20.12.2007 | 23:35
já sælll
vá hvað tíminn flýgur áfram. Maður ætlar að vera rosa dugleg og koma svo miklu í verk, þrífa hitt og þrífa þetta og taka til þarna og baka og svo verður eitthvað lítið úr öllu saman.... En hvað um það jólin mega sko koma hjá okkur þó það sé smá ryk og puttaför hehe. Ég er nú þrífandi hátt og látt alla daga 12-15 klósett á dag og maður getur nú fengið leið á þessu sko!!!! ekki alveg alltaf í stuði til að þrífa, þegar maður vinnur við það!!! Það eru nú einu sinni litlir puttar á þessu heimili svo ég hef hvort eð er þurft að slaka aðeins á Monicu töktunum síðan englabossinn minn fæddist annars þyrfti ég að hafa tuskuna og klósettburstan fastan við mig Toni vinur okkar kallaði mig oft Monicu ef ég var t.d. að passa upp á allir gestir væru nú örugglega með glasamottu undir glösunum og fleira í þeim dúr
Búin að skirfa á öll jólakortin sem voru of mörg og tók alltof mikinn tíma... barasta nokkur kvöld og nokkra dagsparta. mikið búið þegar jólakortin eru búin. Já ég þarf líka alltaf að skirfa svo mikið með skrif/munnræpu og vera með eitthvað glens og grín. Finnst sjálfri miklu skemmtilegra að fá kort þar sem slegið er á léttu stengina og ekki bara þetta klassíska: "gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, þökkum liðið. jólakveðja Helga, Bjarmi og Ari Hrannar." Fannst til dæmis alltaf svo gaman að fá jólakort frá Helga og Hlyn (sem eiga btw afmæli í dag til hamingu strákar) þá var alltaf eitthvað grín, með Volvo og mansester og Tottenham. Man sérstaklega eftir einu korti sem stóð á umslaginu. "Dóra Jamica Möller Gunnarsdóttir" hehe og inn í kortinu var mynd að bjarnabófunum og eitthvað fleira grín og svona kortum man maður sko eftir meira að segja á það einhverstaðar í kortakassanum mínum sem inniheldur meðal annars jólakort frá því í 5.bekk þar sem allir í bekknum áttu póstkassa og svo skrifaði maður til allra og bara til og frá ekkert flókið hehe. Svo skrifaði maður kannski 2 til einhvers stráks sem manni fannst sætur. og 10 til bestu vinkonunnar. Góðir tímar
Er að huxa um að tölvuvæða jólakortin að ári. Því ég var orðin ansi illa skrifandi eftir 30 kort. Enda ekki í mikilli skrifþjálfun sem stendur en samt finnst mér svo skemmtilegt að hafa þau handskrifuð það er svo persónulegt ætli endi ekki með því eftir nokkur ár að maður sendir bara tölvupóst á línuna. Hehehehe
Kellan búin að kaupa allar gjafir utan við eina sem kallinn ætlar að redda um leið og hann kaupir eitthvað handa kellu búin að pakka inn og alles. Allt að verða klárt á samt eftir að kaupa smá meira handa mínum heittelskaða. þarf alltaf að hafa eitthvað meira með. Eins og hann segir stundum við mig: "Helga mín er ekki hægt að gefa bara einn hlut?" hef þetta beint frá múttu túttu sem hefur alltaf gefið eitthvað með eins og hún segir. Bara svona til að stinga með hehe
Jæja best að sturta sig og koma sér í bólið. Hárlagning á morgun=lagfæring á ljótu eða minnkandi ljóta. Þarf svo að fara að dúndra á mig brúnkukremi ca 3 umferðir og lita ósýnilegu augabrúninarar svo eitthvað sé nefnt alltof mikið af ljótu hjá mér þessa dagana. Þegar þetta er klárt þá meiga jólin koma agalega leiðinlegt að vera uppfull af ljótu á jólunum. Nó þeikjú sör!!!
jólin jólin lömbin góð
Kem svo með jólabloggið á aðfangadag sem verður ekki eins krassandi og í fyrra. Maður fær ekki bónorð á hverjum aðfangadegi hehe sú skógjöf verður seint toppuð
Helgan
Athugasemdir
flott blogg
hafið það gott um jólin .
Lóa (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:37
Maður komst bara í jólaskap að lesa þetta blogg. Skemmtileg lesning
Hafðu það alveg ofsalega gott um jólin, dúllan mín!
Josiha, 21.12.2007 kl. 19:30
ég man sko eftir þessum póstkössum í 5.bekk - ég fékk ekki kort frá Dodda. Samt fékk hann extra mörg og vel skreytt frá mér.
Spælandi
Ragnhildur (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.