17.2.2007 | 13:34
XXXXX
Horfa ekki allir á x-factor? eða þeir sem eru með stöð 2 væntanlega. Ég horfi alltaf á þetta og finnst þetta sérdeilis prýðilegt sjónvarpsefni. var ekki nógu sátt með úrslitin í gær fannst Siggi ekki eiga að fara heim og ekki heldur Gís en svona eridda víst þetta er notla alltaf vinsældakostning frekar heldur en það sé verið að kjósa besta söngvaran/x-factorinn.. Fannst svenska stelpan eiga að fara heim en réttast hefði notla verið að senda bara Ellý heim hún er notla bara eitthvað gaga... ég spyr bara hvaða lag finnst henni gott hún segir í hverjum einasta þætti 4-8 sinnum ohh ég þoli ekki þetta laga og blabidíbla hún getur bara haft það fyrir sig og dæmt frammistöðu keppenda.. ekki það að ég hafi mikið vit á tónlist en hún hefur örugglega minna vit og fyrir utan hvað hún er lagin við að tala í mynavélarnar hehe fannst helvíti gott hjá annari í Gís í þættinum fyrir viku þegar hún sagði að sér þætti gaman að sjá Ellý taka þetta lag múhahahahaha eitt stórt prik fyrir þetta svarEinsi kallinn notla bara snillingur í tilsvörum og mest hægt að taka mark á honum myndi ég segja.. finnst Palli líka dásamlegur alltaf að koma með eitthvað gaygrín bara fyndin og líka hægt að taka mark á honum tónlistarlega séð hann var nú í miklu uppáhaldi hjá Helgunni hér á árum áður myndir af honum upp um alla veggi í herbergi Helgunnar.
Mér finnst Inga svo mikið krútt og lifir sig svo inn í þetta er alltaf svo ánægð að vera þarna. Svo við tölum nú ekki um Jagvan/Færeyski folinn hehe þvílíkt krútt sem hann er, hann verður í topp3 spái ég. Ég held notla með Hveróbombunum bara snillingar. Alltaf svo gaman að horfa á þær og nóg á orku það vantar sko ekki.. þær eru ekkert bestu söngvararnir en þær eru svo skemmtilegar á sviði og hafa klárlega þennan x-factor
Veit ekki hvað veðurguðirnir eru að huxa þessa dagana það er bara vorveður og maður fer alveg að detta í sumargírinn þá kemur örugglega stórhríð hehe týpískt
Smá X-factor blogg
Helgan
Sjá þessa fegurð úfff enda roðnar lakið hehe
Finnst myndablogg svo skemmtileg svo ég varð að setja eina af gullinu mínu með
Athugasemdir
Ji hvað þetta er æðisleg mynd af Ara Hrannari! Krúttið!
Annars er ég sammála þér með Jógvan - algjört krútt. Hann vex stöðugt í áliti hjá mér og svei mér þá ef að mér er ekki farið að finnast hann bara smá sætur! Annars hafa GÍS fallið svolítið í áliti hjá mér. Þær eru aðeins of montnar finnst mér, kannski meira að segja nett hrokafullar. HARA og Jógvan eru mitt fólk. Reyndar finnst mér þetta ekki eins skemmtilegt og Idolið og Halla Vilhjálms er ekki alveg að gera sig...
...En á móti kemur að það er örugglega ekki auðvelt jobb að vera kynnir í x-factor...
Josiha, 17.2.2007 kl. 14:45
flott mynd af Ara hann er svo mikið krútt,en að X-factorunu það ætti nú bara að senda Ellý heim hún hefur ekki huns vit á tónlist og Palli hann hafði nú á orði um daginn að Páll Rósinkrans mætti vara sig þegar Siggi var að syngja,en svona er þetta bara þetta er ekki auðvelt,en Jógvan er minn maður....
greta (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 16:08
hæ hæ kvitti kvitt jiiii hann er svo sætur hann Ari Hrannar :)
uss ég verð bara pirruð að horfa á þetta xfactor allveg hörmung hvernig þetta er :)
bið að heila sæta og hafið það gott :)
Lóa (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 17:51
blessuð gella bara kvitta fyrir innlitið hafiði það sem allra best og vá hvað hann Ari Hrannar er allgjör gullmoli
kv Bryndis
Bryndis (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 11:51
Var að horfa á factorinn í gær og þau voru öll léleg í þessum þætti nema kannski Jógvan. En hann mun ekki koma til með að vinna. Og svo eru sumir aðeins og ýktir, maður fær nú bara leið á svoleiðis. Annars hæ og bið að heilsa family. Bestu kveðjur
Kristín, 19.2.2007 kl. 16:35
Já hann Ari Hrannar er algjört krútt
En að þessu X-factor þá hef ég fylgst með þessu frá upphafi og hef gaman að. Og ég er svo hjartanlega sammála þér með Ellý... er ekki alveg að fatta hvað hún er að gera þarna sko... kemur alltaf með einhverjar fáránlegar athugasemdir og e-ð... "þett´er ekki rokk blablabla..." og svo þegar GÍS komu með AC/DC-lagið... þá byrjaði hún að gefa í skin að það væri ekki rokkið heldur pönkið sem hún fílaði... hún er bara e-ð svo stressuð þarna og veit aldrei hvernig hún á að vera eða hvað hún á að segja Mér finnst Palli vera besti dómarinn þarna... finnst hann einhvernveginn alltaf koma með eðlileg komment og þannig... svo hef ég nú líka lúmskt gaman að þessum hommastælum í honum.. upp að vissu marki amk Og ég held með HARA... finnst reyndar GÍS vera ansi góðar líka. Jágvan (veit ekki hvernig á að skrifa það) syngur náttla BARA vel... og Siggi er mjög góður söngvari og átti alls ekki skilið að detta út síðast, fannst t.d. Gylfi, Johanna og Alan öll standa sig verr en hann... en svona er þetta bara. Siggi var reyndar doldið grobbinn sem fór soltið í taugarnar á mér en hann syngur vel svo hann ætti alveg að vera áfram í keppninni;)
En best að hætta þessu röfli hehe... cool nýji síminn þinn... nú eigum við báðar bleikan Sjáumst á morgun.
Maja
Maja (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:55
Hæhæ.... sammála þér með svensku gellnuna einnig fannst mér að Alan ætti að fara að taka pokann sinn..... en þokkalega var ég fúl þegar Siggi var sendur heim ég trúði því nú bara varla.
En ég og börnin mín erum örugglega að koma norður í sæluna fyrstu vikuna í mars og það væri nú gaman að geta kíkt á ykkur eða kannski bara komist á mömmumorgnana frægu :)
Halldóra (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:05
Jæja,kannski kominn tími á að kommenta hérna;) fyllilega sammála með Ellý Bellý! Finnst hún afspyrnuleiðinleg og tek enganvegin mark á henni! Bara burt með hana!
Íris píris (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:38
æj kerfið var eitthvað að stríða mér og ég var búin að skrifa svör til ykkar allra en það bara fór veit ekki hvert en það fór. svo ég læt mig næja að stikla á stóru.
Jóhanna: takk fyrir það hann er algjör moli hehe og með x- factor þá erum við mjög sammála er einmitt ekki alveg að fíla Höllu í þessu en þetta er örugglega ekki auðvelt jobb.
Gréta: já við viljum Ellý heim hehe
Lóa: sætastur hehe já skila kveðjunni
Bryndís: takk fyrir kvittið og takk fyrir það hann er algjör gullmoli mikið rétt:)
Kristín: já það er misjaft hvað fólki finnst í þessu og skila kveðu og kveðja til baka:)
Maja: já við erum greinilega frekar sammála í þessum x-factor hehe og já við eigum klárlega flottustu símana bleikt er málið:)
Halldóra: já hún á bara að vera farin heim sú svenska. já við veðum að hittast þegar þið komið ekki spurnign og mömmumorgnanrnir klikka ekki.
Íris: það var mikið kona tihí og já burt með Ellý jellíbellý not hehe
Helgan, 21.2.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.