11.1.2008 | 20:52
Skilaboðaskjóðan!!!
það biðu mín skilaboð þegar ég mætti í vinnu í gær. Alltaf gaman að fá handskrifuð skilaboð en þessi voru ekkert svo skemmtileg. Ég reyndar hafði húmor fyrir þeim eftirá
á A4 miða á klósetthurðinni stóð: Kæri ræstitæknir (akkurat titillinn sem ég þráði að hafa þegar ég yrði stór hehe) Það var gubbað á golfið inn á baði fyrir innan hurðina. Það fór einnig gubb á hurðina hérna megin. Það var líka gubbað inn í litlustofu.
Frábært!!!! fyrsta sem ég huxaði ekki beint spennandi og ég sá alveg fyrir mér æluna á golfinu þegar ég myndi opna hurðina. En það var nú ekki svo slæmt en lyktin maður minn!! hélt ég myndi sjálf gubba!!!!!!! byrjaði notla á að dúndra vellyktandi á tojarann áður en ég tók þvílíku þrifin hátt og látt þarna inni. Það var notla búið að þrífa æluna upp en það þurfti notla að ræsta og það gera bara ræstitæknar eins og Helgan
Svo fór ég að spá ég kann ekki nöfnin á öllum herbergjunum á leikskólanum svo ég byrjaði á að giska á það hafi verið gubbað inn í púðaherberginu og þar þreyf ég hátt og látt. Opna svo næstu hurð við hliðina og þar lá A4 miði á golfinu á honum stóð bláum stöfum Gubbað Hér!
Vildi að ég hefði verið með mynda vél til að mynda skilaboðin Gat ekki annað en hlegið upphátt vantaði bara hvítu línurnar í kringum þar sem ælan hafði lent eins og í bíómyndunum þegar einhver deyr
Leiter
Helgan
Löggiltur
RÆSTITÆKNIR
Athugasemdir
Hahahahahahahaha...sé þetta alveg fyrir mér!
Josiha, 12.1.2008 kl. 15:00
ha ha
Ragnhildur (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 13:57
Ólafur fannberg, 13.1.2008 kl. 17:53
Bwahaha! Snilld
Margrét Elísa;), 15.1.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.