29.8.2007 | 14:33
og það var blogg!!!!
og það með punktum:.....
- Ég er flutt á Selfoss, á hótel mömmu og pabba. Fer ágætlega um okkur hér bara lítið pláss.
- Erum komin með íbúð svo við þurfum ekki að hafa áhyggjur af plássleysi mikið lengur
- Íbúðin er ný sem þýðir að enginn hefur kúkað í tojarann eða prumpað í baðinu... nema iðnaðarmennirnir hafi notað tækifærið ohhhh skemmdi alveg sjarman af þessu hehehehehe
- Ég er að byrja að vinna um mánaðarmótin hlakka til skúra, skrúbba, bóna rífa af öllum skóna hehe það á vel við Helguna
kannski að fara að vinna líka í annari vinnu allt að gerast
- Búin að fá mér breiðloku en ekki hvað!!!
- á eftir að fá mér KFC!!!!!
- Er þreytt einkasonurinn vaknaði rétt fyrir 6 í morgun..... en ég get bara sofið þegar ég verð gömul!!
- var að skoða húsið hjá Möggu siss og Ragga mág í gær VÁÁÁÁ eruði ekki í gríniu það er reyndar geðveikt eitt það flottasta sem ég hef séð!!! ég er sko öfundsjúk
- ætlaði að láta lesa af rafmagi og hita í húsinu okkar á Dallaz (sem verður annarra á morgunn
) Það kostar 3500kall að láta mann koma á staðinn og lesa af rafmagni en ég má lesa tölurnar í gegnum síma!!!! skrítið sýstem. Og með hitann þá var mér bara sagt að gera það á netinu... nennir fólk ekki neinu lengur ég bara spyr!! endar með því að allt verður í gegnum þessar tölvur....
- Fyndið maður má lesa af rafmagni og hita sjálfur en maður getur ekki látið færa símanúmerið sitt í gegnum síma merkilegt nokk....
- þarf að halda áfram að hringja hingað og þangað!!
- Sakna ykkar á Dallaz!!
- Leiter
- Kvitten sí bitten sí
- Helgan
- Selfossmær
Athugasemdir
Velkomin suður Helga mín, nú förum við vonandi að hittast oftar
Bið að heilsa famelíunni og hafið það gott...
Elín Gíslína Steindórsdóttir, 29.8.2007 kl. 16:51
Velkomin aftur suður, hlakka til að hitta þig þegar við kíkjum á selfoss!
En hvar er þessi íbúð sem þið voruð að fá? og hvenær flytjið þið inn í hana? Er manni ekki svo boðið í partý
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 29.8.2007 kl. 20:44
Helga mín.
Vonandi hafið þið það gott á nýjum stað... ykkar verður saknað héðan frá Dalvík... og úr mömmuhópnum góða;)
Sjáumst vonandi við tækifæri
KV. Maja
Maja (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:42
Til hamingju með að hafa fengið íbúð, og það BRAND NEW. Til lykke sæta
Kem svo í party um jólin, next christmas baby. Fáðu þér einn legg og franskar með appelsín á kantinum á KFC fyrir mig.
Knús á línuna og hafið það ofsa gott fallega fjölskylda
Sólrún, 3.9.2007 kl. 15:33
Ég sé að ykkur líður vel....það er fyrir öllu;) hafið það sem allra allra best, væri svo til í að vera hjá ykkur;) kem í heimsókn við fyrsta tækifæri!
Yngri (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:36
Hey Íris, ég kem með!!!
Sakna þín :(
Kata Árna! (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 12:33
Já Kata þú kemur þá í road trip;)
Yngri (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 19:01
Er netsambandið eitthvað lélegt á Selfossi? :)
Yngri (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.