Færsluflokkur: Dægurmál
3.5.2007 | 16:29
ó minn God
ég er búin að loka mig og einkasoninn inni í einu herbergi sökum þess að það er humongos GEITUNGUR í stofuglugganum og seinast þegar ég kikkaði á hann var hann á labbinu niður spottan á rimlagardínunni........ Shjettt ég hef aldrei séð svona stóran Geitara ég get svo svarið það *hrollur* og meiri *hrollur* geta þessi kvekendi ekki verið úti!!!!! ég er eigilega að kúka á mig úr hræðslu þetta er það vonda við sumarið þessar árans fjárans ógeðis flugur já ef flugur skyldi kalla þessar Randaflugur eru bara eins og fuglar þess vegna kýs ég að kalla þær Randafugla.... mér klæjar út um allt finnst eins og geitarinn sé undir fötunum mínum *hrollur* arggggg
Kata var hjá mér í heimsókn og ný sest í sófan þegar ég rek augun í þetta flykki fyrir aftan hana og við báðar jafn hræddar hlaupandi um eins og vitleysingar og enginn af nágrönnunum heima til að koma okkur til bjargar*** hjálp***
ætli við húkum ekki bara hérna inni þar til Bjarmi minn kemur heim sem er alltaf jafn hneikslaður á þessari hræðslu minni segir bara að þeir geri ekki neitt hehe já ég trúi því ekki!!!
Já kellan í hræðslu kasti hérna. Komum heim á mánudaginn eftir viku dvöl á suðurlandinu í Rvk og á Selfossi. Komst reyndar ekki yfir nærrum því allt af því sem ég ætlaði að gera ætlaði sko að heimsækja fleiri og fara í búðir en ég fór bara í eina búð eigilega og það var IKEA já þið heyrðuð rétt þar verslaði ég sitt lítið af hverju mis gagnlegu en nauðsynlegu að mér fannst múhahaha Love it En já fín ferð engu að síður og hittum við Ofnæmissérfræðingin og fengum það á hreint að nýju svefnvenjur einkasonarins tengjast ekki ofnæminu á neinn hátt. hins vegar er ég þjónustustúlka á 5 störnu hóteli sem Ari er á hehe já þetta var skemmtilegur læknir og orðaði þetta mjög skemmtilega. Ari Hrannar vaknar og fær verðlaun fyrir og af því hann fékk verðlaun þá vaknar hann oftar og oftar til að fá fleiri verðlaun og verðlaunin eru það besta sem hann veit= brjóst Ég spurði hann hvort ég ætti að setja hann í annað herbergi, Nei sagði hann alls ekki fyrr en eftir 1 árs (nemi nokkrar góðar ástæður fyrir því) frekar á að "setja" brjóstin í annað herbergi ég sem sagt fæ að sofa í stofunni nokkrar nætur á næstunni þegar við ætlum að venja hann af þessari 5 stjörnu hótelþjónustu Já það verður sko ekki átaka laust er ég viss um því einkasonurinn er frekar ákveðinn ungur piltur sem veit alveg hvað hann vill og móðgast ef hann fær ekki það sem hann vill!!! Bjarmi verður sem sagt að sinna honum og þegar hann fattar að þjónustustúlkan (ég) með bobbana kemur ekki eins og kölluð í hvert skipti hættir hann að nenna að vakna því hann hættir að fá verðlaun fyrir úfff þetta verður erfitt fyrir litla hjartað mitt en borgar sig margfalt til baka. Já man var nú varið að gruna að þetta væri ástæðan fyrir næturbröltinu og er ég notla búin að koma honum uppá þetta þar sem hann vaknar og ég tek hann uppí eða færi hann ef hann er uppí fyrir og ríf júgrin fram og svo er bara haldið áfram að sofa kviss bamm búmm...
koma ekki myndir strax þar sem ég kem þeim ekki inn í tölvuna og harðidiskurinn er í láni svo ég get ekki fært á milli *arrrg* 200 og eitthvað myndir í vélinni núna....
Leiter
Helgan í hræðslukasti.....