Gisfréttir!!

Já kella bara búin að vera heima með litla prinsinn minn í ansi marga daga. Maður er að verða frekar lúinn af allri þessari inniveru.. Ari Hrannar Varð veikur og svo hress í 2 daga og aftur veikur núna þessi elska. Hann er núna með bakabólgu. Fékk einhvern vírus og er búinn að vera með hita, hás, með ljótan hósta og endalaust hor greyjið litla, alveg vildi ég frekar vera lasinn en horfa á hann lasinn. ótrúlega erfitt að horfa upp á barnið sitt lasið. Sem betur fer hefur hann ekki oft orðið lasinn og vona ég að hans skammtur sé búin af þessum veikindum.

Hann er sem sagt mjög mömmusjúkur (meira en vanalega hehe) og alltaf að knúsa mig og vill mikið vera í fanginu hjá mömmu sinniSmile Hann svaf sem betur fer í alla nótt enda fékk hann einhverjar steratöflur hjá doctor í gær til að létta á öndunnunni. Ég taldi ekki hvað ég hljóp oft inn til hans í nótt en kella vaknaði  við hvert hóst í gullmolanum sínum, setti örugglega hraðamet í eittskiptið þegar hann hóstar og kúast og ég var kominn inn til hans á ca 0.2sek. Hann hélt svo bara áfram að sofa og ég líka. Maður getur verið svo móðursjúkur þegar barnið manns er veikt, alveg skoWink

Svo ég komi mér að fyrirsögn bloggsins, þá vill nú þannig til að við eigum ekki flatskjá eða plasma eins og örugglega stór hluti þjóarðinnar á í dag. Munum ekki eignast svoleiðis fyrr en okkar skrjóður hrynur ef það hrynur heheLoL Svo eru útsendingar frá sjánvarpstöðvunum gjarnan í breiðtjaldsformi og ef maður er ekki með svoleiðis græju þá kemur kannski ekki allur textinn á skjáinn vantar gjarnan nokkra stafi og svona skemmtilegheit (örugglega hægt að breyta þessu með einum takka á fjarstýringunni hehehe ætla bara ekkert að brasa við það neittWink)... ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég leit á imbakassann í hádeginu og þar stóð gisfréttirLoLLoLLoL  vantaði háde hehehehe beið notla spennt eftir einhverju gríni hehe enda alltaf í gríninuLoL

ætla að dribba mig að skúra

á morgunn byrjar skólinn shitttt hvað ég er spenntW00t

ákvað nebla að afgreiða eitt af löngunarlistanum mínum, sem mig er búið að langa lengi lengi... blogga um það á morgunCool

Leiter

Helgan inniteftaWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt hjá mömmu og pabba í gær og tók fyrst eftir því að það vantaði stöð2 merkið í hornið eins og er hjá mér og svo byrjuðu kom skjár sem á stóð ANNAR... en það átti að standa NÁGRANNAR... vantaði semsagt fyrstu 4 stafina.. og ég tók mig til og ýtti á einn takka á fjarstýringunni og breytti því og mamma var ótrúlega glöð með dóttur sína;) Þetta er semsagt gert með því að ýta á takka á afruglarafjarstýringunni sem er mjög neðarlega, fyrir neðan grænan takka, og það stendur P.SIZE fyrir ofan hann... breytir semsagt úr 4:3 í 16:9 minnir mig;) Vona að þetta hjálpi þér eitthvað:D

Bestu kveðjur frá DALLAS

Maja (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Josiha

Æææææjjj það er svo erfitt að horfa upp á þessi litlu grey vera svona lasin. Vona að Ara þínum batni sem fyrst *knús*

P.S. Í hvaða skóla ertu að fara í? Naglaskóla? Ég er forvitin!

Josiha, 7.2.2008 kl. 23:34

3 identicon

Gagni þér vel um helgina elsku besta:)  ég er ekki meiri manneskja en það að ég á ekkert sjónvarp, toppaðu það:)

Yngri (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:03

4 identicon

Ég hélt að plasma og flatskjár væri það sama:)Hver er munurinn á þessu dóti?Ég veit ekki neitt hehehehe.

Brynja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 20:03

5 identicon

Hehehe... ég veit ekki hver munurinn er á þessu öllu en það eru til bæði PLASMA og LCD flatskjáir, við eigum LCD, held að PLASMA sé dýrara en veit ekki hver munurinn á þessu er samt;)

Majan alveg sérfróð um tæknina hehe:D

Maja (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 13:04

6 identicon

Hahaha ja kannast vid tetta med ad tad vanti textann..furugrundin er ekki ordin svo tiskuvædd ad lcd eda plasmi se komi upp a vegg tar a bæ!!!

 Vona ad gullinu tinu batni fljott

Hlakka til að heyra hvada nami kellan er ad bæta vid sig, vantar ekki dugnadinn i mina 

 knus og goda helgi gorgeous

Solrun.. (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 18:02

7 Smámynd: Helgan

Maja: sko þig vina búin að breyta þessu hehe eða Ari fiktaði eitthvað og hitti akkurat á rétta takkan og til hamingju með Bumba frábært og ég verð eigilega að segja: ég vissi það!! hehe

Jóhanna: Takk fyrir það jóhanna hann er sem betur fer allur að koma til þessi elska já það er sko erfitt að horfa á þau lasinn...

Herðu já mikið rétt skellti mér í nagla og Airbrushskólann bara snilld svo ánægð með mig nú geta allir farið að koma til mín í neglur og brúnku hreint út sagt alveg magnað

Yngri: takk fyrir það mín besta besta já ég get ekki toppað sjónvarpsleisið þitt vina mín hehe

Brynja: átti notla við Lcd og plasma (hvortu tveggja flatskjáir) það er víst einhver munur sem ég get ekki útskýrt hehe

Maja: þú ert með þetta allt á hreinu  held líka að plasma séu dýrari einhver skýrari mynd held ég annars er þetta eitthvað sem kallinn sér um að spá í

Sólrún: hehe gott að vita að við eruð ekki þau einu ótæknivæddu á svæðinu hehe

Takk fyrir það hann er sem betur fer allur að hressast

Nagla og Airbrushskólinn er það svo þú getur komið á klakan í brúnku og neglur til kellu algjörlega magnað!!!! *knús* sæta

er svo að fara að blogga

Helgan, 9.2.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband