Nú er frost á fróni...

Smileég hélt að maður sæi ekki svona hvítan fagran jólasnjó hér á suðurlandinuSmile þetta er almennilegt sko!!! nánast eins og fyrir norðan en þetta er nú ekki mikið á norðlenskan mælikvarða þó það verði ekki fréttnæmt fyrr en maður stendur jafn hátt og ljósastaurarnir þarTounge

 Já gaman að þessu mér finnst þetta svo fallegt samt er ég algjör innipúki og reyni að halda mig innandyra í svona veðrum en vá þetta er svo flottWink Gott að eiga jeppa núna sem fer allt þrátt fyrir að vera ekki á vetrardekkjumSmile Snjórinn var nú ekkert alltaf í uppáhaldi hjá mér fyrir norðan, sérstaklega ekki þegar ég var ólétt og þurfti að vaða snjó upp á brjóst til að komast í vinnu. Mokaði einu sinni bílinn út úr stæðinu með bumbuna út í loftið þar sem kallinn var veikur inni. En það er vanalega í hans verkahring að moka hehe enda elskar hann svona veður og vill bara helst vera úti og ýta og brasa hehe. Man eftir því að hann var alveg friðlaus einu sinni þegar það var brjálað veður og maður sá ekki í húsið á móti, þurftum að moka okkur út og opna fyrir hurðina hjá nágrannanum. Þá segjir minn maður: "Helga mín vantar ekki eitthvað í búðinni?" jú það vantaði eitt og annað og hann var ekki lengi að segja:" já ok ætla að vaða í búðinaLoL kom svo heim örugglega klukkara seinna með tvo fulla poka og þvílíkt glaður með veðriðLoL 

Mín skellti sér í vinnuna áðan í vetrarklæðunum: bleiku dúnúlpunni með kvítu loð alpahúfuna og múmbootunum góðu í stílWink svona galla þarf maður að eiga allavega fyrir norðan en þetta er í fysta skipti sem ég skelli mér í hann eftir að ég flutti aftur heimSmile 

Djöfull datt ég í m&m ið í dag shjaaaa hætti ekki fyrr en pokinn var fínító úpposí!!

snjóstuðkveðja

M&MHelganTounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahahahaha - er sko alveg að sjá þetta allt fyrir mér!  Duglegi kall sem þú átt. Er hann ekki til í að búa til snjóhús fyrir Ara Hrannar út í garði?  Og já, það er sko algjört möst að eiga rétta fatnaðinn fyrir svona veður

Knús á þig, sæta.

Josiha, 16.1.2008 kl. 00:44

2 Smámynd: Helgan

já duglegur er hann ekki hægt að segja annað já þarf að setja hann í snjóhúsaframkvæmd hehe. Já það er sko málið að eiga rétta fatnaðinn

Knús til baka dúllan

Helgan, 16.1.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband