10.2.2008 | 09:37
Aðeins of gaman!!!!
Vá hvað þessi skóli á vel við mig alveg geggjað að mér finnst enda vissi ég alveg að þetta væri eitthvað fyrir Helguna já ég skellti mér sem sagt í Nagla og Airbrushskólann. ákvað sem sagt að afgreiða eitt af mörgu af löngurnarlista Helgunnar sem ég bloggaði um fyrir skömmu.. (leit á auglýsinguna sem kom viku eftir bloggið mitt sem tákn og sló til og sé sko ekki eftir því)
Núna getiði komið til mín í neglur á hendur og tær og brúnku tók meira að segja minn fyrsta kúnna í gærkvöldi, já straxveikinn alveg að fara með mig bara byrja strax
Fékk svo vinkonu Möggu systir til að vera nagla og brúnkumódel fyrir mig í skólanum í gær og hún var geðveikt ánægð, aldrei verið jafn ánægð sagði hún við mig og hringdi svo í Möggu og systa var nú ekki lengi að hringja og segja mér hvað hún var ánægð hún sagðist sko alltaf ætla að koma til mín, frábært strax kominn með kúnna og ekki skemmdi það fyrir að fá hrós frá kennaranum sem var ánægð með kelluna og sagði þegar við vorum rétt að byrja "vá það er bara eins og þú hafir aldrei gert neitt annað"
Já mér finnst þetta alveg magnað og mjög kærkomið, búin að hanga aðeins of mikið inni og skúra aðeins of mikið og hitta aðeins af lítið af fólki og ég er bara með bros hringinn eftir gærdaginn get ekki beðið eftir að klukkan verði 11 þá heldur skólinn áfram átti að vera búin að þessu fyrir löngu en þetta átti greinilega bara að gerast núna trúi því
þið getið svo strax farið að koma í neglur og brúnku á mjög fínu verði ekki hika við að heyra í kellu síminn er: 6920020
Leiter
Helgan á mjög svo bleikuskýi
Athugasemdir
Frábært að heyra hvað þér líkar skólinn vel Efast ekki um að þetta eigi mjög vel við þig. Knús.
Josiha, 10.2.2008 kl. 13:21
Þú ert fædd í þetta, það er klárt mál:) er brúnkuliturinn flottur?
Yngri (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 09:49
jóhanna: já mér líkar hann sko vel hehehe er alveg að kafna úr gleði. *knús* til baka
Yngri mín: já mikið rétt konan sagði í gær hefuru aldrei gert þetta áður? mér finnst þú ótrúlega örugg og flink ekki amalegt að heyra það kvetur mann áfram og peppar mann upp ójá hann er geggjaður nokkrir litir til notla er með 3 núna og það eru 10 litir til og svo glimmer og sansering við vorum að æfa okkur með Victoriu becham litinn í gær og ég spreyjaði Möggu systir vá gegggggggggjað hún sagði líka þegar ég var búin að úða hana vá þetta er pörfekt græjan kemur sko með í næstu norðurferð og fæ kannski aðstöðu í skápnum á Dallaz þú verður fyrsti kúnninn ekki satt? hvað er að frétta af Emil?
Helgan, 11.2.2008 kl. 11:36
Já klárt mál að ég verð fyrsti kúnninn;) þú verður að stíla upp á að ég sé ekki í einhverju útlandi þegar þú kemur norður;) jíha!
Yngri (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.