24.5.2007 | 14:27
Það var klukkan 23:55
í gærkvöldi sem Grétar bróðir hringdi og sagði mér að fæddur væri lítill prins og hann orðin 3faldur pabbi ohhh ég var svo glöð að fá fréttirnar og enþá glaðari að fá þær fréttir að þetta hafi tekið 30 mín og engin sogklukka í þetta skipti, sem er frábært
Helga lenti í því með hin tvö að vera gripið til sogklukku sem er eitthvað sem enginn vill lenda í sama hvort maður hefur lent í því eða ekki...en við nöfnurnar þekkjum það báðar... Þessar fréttir færðu mér líka von um að ég gæti átt "auðvelda" fæðingu með næsta barn já eða þar næsta
það fór allt að klingja þegar ég heyrði hljóð í glænýja frænda mínum í símanum í gær
prinsinn var 16 merkur og 53cm algjör moli Hlakka svo til að sjá hann og knúsa hann og þefa af honum hehe ungbarnalykt er svo dásamleg
aldrei að vita nema við skellum okkur suður styttist í að ég fari að vinna og þá er ekki svo auðvelt að skella sér suður... ohhh get ekki beðið eftir að fá að sjá elsku frænda
Já fjölskyldan stækkar og stækkar og maður verður alltaf ríkari og ríkari af ættingjum sem er yndislegt
Elsku Grétar, Helga, Gunnar og Birgitta til hamingju með prinsinn *risaknús*
**Stolta frænka**
Athugasemdir
hæhæ, til hamingju með litla frænda!;**
og takk fyrir sæta kommentið á síðunni minni:)
sjáumst
hrönn (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:18
Innilega til hamingju með litla frændann :) Þau eru yndisleg þessi kríli :)
Anna Kristín (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:30
Til hamingju með frændann :-)
Josiha, 24.5.2007 kl. 18:22
Hæ Hæ til hamingju með nýja frændan Helga mín
greta (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 00:18
takk alle saman
Helgan, 26.5.2007 kl. 21:11
Til hamingju með litla frænda:) Frábært að það hafi gengið svona vel hjá henni loksins;)
Maja (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.