14.4.2007 | 21:02
ég legg ekki meira á ykkur...
blogg frá Helgunni já eitthvað er ég búin að vera döpur í blogginu undanfarið en það koma svona dagar þar sem ég nenni ekki að skakklappast í tölvuna og ef mér dettur í hug að blogga þá virkar ekki nettengingin búið að gerast furðulega oft undanfarna daga!!!!!!! en já hef sko ætla að blogga um ýmislegt ætli ég stikli ekki bara á stóru og ræpa eitthvað smá hér inn í þetta skiptið
Það helsta sem er að frétta af mér þessa dagana að ég er búin að vera með ljótuna á háu stigi og í alltof langan tíma virðist ekkert ætla að draga úr þessari blessuðu ljótu minni... en Helgan lætur ekki deigan míga hahaha týni alveg af mér brandarana á laugardagskvöldi.. en sem betur fer stefnir í minnkandi ljótu í lok mánaðarins þá fær hárið mitt að komast í hendur á minni yndislegu systur en þess má geta að það hefur verið ósnert síðan í byrjun janúar svo ekki að undra að mikið sé um ljótu á þessum bæ!!!!!!!! þá fá hárböndin mín líka kvíld í smá tíma en þau hafa reynst mér ákaflega vel til að breyða yfir ljótleikann...
í aðra sálma kellan hefur ákveðið að taka sig á í mataræðinu og minnka nammiskápsferðirnar í 1 dag á viku í staðinn fyrir 6x á dag 7 daga vikunnar já meira hvað ég get alltaf látið ofan í mig af þessu salgæti.. takið eftir því tönnunum hann týndi sykursnúði í, nú er íll í efni ekkert tyggja má blabla bla gleymdi mér aðeins en já kella búin að standa sig nokkuð vel og sleppt nammi í nokkradaga og ég veit ekki hvað oft ég er búin að opna nammiskápinn þessa daga hehe en í dag er svo nammi/sukk dagur og ég búin að fá mér slatta og er hreinlega að drepast í mallakút af nammiáti!!!! já ég hef aldrei kunnað mitt magamál.
LeiTer
Helgan í átaki með ljótuna
Athugasemdir
Ohh þessi ljóta er alveg ferleg! Hef einmitt tekið eftir að ljótan helst oft í hendur við ljótt hár *urrrr*
En gaman að fá loksins nýtt blogg!
Josiha, 14.4.2007 kl. 23:06
Djöf. ljóta:S :@ Á samt erfitt með að ímynda mér þig með ljótuna Helga mín;) En gangi þér vel með allt átakið og get ekki beðið eftir að hitta þig og ykkur! Þið verðið svo að komá Stokkseyri og skoða húsið.. Allt að gerast:) Elska þig:**
Margrét lilla systir:) (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:57
hvaða er að heyra þetta eru orðin svona ljót Helga mín,ekki er ég nú alveg að trúa því en litla systir verður ekki lengi að laga hárið þitt þegar þú mætir á suðurland.
greta (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:17
Heyrðu elskan, ég ætla að vera með sama lúkk (á síðunni) og þú - EF þér er sama. Þú ert ekki á msn núna svo að ég get ekki beðið um leyfi. Ef þú ert ekki sátt þá skipti ég bara (Það eru sko svo fá lúkk sem eru þannig að kommentin renna ekki saman í einn graut...)
Josiha, 15.4.2007 kl. 23:40
Jóhanna: já ljótan kemur sko með ljótu hári!!!!
Margrét: já gott að einhver á erfitt með að ímynda sér það hehe. Get ekki beðið eftir að hitta þig líka og við komum sko á stokkseyrabakka hehe Elska þig líka
Gréta: Nei ertu ekki heldur að trúa því ég myndi sýna þér mynd en ég festist ekki á filmu í þessu ástandi... En já Margrét snilli reddar málinu
Jóhanna: já aðvitað er mér sama elskan við erum svo kúl já veit alveg glatað þegar kommentin koma í einni runu.
Helgan, 16.4.2007 kl. 10:46
ég er með króníska ljótu!!!!! helstu einkenni: leti og hvítar augabrúnir.
Kata (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:03
Hey vonandi get ég hjálpað konum með ljótuna innan skamms vúhú...vona að þetta gangi upp :) annars hefur þú bara ekkert efni á því að fá ljótuna drottningin mín...ef þú færð ljótuna þá fáum við hinar frankenstein-una :(
Kata Árna! (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:50
Ljótan = ljótt hár... einmitt það sem ég er að glíma við þessa dagana... enda get ég toppað þig... ekki farið í hár"lagningu" síðan fyrir jól!!! En það stendur líka til bóta í lok mánaðarins;) Sjáumst á morgun gella.
Maja (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 23:00
Hehe já við erum svo kúl. Án efa kúluðustu mömmur landsins En ég ætla að reyna að þrauka aðeins lengur með þetta lúkk sem ég er með núna. Skipti kannski bráðum í lúkkið sem þú ert með. Gott að vera búin að fá leyfi hjá þér
Josiha, 16.4.2007 kl. 23:14
Hey hot mama, as if að ljótan þín sé verri en ljótan mín, ætla að kaupa mér hauspoka í nokkrum litum svona til að laga þetta þegar það kemur fyrir..
*Heppin að fá litlu sis að gera hárið, hárið á þér er alltaf svo hot og hún reyndar líka og þá fer sko ljótan eins og skot ;)
Knús frá köben til Ara kærleiksbjörns :* :* og gleðilegt sumar ;)
Sólrún.. (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 17:28
Kata: já ég held að mín ljóta sé að stefna í króníska líka hehe Þessar augabrúnir eru alltaf til trafala...
Kata Árna: já þú þarf að fá já við þessu jú know ég hef sko alveg efni á því að fá ljótuna ekki hef ég efni á að skella mér í litun og klipp fyrir 15000 kell en ég veit samt að þú meinar ekki peningalega séð tihí.. en þú ert nú búin að sjá ljótuna seinustu tvo daga og ég held að þú fáir ekkert frankenstænuna hehe gamla þarna
Jóhanna: já kúl það erum við já eins gott að þú fékkst leyfi ég hefði orðið alveg ga ga múhahah nei tihí
Sólrún: eigum við að fara í ljótukeppni tihí keppnisskapið mitt myndi sennilega ekki þola annað að vinna múhahaha já gott að eiga góða að og gaman að heyra að kella geti verið hot mann veitir ekki af svona kommenti en allavega fer ljótan að mestu leyti þegar Magga siss lagar hárið mitt get ekki beðið *knús* til baka:) og já gleðilegt sumar eftir 2 daga
Helgan, 17.4.2007 kl. 17:56
Ég kæri þig fyrir fegurð ef þetta er ljótan þín Helga Dóra Gunnarsdóttir! Nei, nú segi ég stopp og set fótinn niður :)
Kata Árna! (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.