25

11 identicon

halló HELGA MÍN,til hamingju með afmælisdaginn já þessi aldur á manni það er vanda málið ég var til dæmis 25 í mörg ár, annas er engin eldri en hann vill vera bara vera eins ungur í anda og hægt er þá er lífið miklu skemmtilegra og ekki spillir að brosa og djóka,sorrý það átti nú ekki að fara tvisar sama bloggið í dag,það er svona að vera með marga þumalputta,gréta

greta (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 00:38

12 Smámynd: Helgan

Já Jóhanna bara tuttugu og eitthvað hehe en já með brauðréttinn þá er akkurat aspas í honum... ÞAð er sveppasmurostur, cambells sveppasúpa í niðursuðudós, aspasdós (niðurskorinn) skinka, salt og pipar:) mjög góður og svo braut útí eða setja í brauðrúllu og ost yfir og paprikukrydd:) all hitað í potti í þessari röð mega góður:)

Gréta mín takk fyrir kveðjuna og mikið rétt enginn eldri en hann vill vera mjög rétt:)Hhehehe marga þumalputta hehe

Helgan, 26.10.2006 kl. 08:08

13 identicon

Nei er ekki bara komin tuttugasti og sexti :D
Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Helgaaaaaaaaa
hún á afmæli í dag :)
Innilega til hamingju með þetta elskan mín
Knús úr Helguhlíðinni ;)

Helga Fríður (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 08:25

14 identicon

Sntlldarsvar hjá gellunni..vá greyið haha..en meiri snjó meiri snjó meiri snjó..hér er ennþá yfir 15 gráður og sól...úff..frekar frábært en samt langar mig í snjó!!
Til hamingju með afmælið aftur og kossar og knús :*

Sólrún danadrottning (IP-tala skráð) 26.10.2006 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband