15.5.2007 | 15:17
**Geysp**
Kella doldið lúin þessa dagana.. Einkasonurinn búin að vera lasinn og vill ekkert sofa á nóttunni þessi elska. Til marks um svefnleysið þá vorum við famelían að snæða morgunmat í gærmorgun eftir svefnlitla nótt. Ég var búin að hella morgunkorni í skál og er að sækja mjólk í ísskápinn og missi hana í golfið, hún var samt næstum tóm, kláraði úr henni útá morgunkornið og staulaðist eftir annarri og bang hún fór líka í golfið múhahhaaha ferska ég!!! .... held ég sé búin að sofa 12-13 tíma í mjög slitnum svefni síðustu 5 nætur... og mikið er maður vonlaus svona ósofin fannst ég svo vonlaus í nótt að lá við að ég færi að skæla en hugurinn er svo sterkur að hann stoppaði táraflóðið!! Ari Hrannar var vakandi frá 11 til að ganga 4 og var þá búin að ganga með hann um golf og svona, endaði með því að ég lagði hann í kerruna og þar sofnaði hann og svaf til 6 þá var ræs í smá tíma og hann svaf svo til rúmlega 8 svo geispar bara þessi elska algjör sko
Maður er aldrei of þreyttur til að huxa um barnið sitt enda ekki af ástæðulausu sem hann sefur ekki, eitthvað er að plaga hann sem hann getur ekki sagt mér, maður verður bara að geta í eyðurnar
vonandi fer þetta að ganga yfir því hann er ekki með hita lengur og orðin líkur sjálfum sér alltaf kátur og hlæjandi allan daginn og á nóttunni líka hehe
Ég get ekki neitað því að ég væri alveg til í að sofa í svona 4-6 tíma það væri ágætis hleðsla en svona eridda bara get sko ekki kvartað hann er svo mikið yndi. Fyrsta skipti sem hann er lasinn og nokkrar andvökunætur fyrst eftir 9 mán það er sko ekki slæmt.. Get bara sofið þegar ég verð gömul
úff svo styttist og styttist í að ég fer aftur að vinna *kvíðahnútur* er ekki tilbúin í það en hann verður hjá pabba sínum svo ég get verið rólegri, kem heim í hádeginu og svona þannig þetta verður örugglega ekkert mál bara tilhuxunin um það sem er erfið.. þeir feðgarnir eiga eftir að hafa það gott í sumar dúlla sér saman og fara í sund og svona
Jæja best að fara að hengja út
lEiter
"Þyrnirós"
Athugasemdir
Æ dúllan mín. Þú átt alla mína samúð. Það er svo erfitt þegar maður fær ekki nægan svefn. Ef maður er ósofinn þá er allt ómögulegt. Og það er líka svo erfitt þegar barnið manns er lasið og maður getur lítið fyrir það gert. En áður en þú veist af þá verður þetta ástand liðið hjá og næturnar verða aftur tími svefns en ekki vöku. *KNÚS* á ykkur.
Josiha, 15.5.2007 kl. 16:37
Æj vonandi fer Ara Hrannari að batna, litla skinnið. Ég byði ekki í það að fá svona lítinn svefn, er nú nógu rugluð þó ég fái fullan svefn, hehehe
Það verða viðbrigði að fara að vinna aftur, ferðu aftur í Sparisjóðinn?
Anna Kristín (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:21
Vonandi fer allt að lagast hjá ykkur og þú fáir betri svefn og Ari betri heilsu..Myndi nú skreppa og passa fyrir þig ef ég væri í grenndinni og leyfa kellu að leggja sig smá, ekki amalegt að fá að passa einkasoninn og knúsa hann smá í leiðinni
En ofurmamman græjar þetta og eftir no time verðið þið komin með réttu rútínuna og betri heilsu, trúi ekki öðru.
Knús og batakveðjur frá Köben
Sólrún, 16.5.2007 kl. 09:00
Dáist af þér hvað þú ert jákvæð;)
Yngri (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.