12.1.2007 | 16:48
einn tveir Selfossssss
já við mæðgin að fara að skella okkur suður á morgun og það bara allt í einu ákveðið Harpa vinkona er nebla á leiðinni suður að klára seinustu önnina í skólanum á Laugarvatni og spurði mig áðan hvort okkur langaði ekki að fá far... og við ákváðum bara að þyggja það og skella okkur á Selfossið í nokkra daga
ohhh hvað það verður gaman að sjá alla og knúsa alla. Búin að fá lánaðan vagn og alles á bara eftir að pakka í tösku og svo bara lets gó hehe... ekki oft sem maður ákveður eitthvað svona með svona stuttum fyrirvara
en við eigum nú eftir að sakna Bjarma okkar mikið á meðan við verðum í burtu og hann okkar og ég er eigilega strax farin að sakna hans
Ég gerði þau mistök um daginn að skella mér í Gallerí og máta þar gallabuxur sem mér langar endalaust í en þær kosta litlar 16000 krónur!!!! það er bara ekki fyrir hver sem er að versla sér buxur á 16000 og maður er líka svo ríkur í fæðingarorlofi je right og ég tala nú ekki um eftir jólinnnnnn.... en svo kom auglýsing um að útsalan væri byrjuð þar og hún er alltaf bara í 4 daga og ég á aldrei pening þegar útsalan er hjá þeim *pirrrrandi* en ég verð bara að láta mig langa.... langar líka í bleikan samsung síma sem er líka mp3 spilari gott að hafa svoleiðis í ræktinni en ég læt mig bara líka langa í það, langar líka til bandaríkjana og langar í skó og langar í fullt af fötum og langar að versla fullt af fötum á strákana mína en svona eridda eignast kannski eitthvað af því sem mig langar í á þessu ári aldrei að vita.... er alltaf að bíða eftir lottóvinningnum, komin með lottó í áskrift svo ég treysti bara á guð og lukkuna
Ferðalangurinn sem langar svo margt kveður
Helgan
Athugasemdir
Verðum í bandi sæta! Verðum að reyna hittast á meðan þú ert á Selfossi.
Josiha, 12.1.2007 kl. 18:58
hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið suður
greta (IP-tala skráð) 12.1.2007 kl. 22:15
haha já það er sko alltaf gott að láta sig dreyma... Mig langar einmitt í allt á þessum lista þínum og meira til :D
Gott hjá ykkur að skella ykkur á Selfossið, það er alltaf æðis að kíka á heimahagana og fjölskylduna... Hafiði það æðislega gott sætu spætu*
knúsur***
Arndís Ey frænkz
Arndís Ey (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.