16.1.2008 | 22:22
"Stóri" hóll:)
ég fótbrotnaði á "Stóra Hól" 1995 nánar tiltekið þann 29. desember. Þó hóllinn eða þúfan sé ekki stór getur maður samt slysast til að tjóna sig á honum blessuðum. Ekki gaman á áramótunum það árið undir sæng með hátt undir fót. já gipsi var það vinan. Mestar áhyggjur Helgunnar þegar hún heyrði að um fótbrot væri að ræða og nokkrir mán í gifsi framundan(veit ekki hvernig á að skirfa gifs hehe) voru Djöf*** nú kemst ég ekki á handboltaæfingu!!! mætti samt á hverja æfingu og horfði á græn af öfund út í hinar sem voru með báðar fætur í lagi fór svo upp og niður tröppurnar íþróttahúsinu á handboltaleiki, mátti ekki missa af leik heldur.... Slapp nú úr göngugifsinu skömmu fyrir fermingu og var þá hinn laskaði fótur helmingi mjórri en hinn og ekki mátti hann nú við því blessaður. Svo var hann loðinn eins og á górillu í þokkabót þannig mér reiknast þannig til að það séu rétt tæp 12 ár síðan Helgan hóf kálfarakstur
"Já oft lyftir lítið þúfa þungu hlassi". Ekki það að ég hafi verið eitthvað hlass og þvert á móti reyndar bara algjört fis. Æj þetta var bara svona málsháttur sem poppaði upp í heddinu
leiter
Helgan nú með báða fætur í góðu lagi
Fannfergi á Suðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hehehehe ég man eftir þér á hækjum!
En hey! Varstu ekki búin að læsa síðunni???
Josiha, 17.1.2008 kl. 01:04
12 ár, maður minn!!! Þá var ég nú bara 9 ára vina mín og ekki beint fis eins og þú;) hahahaha
Yngri (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 09:33
já þú mannst ansi margt vina mín júbb var búin að því en það er alltaf verið að tuða í mér yfir því svo ég opnaði hana bara aftur
hehe já 12 ár man þetta samt eins og það hafi gerst í gær! þú varst víst fis yngri
Helgan, 17.1.2008 kl. 10:30
Líst vel á það hjá þér að opna síðuna
Hehe.. ég tengi þig einmitt alltaf við Stóra hólinn út af hrakförum þínum þar fyrir 12 árum!!! Vá, 12 ár Nei við erum ekkert orðnar gamlar!!
*Knús*
Anna Kristín (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:58
Hehehe okei. Ég hélt kannski að ég væri orðin e-ð klikk
Josiha, 18.1.2008 kl. 13:36
Ég er ekki frá því að mig rámi í þig í gipsi útaf Stóra-Hóls eitthvað tengdu dæmi! Mér finnst samt að þetta sé fyndin "frétt".
Annars vildi ég bara skilja eftir mig kvitt, kíkti oft inn á ný blogg en er latari að kvitta fyrir því
GLind, 18.1.2008 kl. 14:25
Nei jóhanna mín enginn hætta á því
Guðrún: Já rámar þig í það vinan hehe mér fannst þetta líka fyndin frétt og rifjaðist upp fyrir mér fótbrotið forðum daga á þessari annars myndarlegu þúfu Takk fyrir kvittið svo gaman að fá kvitt
Helgan, 18.1.2008 kl. 15:57
Hehe, vá man eftir þér í gipsinu:)
Margrét Elísa;), 18.1.2008 kl. 21:24
Ég hef aldrei brotnað 7,9,13!!!
Brynja (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.