Gleðileg Jólin

SmileJá þetta eru sko búin að vera gleðileg jól. Við litla fjölskyldan héldum fyrstu jólin okkar saman þrjú. Það var alveg dásamlegt. Maturinn hjá húsbóndanum heppnaðist svona líka glimrandi velSmile  það var sko frekar rólegt og notalegt hjá okkur. Borðuðum klukkan 7 til að halda rútínunni hjá Ara Hrannari. Eftir alltof margar sneiðar af hamborgarahryggnum (vá langt orð) var farið að skoða pakkana. 40 og eitthvað pakkar voru undir trénu að þessu sinni og nokkrir bíða okkar svo fyrir norðan, gaman gamanWink alltaf gaman að fá pakka þó mér finnist mun skemmtilegra að gefa pakkaSmile  meirihluti pakkanna var notla handa einkasyninum. Ég er ekki frá því að ég hafi verið spenntari fyrir pökkunum hans en mínum hehe. Við hjúin vorum í fullu starfi við að opna pakkana fyrir Ara Hrannar hehe ótrúlega gaman. Fyrsti pakkinn innihélt sápukúlulest frekar spennandi en vantaði batterí svo við eigum eftir að prufa græjunLoL veit hann verður sko glaður að sjá sápukúlurnar. Næsti pakki innihélt meðal annars 4 bolta og þá var minn maður sko sáttur og leit ekki við restinni af pökkunumWink. Já það þarf ekki mikið. Ég er eigilega viss um að hann verður íþróttastrákur og giska á að fótbolti verði fyrir valinu en það kemur allt saman í ljós. Við hjúin gáfum gullinu okkar sparkbíl og minn maður var sko ekkert alltof sáttur með gripinn í fyrstu, gaf frá sér allskonar hjóð og honum stóð ekki alveg á sama. Eftir smá stund var hann farin að færi sig nær bílnum en hann fer sko varlega í allt sem hann gerir. Vona að hann verði alltaf þannigSmile

IMG_0948b 

**jólamyndataka, Sápukúlur =boltar = ekki horft í myndavélinaLoL**

ÉG man nú varla hvað ég fékk upp úr pökkum vegna spennu yfir pökkum sonarins hehe en ég fékk fullt af fallegum gjöfum, mest mjúkt enda eru það uppáhalds pakkarnir mínirWink fékk meðal annars, geggjaðan kjól, ermar, peysu, flíspeysu, dúnversti, sokkaWink handklæði og svo fengum við nokkrar gjafir saman. Fengum 2 risa konfekt kassa frá Nóa að sjálfsögðu ummmmm besta konfekt í heimiLoL svo fékk ég 3ju seríu af Greys og Næturvaktina á DvdWink fékk DKNY ilmvatn í stíl við úrið mitt flottaWink og meira man ég ekki jú ég fékk silkináttbuxur í skóinn kertasníkir er sko minn uppáhalds jólasveinn enda númer 13 í röðinniGrin100_3161

**FALLEGASTUR í jólafötunumHeart**

100_3180

**ég og fallegi sonur minn, með svona er ég sætur svipinn sinnLoL**

Þegar einkasonurinn sofnaði á aðfangadagskvöld græjaði kallinn eftirrétt handa okkur ummmmmm eigum við eitthvað að ræða það eða hehe ég var bara eins og ég væri kominn 4 mánuði á leið eftir allt átið, slapp sem betur fer við að vera flutt á sjúkrahús eins og 100 manns lentu í, í DanmörkuWink

Á jóladag var svo skellt sér í 2 jólaboð og svo erum við bara búin að hafa það gott, borða mikið og meira og meira og nóg af konfekti shittt hvað það er gottTounge

Í gær var ég að huxa um að skella mér á Dansiball, var samt ekki í miklu stuði þar sem ég vissi að Það yrði ræs klukkan ca 8, kallinn að fara að vinna og ekkert sofa út sko hehe. Ég kikkaði samt til Grétars og Helgu og keyrði svo liðið á ball og ætlaði að skella mér inn en það var uppselt!!! greinilega átti ekki að fara á ball. Hefði samt verið til í að hitta allt fólkið og sjá suma sem maður hefur ekki séð svo mánuðum og árum skiptir. Mundi líka þegar ég var kominn fyrir utan dansiballið að mér þótti alltaf annan í jólum böllinn á Selló hvað skemmtilegustWink skelli mér bara á næsta áriLoL 

***Vá hvað ég blogga alltaf langt, spurning um að blogga oftar!!***

Jólakveðja

Helgan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Gleðileg jól dúllan mín! Þú getur huggað þig við það að það var gjörsamlega TROÐIÐ á ballinu. Það er aldrei stuð. EN það var samt mjög gaman á ballinu. Var einmitt mikið að spá hvort þú værir ekki einhvers staðar þarna. En þú kemur bara næst (og kaupir þér þá miða í forsölu)

*knús*

Josiha, 27.12.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Josiha

Já og æðislega sæt myndin af ykkur!

Josiha, 27.12.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Margrét Elísa;)

Já það var sko troðið, svo týndi ég stelpunum og fór bara heim um 3, varla hægt að anda anda þarna! en samt gaman og fullt af fólki sem maður hefur ekki hitt engi! Hefði verið gaman að hafa þig með líka

Margrét Elísa;), 27.12.2007 kl. 19:23

4 Smámynd: Sólrún

Ekkert smá sæt mynd og Gleðileg jólin Helgan mín og fallega fjölskyldan. mikið er nú gott að vera komin á klakann, búin að taka pullarann, hróa og stælinn og kristallinn er þambaður ískaldur.

 Já saknaði þín á ballinu en þú kemur bara næst, ekki ég, held þetta sé komið gott með jólaballahefðina og spurning um að finna eh meira posh hehe..en það var samt ofsa gaman og já hehe ég var dead drunk.

Get ekki beðið eftir að kíkja í heimsókn tek rakel með hehe ;)

jólaknús

Sólrún, 27.12.2007 kl. 23:12

5 identicon

Gleðilegt árið elsku Helga! takk fyrir síðasta ár ;) þetta sumar var heldur betur frábært, þú, Lea og ég auk Einars í Sparó. Good times! Á eftir að sakna þín heldur betur næsta sumar & ég vona að maður sjái þig nú samt eitthvað á Dalvíkinni góðu eða í Rvk! Og varðandi kommentið þitt hjá mér þá verð ég að segja að ég og Steini erum off :/ og í Rvk er bara verið að skoða hehe :) Hafðu það svo gott! ;**

Þorgerður (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband