Gleðilegt árið krúttin mín:)

Já komið 2008 legg ekki meira á ykkur!!! vá hvað tíminn er fljótur að líða alveg undarlegt. En 2007 var bara ágætis ár  ætla ekkert að fara með neinn annál, samt eitt og annað sem gerðist á síðasta ári bæði gott og slæmt.  Vona bara að 2008 verði magnað fyrir mig og mína og alla sem  mér þykir vænt um. Á þessu ári ætla ég meðal annars að koma mér aftur í toppformGrin ætla að vinna í Lottóinu og losa mig við vondu skuldirnar!!! Ætla að fara til útlanda,  eignast HjólWink, fara í trilljón heimsóknirSmile, skoða skólamálin eða ná mér í réttindin sem mér er búið að langa í svo lengiWink (gerist um leið og ég vinn í lottó hehe), kynnast nýju fólki alltaf gaman að því og fleira og fleira. Lít mjög svo  björtum augum á þetta árW00t 

þrátt fyrir að árið hafi ekki byrjað sérlega vel. Fékk eitlabólgu reyndar á seinasta ári sem náði að teyja sig yfir á þetta, hitti doctor Saxa á öðrum degi þessa árs, sem sagði mig vera með "stækkandi eitla beggja vegna og það all myndarlega" (og það sökum munnangurs,fannst það líka heldur verra en vanalega) aldrei áður borðað ristaðbrauð með hnífapörum og drukkið allan vökva með röriWink dr. Saxi sendi mig heim með rótsterk sýklalyf og munnskol. Ekki skánaði ástandið við það því lyfjunum fylgdu mjög svo óskemmtilegar aukaverkanir, niðurgangur, dúndrandi höfuðverkur og svimi.Angry Stóð nú ekki alveg á sama í gærkvöldi þegar ég var stödd upp á Toyota þar sem verið var að frumsýna nýja Land Cruiser 200 bílinnSmile og þar var fullt af fólki, ég var með einkasoninn með mér og elti hann um allt. Fékk svona svima allt í einu þegar ég stend hjá leikhorninu og fylgist með Ara Hrannari, Huxaði strax hvar er Bjarmi!!! kom auga á hann í mannfjöldanum og sá fram á það að það þýddi ekkert fyrir mig að öskra/kalla á hann nema hafa gjallarhorn... hélt í smá stund að ég myndi bara enda í golfinu en þetta leið hjá sem betur fer og ég dreif mig bara heim. Fjúff!!!! ætlaði svo að kikka á Saxa aftur í dag, kannski fá önnur lyf, sem myndu kannski láta mér líða betur ekki verr!!!!  en er miklu skárri af þessum aukaverkunum, þannig ég ákvað að halda áfram að gleypa þessar fémetis töflur sem kostuðu litlar 3500krónurAngry

Kallinn heimsótti svo dr. Saxa á þriðja degi þessa árs sökum mikilla verkja í baki. hann átti sko erfitt með að anda. En hann lét sig samt hafa það að fara í vinnu þrátt fyrir að komast varla í sokka!! sammviksusemin alveg að ganga frá sumumSmile dr. Saxa leyst nú ekkert á kauða og sprautaði minn heittelskaða í bakið, sendi hann svo heim með 3 krukkur af bólgueyðandi og 2 kassa af parkodín forte!! Bjarmi átti ekki orð yfir skammtastærðina hehe. Held að þetta sé byrjun á mögnuð ári, fall er farar heill ekki sattWink 

verið góð við hvert annað og vonandi verður 2008 ykkur öllum gæfuríkt og gott.

*knús*

Helgan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonandi skánar þetta allt hjá ykkur Helga mín,ég er nú ekki farin að hitta ykkur á nýja árinu þannig að ég verð bara að óska ykkur Gleðilegt nýtt ár í gegnum tölfu,en það hlítur að koma tími að maður hittist ,varð að kvitta hjá þér því að er svo gaman að lesa bloggið þitt ,skulla á ykkur kveðju

greta (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 17:38

2 Smámynd: Josiha

Hvað er að heyra! Vona að þér batni sem fyrst, elsku dúllan mín! *knús*

Og já, 2008 verður sko THE árið sem allt skemmtilega gerist. Vúhú!

Josiha, 5.1.2008 kl. 18:03

3 Smámynd: Margrét Elísa;)

Hehe jii dúdda..  sérlega skemmtileg svona veikindi eða þannig.. Er einmitt heima veik núna og Raggi líka! Booring.. En ég er samt mjööög spennt fyrir þessu ári, grunar að það verði ákaflega skemmtilegt!  En jæja, hvernig væri nú að kíkja inná mína síðu

Margrét Elísa;), 7.1.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband