Belgs Mælirinn

jæja helgin að baki og mínir elskulegu foreldrar ásamt mínum elskulega yngsta bróður eyddu helginni fyrir norðanSmile ljúft að fá þau til sín þó stoppið hafi verið stutt. Þau nutu þess að knúsast með Ara og hann naut þess að vera með þeim. Þau fór svo af stað heim í gær og lendu notla í vondu veðri og voru 10 tíma með nokkra tíma stoppi og svona. Hefðu bara átt að taka því rólega og vera eina nótt en. En þau komust sem betur fer heim heil á höldnu það er fyrir ölluSmile við stefnum svo á að fara fjölskyldan suður í lok apríl Bjarminn minn ætlar að hjálpa bróður sínum þegar hann fær íbúðina sína afhentaWink kannski maður kikki í IKEA aldrei að vita heheTounge

Belgurinn: kella var að klæða sig í á fimmtudagsmorguninn ef ég man rétt og fór að spá hvort belgurinn minn hefði eitthvað minnkaðDevil.. humm var ekki viss en þar sem ég hafði mælt hann nokkrum vikum áður eða 3-4 vikum áður man ekkert nákvæmlega þá ákvað ég að kippa upp EAS málbandinu og kanna málið og vitir menn það voru hvorki meira né minna en 10cm farnir frá seinustu mælinguGrin sem er frekar gott myndi ég halda þar sem ég hef farið 3svar í ræktina síðustu 3 vikur (frekar slakt) svo ekki er það því að þakka... nefndi þetta svo við ástmanninn minn og Írisi mína og þau voru alveg á því að ég væri að ganga saman heheLoL Íris vildi nú bara meina að ég þyrfti ekki annað en að huxa um það þá myndi það gerast. Allavega getur hugurinn borið mann hálfa leiðLoL ég var samt ekki alveg að kaupa þetta og mældi mig aftur daginn eftir og þá voru það -13cm (var nývöknuð og óétin) þannig mælingin síðan daginn áður hlaut að vera rétt þannig nú eru innan við 10 cm í gamla málið. Gaman að því held reyndar að kremið mitt sé líka að skila sínu snilldar krem sem ég er að selja get ég sagt ykkur.

LeitEr

Helgan í belgsmælingumLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Vá flott flott hjá þér Helga! Til hamingju með þennan árangur. Og hey. Næst þegar þið komið á Suðurlandið þá VERÐUM við að hittast

Josiha, 19.3.2007 kl. 19:23

2 identicon

Pottþétt kremið :)

Kata Árna! (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 21:45

3 identicon

Helga mín þarft þú að hafa áhyggjur af einhverjum belg.. það er naumast stressið með málbandið.. hehe.. vildi að ég gæti grennst svona ég er ennþá með hrottalegan belg eftir alexöndru og mun líklegast aldrei nenna losa mig við hann haha.. ég er svo mikill göltur újé.. bæjó

Hildur Magg (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 01:49

4 identicon

 

 Ertu með belgminnkandi krem????????????? ég fæ 5 lítra!

Kata Sif (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:11

5 identicon

Hvaða krem er þetta gæskan ??? endilega láttu mig vita  þarf sko alveg á því að halda í þessu blessaða átaki mínu sem er ekki alveg að virka eins og ég vildi !!!!

Halldóra (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband