22.4.2007 | 22:49
Halló allíúpa
Heil og sæl!! kellan bara kominn við tölvuna kemur á óvart!! já frekar slök í blogginu þessa dagana eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir... hummm
Gleðilegt sumar það er víst komið sumar samkvæmt almanakinu langaði til að gefa sjálfri mér hjól í sumargjöf og kaupa barnastól á það handa Ara Hrannari en eitthvað er blessuð buddan þunn þannig þetta voru bara dagdraumar.... þyrfti einhvernveginn að koma mér í baugsgroupið
fyrsta grillveisla sumarsins fór fram í dag í blíðskaparveðri og ég át yfir mig annan daginn í röð!!! í gær var ég í afmæli hjá Ingvari hennar Hildar og þar voru sko þvílíkar kræsingar maður minn og ég fór fjórar ferðir takk fyrir pent og borðaði ekki kvöldmat því ég var enþá södd!!! Sama sagan í dag þá borðaði ég yfir mig af grillkjöti og borðaði eins og Gvendur frændi hætti ekki fyrr en kartöflurnar og kjötið passaði saman!!! veit aldrei hvenær ég er södd því ég finn það aldrei fyrr en ég er hætt að borða í þessu tilfelli var ég svo södd að ég hafði ekki pláss fyrir eftirréttinn sem var Ís og það hefur sko aldrei gerst áður!!!!!! meiri ýstrubelgurinn
Svo er bara flug á morgun í hádeginu Suður með gullið mitt og böns af farangri Hlakka til að hitta alla, fá mér breiðloku og kfc láta laga hárið og minnka þannig ljótuna um vonandi helming kikka í heimsóknir og labbitúra og eyða tíma í faðmi fjölskyldunnar. Eins gott að það rigni ekki nema kannski 40% af tímanum sem ég stoppa vanalega rignir nebla 89.5% af þeim tíma sem ég stoppa shjeetttt hvað rignir mikið þarna fyrir sunnan er að huxa um að grafa upp regnstakk til að hafa meðferðis þá verður örugglega ekki mikil rigning
jæja best að halda áfram að pakka og ég sé ykkur vonandi sem flest á suðurlandinu.
eitt í lokinn djöf*** langar mig til Jamaica
Knús og kram
Helgan
*við mæðgin*
Athugasemdir
Æðisleg mynd af ykkur!
Hvað stoppið þið lengi á Suðurlandinu? Það væri voða gaman að koma því loksins "í verk" að hittast
Josiha, 23.4.2007 kl. 00:27
Halló og þú kíkir sem sagt í sveitina er það ekki?
Kristín, 23.4.2007 kl. 01:49
Wúwíwawaaaaa 4 ferðir!! Ekki eins og það sjáist á þér svo það er í himnalagi ;) Og þú mátt fá þér subway fyrir mig og eins og eitt stykki appelsín í gleri..ekki nema þú kíkir við hjá mér í leiðinni?
Bjó mér til "blog" á mbl til að geta kommentað hjá þér og fleirum án þess að skrifa alltaf hellings netföng og eh..en bara til að kommenta.
Góða skemmtun í faðmi fjölskyldunnar og bið að heilsa heim.
Knús og kossar :*
Sólrún, 23.4.2007 kl. 08:03
Ég þarf einmitt að fara að gera e-ð varðandi hárljótuna, og ummm grillkjöt, erum einmitt búin að grilla nokkrum sinnum hérna á Selfossinu, enda komið "sumar"
Æðisleg mynd af ykkur
Hafið það gott hér á Selfossi og hver veit nema við sjáumst e-ð
Anna Kristín (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 16:51
Hafið það gott á suðurlandinu og vonandi rignir ekki mjög mikið á ykkur... ykkar vegna;) Ég var einmitt að gæla við það sama með hjólið og barnastólinn... held ég láti samt verða af því... vonandi... maður hefur ekkert smá gott af því að fara að hreyfa sig aðeins... þá getum við farið öll saman familían að hjóla... Addi keypti sér nebblega hjól í fyrra;)
Sjáumst eftir viku:*
Maja (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 18:16
Hæ skvísí !!! Góða skemmtun fyrir sunnan, kannski að maður rekist á ykkur þegar þið ratið í borgina :) ég var einmitt að skoða mér hjól og stól í erninum um daginn, mér finnst nefnilega svindl að kallinn á hjól, vorum að kaupa nýtt hjóla handa skvísu og við mæginin eigum ekkert !!!! frekar mikið svekkelsi en hér í hverfinu er reyndar allt upp á við þannig að maður yrði gjörsamlega búin á því en það stæði bara stutt :)
Halldóra (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 10:18
Hvað meinarðu með þetta dæmi; hver er summan af níu og sjö??? Hehehehe annars bara að kasta á þig kveðju kella, vona að þú borðir ekki svona yfir þig af kfc og helv brúnu sósunni :)
Kata Árna! (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:04
Jóhanna: Takk við verðum bæði hér og í Rvk og förum þangað á morgun svo komum við aftur á Laugardag sennilega og förum heim á þriðjudag held ég. Já væri bara gaman ef við gætum hist aðeins.
Kristín: jú það á sko að kikka í sveitina bara spurning hvenær þið eruð heima?
Sólrún:Jahhh ég var frekar útþaninn eftir átið en jafnaði sig fljótt svosem hehe en já get bara stundum ekki hætt þegar það er svona gott að borða humm hef ekki borðað subway síðan ég fékk æluna og ældi 12" kjúklingabát fyrir 5 mán síðan.... jakkkkkk... Um ég elskaði appelsín í gleri en drekk ekki gos hef ekki getað það síðan ég var ólétt bara vatn hjá kellu og ég væri sko alveg til í að kikka aðeins við hjá þér líka en ætli það þurfi ekki að bíða betri tíma ánægð með þig að þú sért búin að búa þér til blog á blog.is bara kúl sko kommenta með mynd og svona Skila kveðjunni hehe *knús*
Anna: Já nú er sko tími til að brúka grillið góða:) og takk fyrir það gleymist nebla alltof oft að mynda mig með prinsinn því ég er alltaf á myndavélinni. Já við sjáumst vonandi eitthvað meðan við stoppum.
Maja: Takk fyrir það jú það rignir mikið að vanda hér og er búið að vera bara kúka veður síðan við komum og bongó blíða á Dalvílkinni draumabláu já algjört möst að eiga hjól að mér finnst og gott að þú getir látið verða að því langar mikið til þess líka... Já við þyrftum einmitt bara að kaupa 2 stk hjól hehe til að geta farið í hjólatúr famelían og hjálma á línuna notla hehe já sjáumst eftir viku ca *knús*
Hæ Halldóra: takk fyrir það en það virðist samt ætla að rigna duglega á okkur hehe Já þið verðið að eignast hjól líka og ekki er verra að hafa allt uppí móti góð hreyfing í því
Kata: sauðhaus hvað er 9+7 hehehe og takk fyrir kveðjuna var að slarfa í mig Zingerborgara og frönskum og Brúnu suddalega góðu sósunni ummmmm *sleffff* *knús*
Helgan, 25.4.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.