Snilldar helgi að baki

Já ég er kominn heim og heima er alltaf best. þó það hafi verið dásamlegt að fara til Danmerkur er alltaf gott að komast aftur heim. Tala nú ekki um til að knúsa englabossann minnWink Við hjúin gátum verið róleg og notið okkar í útlandinu því það gekk svo rosa vel hjá tengdó og Ara Hrannari. Hann svaf allar nætur og kom svo bara uppí og kúrði hjá ömmu sinni og ekkert mál.  Hann er svo yndislegurHeart Hún sagði það vera lítið mál að passa hann, hann er svo duglegur að leika sér maður þarf bara að vera til staðarSmile ég er ekkert smá ánægð með þetta allt saman. Var doldið stressuð yfir þessu og sérstaklega hvernig hann myndi vera við ömmu sína þegar hann færi að sofa. En það gekk svona líka vel að ég gat haldið ró minni í útlandinu og verslað og verslað. Týndi mér alveg í barnadeildinni ohhh hvað þetta var gaman langar bara aftur og aftur og sé eigilega eftir að hafa ekki keypt meiraWink samt keypti ég alveg nóg sko hehe. Keypti fullt af jólagjöfum og fullt fullt á einkason minn og slatta á mig líka, hefði þurft að versla meira á sjálfa mig þar sem fataskápurinn minn er frekar dapur...en það er bara svo ólíkt skemmtilegra að kaupa á prinsinn minn. Bjarminn minn verslaði sér fáeinar flíkur annars var hann meira að einbeyta sér að danska bjórnum með strákunum meðan ég og stelpurnar versluðum, mjög góð skipting þaðWink

Kallinn var svo ljómandi ánægður með eina peysu sem hann keypti að hann fór út úr búðinni í henni. Og shittt mér tókst að skemma hana í gær í fyrsta þvotti arrrrg mér langaði bara að fara að skæla.... þá var þetta sem sagt ullarpeysa (leyt samt ekki út fyrir það) sem mátti bara handþvoAngry ég gáði ekkert að því hvað ég var að þvo tók bara dökkan þvott og skellti í vélina á 30° og það fór ekki betur en svo.. að hún passar sennilega á mig eða á Ara Hrannar eftir nokkur ár..... Ég er búin að vera á netinu að leyta að nýrri EINS peysu og ég skal finna hana!!!! við erum að tala um að þetta er 3ja peysan sem ég skemmi frá kallinum síðan við byrjuðum saman... vá ömurleg kona!!! ekki eins og hann sé alltaf að kaupa sér föt þessi elskaInLove æj bömmmer en hann fyrirgaf mér þetta alveg dúllan en ég er ekki að fyrirgefa mér þetta klúður!!!!!

Já það var annars bara geggjað í Dk. Maður talaði bara íslensku í H&M enda nánast hver kjaftur þar inni frá Íslandinu góða hehe svo sagði maður bara æj fyrirgefðu ef maður rakst í einhvern virkaði samt ekki alltaf þá sagði maður bara æj ég meinti SORRY hehe... Eina sem mér finnst alltaf jafn einkennilegt að það eru engar körfur nema á stærð við A5 blað sem rúmar ca 1 bobbahaldara og eina brók!! þannig maður var alltaf með fullt fang að reyna að skoða með annari hendi og hin nánast blóðlaus.. en maður lét það ekki stoppa sig heheLoL 

Jæja orðið alltof langt segji meira frá ferðinni í næsta bloggiGrin

100_2735  

**Jólakortamyndin 2007**

Við hjúin með Svíninu Bjarmey hehe sem var aðal skemmtiefnið fyrsta kvöldið

Helgan sem

**keypti 51%hlut í H&M**

LoLGrinLoLGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vei vei vei, blogg;)  Efast ekki um í sekúndu að ferðin yrði skemmtileg;)  Get svo ekki beðið eftir að þið komið norður;) jíha!

Yngri (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Josiha

Æðislegt að lesa hvað pössunin og ferðin gekk vel. Og fyndið hvað manni finnst svo miklu skemmtilegra að kaupa föt á afkvæmið sitt en sjálfa sig. Maður hefði aldrei trúað því fyrir nokkrum árum að manni ætti einhvern tíman eftir að finnast skemmtilegast að kaupa föt á einhvern annan en sjálfan sig! Hehehe.

Bögg að heyra þetta með peysuna. Þoli ekki svona flíkur úr einhverri leyni efnablöndu.

P.S. Ofsa sæt mynd af ykkur hjúunum

Josiha, 29.11.2007 kl. 20:52

3 identicon

Hæhæ

það var hægt að fá kerrur fyrir utan Fields !!!! föttuðum það þegar við komum í seinna skiptið hahahah :) en leiðinlegt með peysuna, Dagmar er að fara út á morgun heyrðu bara í henni hahahaha :)

Ég keypti mér eiginlega ekkert hefði alveg viljað sleppa mér aðeins meira en gerði það vel á englana mína hahaha :)

Líst vel á jólakorta myndina

Halldóra (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 19:06

4 Smámynd: Margrét Elísa;)

Haha snilldarmynd!! :D 

Ég er komin með blog!! Kíkja, kvitta og allan pakkan

Margrét Elísa;), 6.12.2007 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband