9.3.2007 | 20:23
Hagkaupsbæklingur!!
Ég var að passa Hörpu í dag mamma hennar og pabbi eru úti í Boston *ÖFUND* og hún er mikið fyrir að horfa á Strákana/stelpurnar/svínasúpuna og 70 mínotur. Í dag vorum við að glápa á Svínasúpuna og það var atriði með henni Gullu snillingi þar sem hún var með vinkonu sína í heimsókn og þær voru að fletta blöðum og svo var Gulla að fletta hagkaupsbæklingnum og kemur að opnu með kvennmanns nærfötum og þar er mjög svo smekkleg slumma og hún kallar í manninn sinn og segjir " var ég ekki búin að byðja þig að hætta að rúnka þér yfir Hagkaupsbæklingnum!!!" múhahahah og þetta varð frekar neyðarlegt því ég hló notla af þessu og Harpa spyr hvað er það? og ég bara hreinlega vissi ekki hverju ég átti að svara hún er sko 8 ára þannig ég sagði bara humm ég veit það ekki og hún spurði þá strax aftur af hverju fórstu þá að hlæja hehehehe æj þetta var frekar fyndið en neyðarlegt atvik
annars er búið að vera nóg að gera hjá kellu fjórar kynningar og svona og ég bíð bara eftir herlegheitunum það verður nóg að gera eftir helgina þegar ég fæ vörurnar og fer að flokka.. svo er nettengingin eitthvað búin að vera að stríða mér svo ég hef ekki náð að blogga. Svo kella er bara búin að vera að prenta út myndir og svona þar sem við keyptum um daginn meiri ljósmyndapappir að við héldum allavega en þetta er næstum því bara eins og venjulegur pappir frekar glatað þar sem ég hélt að ég hefði fjárfest í þessum líka fína pappír en þá skýrir líka verðmiðinn sig sjálfur fannst það eitthvað óvenju ódýrt að borga 1090kr fyrir 50 arkir á Íslandi.. þetta var klárlega sekkurinn í köttnum
en hvað er málið með kreisí húsflugur sem eru að vakna úr dvala alveg á bandvitlausum tíma svo ráðast þær bara á mann og þykjast hafa roð í mann. Þvílíkir sauðhausar þessar blessuðu flugur. Var að kúrast með Ara mínum í sófanum áðan þegar mér klæjað skyndilega svona á enninu og sveifla hendinni í átt að enninu og þá flýgur eitt stykki fluga af mér og mér var litið brúnaþungt á Boris sem stendur sig engan veginn í stykkinu við að veiða enda með lélegri veiðiköttum sem finnast sunnan alpafjalla!!! akkuru nýtast kettir ekki til neins nema bera með sér skít, hár og dauða fugla!!! þeir eru notla óttarleg krútt og finnst gott að láta klappa sér og mala og svona en gera mest lítið að mér finnst allavega
jæja x-factor að byrja Mosarellasticks í ofninum og heit ídýfa á leið þangað þar á eftir. Spennandi að sjá hvort það verður jafn mikið drama í þessum þætti eins og seinast en ég verð nú bara að viðurkenna það að það láku tár hjá Helgunni við að sjá Einsa Bárðar skæla það þarf ekki meira en það.
jæja góða Helgi krútturnar mínar
LeiTer
Helgan
Athugasemdir
Oh sammála þér með þessar húsflugur! Þær eru algjör plága hér á sumrin, enda "kjörlendi" fyrir þær að vera í sveitinni þar sem það er stutt í kúaskítinn! Hahaha...
En hey, hvað setur þú í heita(osta?) ídýfu? Ég set rjómaost, baunastöppu, salsasósu og svo pizzaost yfir. Langar að vita hvort þú sért að gera e-ð sniðugt. Erum við húsmæður eða hvað? Skiptumst á uppskriftum á föstudagskvöldi?! Hahaha...
Josiha, 9.3.2007 kl. 21:42
já þær eru sko komnar á kreik húsflugunar það er nú heldur fljótt kannski er vorið bara að koma,en með x-factor drama það láku nú tár hjá mér þegar Einar táraðist maður má ekkert aumt sjá,enþað var flott að jogvan skildi komast áfram í gærkvöldi vona að hann vinni kepninna..
greta (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 14:13
Haha snilldar blogg hjá þér gella :) ég litl hló af runkdjóknum hehehe :)
Kata Árna! (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 13:27
Húsflugurnar eru ekki alveg vandamálið í Dk en í gær kom ein svona mini fluga inn og gat varla flogið beint hún var svo lítil..ég drap hana síðan! Held samt að húsflugur verði minnsta vandamálið í sumar þegar geitungarnir koma á stjá og þeir eru sko margir hérna og íúúú ógeðslega huge stórir..
Mmm mozarella sticks..sakna alveg þess að hafa ekki íslenska idolið eða þá x factorinn til að æsa sig yfir um helgar og fylla sófaborðið af snakki og með því..mmm..hérna er það bara idol á dönsku og sænskir fjölskyldusöngþættir með gömlu fólki að missa sig í tilheyrandi múnderingum..ji minn..ekki heitt!!
Knús frá Dk
sólrún.. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 09:30
Jóhanna: já þær eru bölvaðar þessar flugur!!! og heita ídýfan hjá mér er svipuð nema ekki með baunastöppu, bara rjómaost, dippsið og ost yfir mozzarella eða pizza eða bara venjulegan eftir hvað er í ísskápnum já frekar góðar húsmæður hér á ferð hehe.
Gréta: já þessar flugur er eitthvað ruglaðar í ríminu. og já held líka með Jogvan og Hara spái því að þau berjist í topp 2.
Kata: vissi að þú hefðir húmor fyrir svona múhahaha
Sólrún: arrrg geitungar *hrollur* eina sem ég þoli ekki við sumarið eru þessar viðbjóðsflugur.... já þetta idol/x-factor dæmi er bara orðið að vana og helst pannta pizzu með og nóg af nammi og snakki og svoleiðis sukki. samt nammi dagur á laug en þá sukkar maður bara enþá meira hehe. Knús til baka til Dk
Helgan, 12.3.2007 kl. 13:21
haha já helga ég hef lent í svipaðri aðstöðu með systir mína:P maður þykist bara ekkert vita
hrönn blöndal (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.