26.7.2007 | 13:40
Fjallakonan fór í fjallgöngu:)
Haldiði að kellan hafi ekki bara skellt sér í fjallgöngu/skokk eldsnemma fyrir hádegi með tónlisti í eyrunum, ekkert að því.
Já ræs klukkan 07:15 og ég hafði mig á lappir. Klappið fyrir mér
Loksins!! veit ekki hvað ég er oft búin að láta klukkuna hringja og held svo bara áfram að sofa. ZZZZzzzzzZZZZzzz
Meira hvað maður getur verið mikill haugur!!! Já meðan strákarnir mínir sváfu hristi ég á mér allar kinnar og fleira hristanlegt
Hljóp ca helminginn af leiðinni og ég get ekki sagt annað en að ég sé stolt af mér
. Fallegt veður og mjög hressandi. Uppí fjalli hitt ég eina lóu og hún argaði á mig og flaug fyrir framan mig, gerði sér svo lítið fyrir og labbaði á göngustígnum fyrir framan mig örugglega 200 metra hehe bara fyndin og alltaf gólaði hún á mig..
ég var farin að óttast lóuárás svo labba ég og labba og kem að laut þá takast á loft 15-20 lóur hehe forustulóan verið að vara við mér
Ég hélt för minni áfram þá hitti ég nokkra spóa þeir voru mun spakari og létu mig ekki trufla sig. Kom heim rúmlega átta og þá voru strákarnir mínir vaknaðir.
Einkasonurinn alveg í skýjunum með að sjá mömmuna sína alltaf, alveg dásamlegt að fá svona góðar móttökur frá þessari elsku
. Svo heyrist í kallinum hvar varst þú??(hissa) ég: ég fór upp í fjall (voða ánægð með mig) hann: EIN???? (meira hissa) Ég: já (enþá meira ánægð með mig) Hann: jahá hehe ég er nebla svo mikil félagsvera og fer helst ekki út að labba, í ræktina eða í bæinn bara hvert sem er nema með einhverjum. Þannig það var afrek útaf fyrir sig að fara ein. Nú er sko markmiðið að fara 3-4 sinnnum í viku fyrir vinnu og helst á hverjum degi.
Úff ég á örugglega eftir að fá stengi eftir morgunlabb/skokkið. En strengirnir eru af hinu góða
Erum svo að leggja í hann suður snemma í fyrramálið litla famelían. Það á að jarða elsku afa minn á laugardaginn og svo heim aftur á sunnudaginn. Kannski á nýjum bíl Ég segji því góð helgi og farið varlega gott fólk og munið að vera góð við hvert annað.
*knúsið ykkur frá mér*
Leiter
Helgan Morgunhani og kinnahristir
Athugasemdir
Helga Helga Helga
Flott hjá þér að fara upp í fjall, ekki mundi ég nenna því svona snemma =) Sérstaklega ef það væru 2 gaurar uppí rúmi hjá mér hehe.
En já ætla að hafa það sem þú eyddir útúr færsluni áðan:
"Léa, vinkona mömmu, er svo skotin í Ara hrannari"
En annars, gangi þér vel fyrir sunnan, ég mun hugsa til þín hérna í bankanum :*
.... Jæja, brjáluð veisla í gangi í sparó, best að fá sér eitthvað að borða =)
Léa (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 14:13
En þú dugleg!. Ég væri sko alveg til í að fara í svona fjallgöngu - þetta hljómaði allavega alveg dásamlega hjá þér. Ég er einmitt ekki mikil félagsvera og mundi miklu frekar kjósa að fara ein í svona, hehe. Maður þarf stundum að vera einn...til að hreinsa hugann og allt það
Josiha, 26.7.2007 kl. 15:10
Djöfull ertu dugleg ef maður gæti nú komið sér á fætur fyrir 10 og hvað þá farið og hreyft sig. Bestu kveðjur í bæinn.
Kristín frænka (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 21:54
Ég skal standa í þessu morgunlabbi með þér;)
Yngri (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 19:09
Duglega! :) KP hehe :) þú ert snillingur ;)
Þorgerður (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 13:19
dugleg ertu
vá hvað ég get ekki beðið eftir að komast allmennilega í ræktina og taka á því :) maður bara getur það ekki þegar að maður fer ört stækkandi :)
sjáumst á fiskidaginn :)
Lóa (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 11:20
Lea mín: já það er sko ekki auðvelt að fara framúr frá flottu strákunum minum tveimur
já ég les svo oft yfir áður en ég set færslurnar inn hehe Ari Hrannar er líka algjör hjartaknúsari
takk fyrir vina mín. Já fáðu þér súkkulaði
Jóhanna: Já kellan dúgleg hehe. já þetta er alveg magnað. Þetta er mjög góð leið til að hreinsa hugan og fyllast af nýrri orku
Kristín: já kenna að standa sig þetta er bara erfitt til að byrja með svo venst þetta eins og allt annað
Yngri mín :´já tek þig á orðinu
ertu game í fyrró?
Þorgerður: takk já ég er ká pé hehe
Lóa: Takk já kannast við það ástand að geta ekki hamast og hamast en það er annað mikilvægara og dásamlegra sem maður fær í staðinn
já sjáumst á fiskidaginn hlakka til að sjá þig og bumbuna náttla hehe
Helgan, 31.7.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.