3.5.2007 | 16:29
ó minn God
ég er búin að loka mig og einkasoninn inni í einu herbergi sökum þess að það er humongos GEITUNGUR í stofuglugganum og seinast þegar ég kikkaði á hann var hann á labbinu niður spottan á rimlagardínunni........ Shjettt ég hef aldrei séð svona stóran Geitara ég get svo svarið það *hrollur* og meiri *hrollur* geta þessi kvekendi ekki verið úti!!!!! ég er eigilega að kúka á mig úr hræðslu þetta er það vonda við sumarið þessar árans fjárans ógeðis flugur já ef flugur skyldi kalla þessar Randaflugur eru bara eins og fuglar þess vegna kýs ég að kalla þær Randafugla.... mér klæjar út um allt finnst eins og geitarinn sé undir fötunum mínum *hrollur* arggggg
Kata var hjá mér í heimsókn og ný sest í sófan þegar ég rek augun í þetta flykki fyrir aftan hana og við báðar jafn hræddar hlaupandi um eins og vitleysingar og enginn af nágrönnunum heima til að koma okkur til bjargar*** hjálp***
ætli við húkum ekki bara hérna inni þar til Bjarmi minn kemur heim sem er alltaf jafn hneikslaður á þessari hræðslu minni segir bara að þeir geri ekki neitt hehe já ég trúi því ekki!!!
Já kellan í hræðslu kasti hérna. Komum heim á mánudaginn eftir viku dvöl á suðurlandinu í Rvk og á Selfossi. Komst reyndar ekki yfir nærrum því allt af því sem ég ætlaði að gera ætlaði sko að heimsækja fleiri og fara í búðir en ég fór bara í eina búð eigilega og það var IKEA já þið heyrðuð rétt þar verslaði ég sitt lítið af hverju mis gagnlegu en nauðsynlegu að mér fannst múhahaha Love it En já fín ferð engu að síður og hittum við Ofnæmissérfræðingin og fengum það á hreint að nýju svefnvenjur einkasonarins tengjast ekki ofnæminu á neinn hátt. hins vegar er ég þjónustustúlka á 5 störnu hóteli sem Ari er á hehe já þetta var skemmtilegur læknir og orðaði þetta mjög skemmtilega. Ari Hrannar vaknar og fær verðlaun fyrir og af því hann fékk verðlaun þá vaknar hann oftar og oftar til að fá fleiri verðlaun og verðlaunin eru það besta sem hann veit= brjóst Ég spurði hann hvort ég ætti að setja hann í annað herbergi, Nei sagði hann alls ekki fyrr en eftir 1 árs (nemi nokkrar góðar ástæður fyrir því) frekar á að "setja" brjóstin í annað herbergi ég sem sagt fæ að sofa í stofunni nokkrar nætur á næstunni þegar við ætlum að venja hann af þessari 5 stjörnu hótelþjónustu Já það verður sko ekki átaka laust er ég viss um því einkasonurinn er frekar ákveðinn ungur piltur sem veit alveg hvað hann vill og móðgast ef hann fær ekki það sem hann vill!!! Bjarmi verður sem sagt að sinna honum og þegar hann fattar að þjónustustúlkan (ég) með bobbana kemur ekki eins og kölluð í hvert skipti hættir hann að nenna að vakna því hann hættir að fá verðlaun fyrir úfff þetta verður erfitt fyrir litla hjartað mitt en borgar sig margfalt til baka. Já man var nú varið að gruna að þetta væri ástæðan fyrir næturbröltinu og er ég notla búin að koma honum uppá þetta þar sem hann vaknar og ég tek hann uppí eða færi hann ef hann er uppí fyrir og ríf júgrin fram og svo er bara haldið áfram að sofa kviss bamm búmm...
koma ekki myndir strax þar sem ég kem þeim ekki inn í tölvuna og harðidiskurinn er í láni svo ég get ekki fært á milli *arrrg* 200 og eitthvað myndir í vélinni núna....
Leiter
Helgan í hræðslukasti.....
Athugasemdir
ÍÍÍJJÚÚ, SKIL
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 3.5.2007 kl. 17:09
Afhverju í fjandanum fór færslan allt í einu inn?
En allavegana það sem ég ætlaði að segja er að ég skil þig sko vel að vera hrædd við þessi ógeðs geitungakvikindi. Ég fékk nú þokkalega að finna fyrir einum síðasta haust, þegar ég stóð úti í garði í rólegheitum þegar ég finn svakalegan sting aftan á hálsinum og finn þá að það er geitungs hel***i að ráðast á mig, og shit maður hvað sársaukinn var mikill, enda var enginn smá broddur sem hann skildi eftir á kafi í hálsinum. Ég var með stingandi sársauka verki stanslaust í 2 tíma eftir hann og stokkbólgin í þokkabót.
Helvítið hefur pottþétt ætlað að reyna að drepa mig!
Legg til að við stofnum útrýmingabúðir fyrir geitunga og kóngulær sem eru ansi uppáþrengjandi á þessu heimili....
En gaman annars að hitta ykkur dúllurnar um helgina :) Hann er sko algjör sjarmör hann sonur þinn, ómótstæðilegt þetta andlit þegar maður fær svona sætt bros frá honum
Aðalheiður M Steindórsdóttir, 3.5.2007 kl. 17:18
Hahaha, þú ættir að gefa út orðabók, randafuglar..hahahaaa er ennþá að hlægja
Tók einmitt breikdans í gær þegar humangos geitungur, pottþétt eh geislavirkur, flaug framhjá mér..ji minn eini og ég á 12 cm hælum í pilsi..frekar fyndið!! Þeir eru sko hrollur fram og til baka og hvað þá ef maður er með lítið gull eins og Ara Hrannar í sama herbergi.
Gangi þér vel með afbobbunina og góða helgi
Knús frá Dk baby
Sólrún, 3.5.2007 kl. 17:51
Skil ekki til hvers þessir ógeðis geitungar voru fundni upp!!!!
Þú getur alveg komið með þessa fimm stjörnu þjónustu yfir til mín, en ég kýs frekar annarskonar þjónustu en þú hefur verið að stunda;) hehe, kannski elda og laga til og svona;) hljómar vel ha?
Yngri (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:55
jakk pjakk hel..#"#$%&/()(/&% ljótu pöddur. Ég get sagt þér það að það dugar ekki að búa á 4 hæð í blokk til að forðast þessi kvikindi!! Nokkrir brúsar af hárlakki fá að fjúka á sumrin þar sem ég mæti alltaf galvölsk og spreyja á þá þangað til þeir eru orðnir stífir af lakki :D
En gangi þér vel með næturbröltið.. ég hélt einmitt að þetta yrði svaka mál. Bjóst allavega við 3-4 hryllingsnóttum en það varð svo bara ein góð nótt.. Palli bauð Theu vatn sem hún vildi ekki sjá og fór því aftur að sofa. Ég mæli samt með því að þið skiptið um pláss í rúminu líka (ef þú ert nær rúminu hans Ara) því þau eru svo svakalega lyktnæm.. Þótt Thea var hætt að drekka á næturna þá átti hún til að rumska. Við prufuðum að skipta um stæði og kviss bamm búmm.. fengum heilan nætursvefn :D:D
Gangi ykkur súper vel.. og kannski maður hitti þig e-ð fyrir norðan í næstu viku??
Árún (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 09:01
ó mæ lord,Ó MÆ LORD!!!!!! Það var djöfuls geitungur hjá mér líka eitt kvöldið,ég var bara steinfrosinn í sófanum, á meðan djöflaðist kvekendið í lampanum sem er á sjónvarpinu,helvítis hávaði get ég sagt þér,ég þurfti bara að hækka í sjónvarpinu :0)
En að allt öðru!Ég fór nú bara í helgarferð til borgarinnar til að venja litla drenginn minn af bobba,það var ekkert að því ;0) Pabbinn stóð sig eins og hetja og þetta var ekkert mál !!
Olga (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 19:47
Millý: já þetta eru algjör viðurstigð þessi kvikindi!!! já gaman að hitta ykkur líka og hann er sko algjör sjarmör hehe verður góður í stelpunum eftir nokkur ár hehe
Sólrún: já það hefur verið óskað eftir því áður að ég gefi út orðabók hehe kannski ég fari að vinna í því verst að ég man ekki nærrum því allt ruglið sem hefur dottið uppúr mér já þetta er algjör óbjóður að lenda í svona geiturum!!! helmingi hræddari með lítið barn....sé þig í anda í pilsinu og pinnahælunum muhahhaha.. Og já takk fyrir það ég ætla samt ekki að hætt alveg með hann á bobba bara á nóttunni. *knús* til dk
Yngri mín: nei ekki ég heldur!!!!!!! já ekki málið skal koma með þessa sérdeilis´fínu þjónustu yfir
Árún: já´ég þori bara ekki að nota hárlakkið því ég er svo hrædd um að þeir fljúgi í burtu og ég hitti ekki hehe. Já takk fyrir það þetta verður vonandi ekki mikið mál og já ætlum líka að skipta um holu í rúminu.. já við kannski hittumst á norðurlandinu góða
Olga: úff ég hefði sennilega hlupið út hehe þvílíkur vibbi þessi kvikindi!!! já sniðugt hjá ykkur myndi kannski skella mér eitthvað í burtu en ætla bara að venja hann af bobbanum á nóttinni þannig ég fer í mesta lagi fram í sófa ætla að reyna að hafa hann sem lengt á brjósti á daginn útaf ofnæminu... og en gaman að fá komment frá þér Olga mín
Helgan, 6.5.2007 kl. 10:12
já þær eru ógeð þessar geitunga flugur,gleymi því ekki þegar Bríet var hjá mér og var úti að leika sér hún var 4 ára,kemur inn og kallar amma amma þessar flugur há grátandi og þá er búið að stinga hana í kinnina,ég fer út að gá þá eru þær á sveimi og ég var stungin í olgbogan en ég dreif mig með Bríeti til læknis var búin að krista á henni kinnina eins og ég gat,læknirin let mig hafa smisl og sem betur fer varð ekkert úr þessu bar á hana og mig nokkur skipti svo varð það ekkert meira en hun er allt hrætt þegar hún heyrir í þeim enda er þetta ógeðsleg kvigendi
greta (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:46
já þær eru ógeð þessar geitunga flugur,gleymi því ekki þegar Bríet var hjá mér og var úti að leika sér hún var 4 ára,kemur inn og kallar amma amma þessar flugur há grátandi og þá er búið að stinga hana í kinnina,ég fer út að gá þá eru þær á sveimi og ég var stungin í olgbogan en ég dreif mig með Bríeti til læknis var búin að krista á henni kinnina eins og ég gat,læknirin let mig hafa smisl og sem betur fer varð ekkert úr þessu bar á hana og mig nokkur skipti svo varð það ekkert meira en hun er allt hrætt þegar hún heyrir í þeim enda er þetta ógeðsleg kvigendi
greta (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:51
ekki átti þetta nú að fara tvisar í gegn,en það er þessi RUSLPÓSTVÖRN sem er að ruglla en bara
greta (IP-tala skráð) 6.5.2007 kl. 17:58
Er geitungurinn farinn?
Josiha, 7.5.2007 kl. 00:37
já frænka ég skil það vel ég er nú lafandi hrædd við þessi kvikindi þó ég hefi aldrei verið stungin veit ekki hvernig ég væri þá úffff já hehe stundum kemur bara tvisvar og jafnvel þrisvar hehe
Jóhanna: veistu ég held það við fundum hann ekki þegar Bjarmi kom heim og var ég alveg viss um að hann væri einhverstaðar á bakvið og kæmi svo úr felum eins og hann var búin að gera nokkrum sinnum en við höfum ekkert séð hann aftur sem betur fer hehe
Helgan, 7.5.2007 kl. 12:19
hahaha ég hefði viljað vera fluga á vegg og sjá þetta life hehehe
Ólafur fannberg, 7.5.2007 kl. 12:46
Hey gamla mín.. vissi ekki að þú værir hrædd við geitung.. hehe á nú góða mynd af þér og herra geita sem kom eitt sinn inn til mín í reynihólunum og þú bjargaðir lífi mínu hehe.. en hafðu það gott elskan
Hildur Magg (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:44
Já veit hehe var einmitt að rifja það upp í þessu hræðslukasti mínu þegar ég bjargaði þér elskan þessi var svo hrikalega stór ég hef bara aldrei séð annað eins held að hann hafi verið getin af venjulegum geitungi og randafugli algjör vibbi fæ bara *gæsahús* að huxa um þetta kvikindi!!!
Helgan, 9.5.2007 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.