4.3.2008 | 15:17
kom að því...
að ég hafði mig í að blogga þar sem ég er búin að vera mjög lengi á leiðinni að blogga og um margt ætla ég bara að skella inn nokkrum punktum:
- Djöfull var Eyþór góður á föstudaginn!!!!!!! verð líklegast í salnum í næsta þætti, hann ætlar að bjóða okkur hjúum hann er svo góður strákur
- Hinir keppendur komust fáir með tærnar þar sem hann hefur hælana. það er bara þannig!
- Hver valdi outfittið á Unni Birnu?? maður minn eins og hún er flott og falleg þá var hún mega hallærisleg í þessum fötum og við skötuhjú vorum sammála um það eins og svo margt annað
- Bíð spennt eftir næsta þætti.
- Fór á opnunarhátíð á Krítik á laugardagskvöldið, fínt þar og fínustu veitingar handa Helgunni ummmm hehe
- Skellti mér svo í partý, þar sem pabbi fór á kostum múhahaha
- þaðan var svo haldið á ball með JET BLACK JOE þeir hafa lengi verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum.
- hef ekki farið á ball á Selfossi í 6 ár held ég!! (og ég sá það að ég hef ekki misst af miklu, nema því að börnin sem ég var að þjálfa hér áður fyrr eru mætt með bjór á ball!!!)
- fór til að sjá bandið sem týmdi að spila í 40 mín eða svo og taka ca 8 lög!!! glatað
- Hefði samt betur verið bara heima sé eftir aurnum
- leið eins og ég væri í vinnunni í félagsmiðstöðinni nema krakkarnir voru flestir með bjór!!! og ég ekki með áfengismælinn hehe
- var spurð um skilríki í fyrsta og eina skipti síðan ég fór að fara á böll kallinn sagði samt áður en ég náði í debban nei djók hehe þannig ég sýndi ekki skilríkin en þetta var sennilega það skemmtilegasta við dansiballið
- sem segir kannski bara það að ég er ekkert að eldast eða hvað!!!
- sofnaði 9 á sunnudeginum hehe ekki í góðu djammformi
- var edrú veit ekki hvort ég hefði skemmt mér betur í glasi!!
- miklu skemmtilegra að djamma fyrir norðan!! við Ari bró erum sko sammála með það
- eigum líka bæði Dalvíska maka, já það er margt líkt með skyldum
- öll kvöld bókuð þessa viku í neglu og brúnku gaman gaman hjá Helgunni
- Hei nágrannakonan var með næturgest!!! múhahaha
- hélt að það væri verið að berja kelluna, þvílík og önnur ein óhljóð!!!!
- er að elda og gleymdi mér við bloggið!!!
- sauð uppúr og út um allt múhahaha
- já snemma að sjá um kvöldmat ég veit
- þarf að púsla saman, skúra á Toyota, skúra leikskólann, borða og taka kúnna í neglur
- nóg að gera
- leiter alígeiter
- Helgan
Athugasemdir
Hehehe vóóóó Frábært hvað það er mikið að gera hjá þér..
Margrét Elísa;), 4.3.2008 kl. 21:23
hæhæ ég var bara að lesa bloggið þitt og langaði að skilja eftir mig kvitt:)
ég bið að heilsa köllunum þínum ;)
hrönn b (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:21
Hahaha, hló upphátt þegar ég las þetta með nágrannan
Ég er annars búin að plana næsta djamm hjá þér sko, þú ert sko að fara að djamma með mér þann 29. Marz 2008
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 5.3.2008 kl. 00:50
Helga ofurdjammari:) Hef lika fengið þessa tilfinningu að ég sé farin að eldast, hef ekki djammað síðan um áramótin!! og gæti varla verið meira sama:) gerði samt heiðarlega tilraun að djamma á Jamaica, það svosem gekk ekki sem skildi:)
Mín þarf að fara að bregða sér suður í yfirhalningu hjá þinni....aldrei að vita nema það styttist í það:)
Yngri (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:33
Hahahaha ég var ekkert að fatta hvað þú varst að tala um í fyrstu punktunum. Fattaði það ekki fyrr en þú fórst að tala um Unni Birnu.
En spiluðu þeir í alvörunni bara í 40 mín??? Vá glatað! Ég var einmitt mikið að pæla að fara á ball en var bara ekki að tíma því. En ég frétti einmitt að þetta hefði verið mjög gott ball
Josiha, 5.3.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.