15.10.2007 | 23:39
Ég er bara með markmið kallinn minn...
Já já ég er alltaf að blogga!!! hef bara aldrei tíma eða gef mér aldrei tíma til þess kannski... vantar samt zirkabát 6 tíma í sólarhringinn eftir 5 á daginn ég fer að skúra um 5 þegar heim er komið eldar kella matinn, svo er einkasonurinn græjaður í háttinn og þegar gullið litla er farinn að sofa þá nenni ég ekki að tölvast frekar kýs ég að knúsast í kalli
ég er alltaf að skúra, skrúbba og þvo klósett...Þríf að meðaltali 8 tóilett á dag næsog þetta er sæmileg líkamsrækt ef líkamsrækt skyldi kalla samt, svitna í hamagangnum en myndi frekar kjósa að svitna í líkamsræktarsalnum. Kem því ekki fyrir í sólarhringnum að fara í ræktina enda er ég að horast niður, þyrfti að fara áður en kallinn fer að vinna en það er bara spurning um að koma sér af stað og hætta að kúra
Langar svo margt... langar helst í hús með bílskúr og líkamsræktarsal í skúrnum takk, er búin að fá lánaða skíðavél helvíti gott að geta varið í gymið meðan einkasonurinn tekur sinn 2-3 tíma blund á samt eftir að fá græjuna en vonandi fer að styttast í að ég fái tryllitækið á heimilið, er alveg að murkast úr hreifingarleysi!!! skil ekki kyrrsetufólk eða hvað sem það er kallað þegar fólk hreyfir ekki á sér rassgatið meira en út í bil og á wcið. Mér líður bara illa ef ég hef ekki hreyft mig í smá tíma, þreytt og orkulaus don´t like it!!!!
Kellan bráðum afmælisskvíz og planið var að halda afmælispartý en er bara ekki að nenna því að þessu sinni þó mig langi... ætla samt að henda í nokkrar caloríubombur ef einhver kikkar í kaffi allir velkomnir
Það er nú flöskudagur svo maður fær sér kannski hálft rauðvínsglas eða svo
meira fylleríið alltaf á mér!!!!
Langar í föt, föt, föt og meiri föt, Langar í Puma djöfull er til mikið af flottum Puma fötum, langar í skó, og meiri skó er samt að versla 3 pör á ebay hehe Langar til útlanda en ég er að fara múhahaha eftir mánuð rúman.. get varla beðið þá ætla ég sko að misssssa það í búðunum og versla og verlsa eins og ég hafi aldrei verslað áður!!! Já ég og ástmaðurinn minn erum að fara með Toyota verý næs
kvíði því samt of mikið að fara frá einkasyninum í fyrsta skipti úff hef ekki farið frá honum eina einustu nótt.... Við höfum samt mjög gott af því að fara tvö saman hjúin
Má til með að nefna eitt í lokinn ég á Lexus og það jeppa kallinn rétti mér lykla af nýja bílnum mínum á föstudaginn og sagði til hamingju með nýja bílinn þinn elskan hehe og ég var ekki einu sinni búin að skoða gripinn.... þess þurfti heldur ekki enda bara geggjaður
Þannig ég er bara orðin gella á lexus eða það segir kallinn allavega
ef þið sjáið BRÚNHÆRÐA kellu á Lexus þá er það ég hehe já þið lásuð rétt ljósulokkarnir fengu að fjúka... smá extream makeover...
vá þetta er orðið alltof langt blogg verð greinilega að fara að blogga oftar..... Kvitt ef þið nennið að lesa
Brúnhærðalexusjeppagellan
Athugasemdir
Til hamingju með bílinn! Og eins gott að þú tókst fram að þú værir orði brúnhærð - annars væri mjög líklegt að ég mundi sjá þig án þess að fatta það
En hvert eruð þið að fara til útlanda? Og mikið skil ég þig vel að kvíða því að fara frá Ara Hrannari. En mundu að þetta verður svo miklu erfiðra fyrir þig en nokkru sinnum hann. Hvað verðið þið annars lengi? Þú gleymir alveg að segja frá þessum mikilvægum upplýsingum, hehehe...
Josiha, 16.10.2007 kl. 11:26
aðeins að kvitta á Brúnhærðulexusjeppagelluna,já hann er flottur hjá þér nýji jeppinn komin í jeppa hópinn Helga mín,gott með þig,hehe..........
greta (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 14:40
Jóhanna: takk fyrir það hann er geggjaður
já frerkar dökkbrúnhærð meira að segja hehe Já við förum til Danmerkur í lok nóv helgarferð.. ég á örugglega eftir að þurfa róandi hehe en nei nei þetta hlýtur að reddast.. Er samt enþá með hann á brjósti en við erum að fra að vinna í að venja hann alveg af því bara svo erfitt þegar maður vorkennir honum svona mikið að taka frá honum það besta sem hann veit!! en mér finnst ég ekkert vera með af mjólk lengur þetta er bara vani hjá okkur báðum...
Gréta: já hann er rusalegur hehe og takk fyrir það bara lúxuz að vera á jeppa:) gott með mig tihí
Helgan, 18.10.2007 kl. 13:24
Hehehe ætli ég þurfi ekki líka eina róandi þegar við förum út. EN bara að segja það - þú veist það eflaust - að þú þarft ekki að hætta með hann á brjósti þó að þú farir í burtu frá honum yfir helgi. Mjólkin minnkar kannski e-ð en það á ð vera lítið mál að ná henni aftur upp.
Og eins og þú veist þá er brjóstagjöfin svo miklu meira en bara líkamleg næring. Hún er líka andleg næring. Og ég vona að fólk sé hætt að vera með þá grillu í hausnum að mjólkin sé næringarsnauð eftir að barnið er orðið 6 mánaða (smá pisst út í fólk sem bullar svoleiðis).
Annars finnst mér þú mjög dugleg að vera búin að vera með hann þetta lengi á brjósti *klapp klapp á bakið*. Og.... hey - ég tala bara við þig á MSN. Ætla ekki að fara á e-ð geðveikt trúnó hér í kommentum, hehehe...
Josiha, 18.10.2007 kl. 13:38
hæhæ :) takk fyrir leyniorðið og skemmtu þér vel í Danmörku! Verður að fara í tívolíið og svonna :D
p.s. flottur á þér hausinn :D
Kata (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.